Samvinnan - 01.04.1983, Blaðsíða 30

Samvinnan - 01.04.1983, Blaðsíða 30
Svolítið FRÉTTABLAÐ um samvinnumál Nýir forstjórar á Norðurlöndum I lok þessa árs og byrjun hins næsta taka nýir forstjórar við störfum hjá fjórum Noröurlandanna, Dönum, Svíum, Finnum og Norðmönnum - og er óhætt að fullyrða, að sjaldan hafa jafn mörg norræn samvinnusambönd skipt um forstjóra á jafn skömmum tíma. I Finnlandi lætur Viljo Luukka af störfum hjá samvinnusambandinu SOK fyrir aldurs sakir, eftir að hafa starfað hjá finnsku samvinnuhreyfing- unni samfleytt í 40 ár. Þegar ársþing NAF var haldið hér í Reykjavík 30. júní 1975 var þess minnst með stuttri athöfn á Hótel Sögu, að þá urðu forstjóraskipti hjá tveimur norrænum samvinnusam- böndum samtímis. Þá tók einmitt Viljo Luukka við forstjórastarfi af Martti Musonen - og Gunnar Christ- ensen varð forstjóri danska samvinnu- sambandsins og tók við af Ebbe Gro- es eftir langan og giftudrjúgan feril þess mæta manns. Hjá Norðmönnum lætur Knut Moe af starfi forstjóra eftir fimmtán ára starf, en hann hefur oft komið hingað til lands og er íslenskum samvinnu- mönnum aö góöu kunnur. Hið sama má segja um sænska forstjórann Karl Erik Persson, en hann hefur stjórnað KF á tímabili mikilla erfiðleika, sem nú eru bless- unarlega um garð gengnir. Fjárhags- leg afkoma sænska samvinnusam- bandsins var óvenju góð á síðasta ári og útlitiö fyrir þetta ár er einnig gott. Loks lætur Gunnar Christensen af störfum hjá danska samvinnusam- bandinu. En hverjir taka við? Hér á eftir kynnir Samvinnan hina fjóra nýju forstjóra norrænna sani- vinnumanna í örfáum orðum, en þeir eiga væntanlega eftir að koma mikið við sögu í fréttum af norrænu sam- vinnustarfi á næstu árum. NKL, norska samvinnusambandið, hefur nýlega ráðið sér nýjan forstjóra. Hann heitir Knut Værdal og er 41 árs. Hann hefur starfað hjá norsku sam- vinnufélögunum frá 1967, og undan- farin sex ár hefur hann verið fram- kvæmdastjóri kaupfélagsins í Þránd- heimi, en það hefur vaxið hröðum skrefum undir hans stjórn. Hjá SOK, sem er annað tveggja samvinnusambanda í Finnlandi, tók nýr forstjóri við í júnímánuði. Hann heitir Juhani Pesonen og er 55 ára gamall, verkfræðingur að mennt. Und- anfarin ár hefur hann getið sér gott orð fvrir vasklega framgöngu við rekstur iðnfyrirtækja, sein eru í eigu tmnskra samvinnumanna. KF, sænska samvinnusambandið, skiptir um forstjóra um næstu áramót. Við hinu ábyrgðarmikla starfi tekur Leif Lewin og er 46 ára ganiall. Hann hefur langan og happasælan starfsferil að haki innan sænsku samvinnuhreyf- ingarinnar og var síðast forstjóri OK, sem er olíufélag samvinnumanna þar í landi. Og loks hefur FDB, danska sam- vinnusamhandið, ráðið sér nýjan for- stjóra. Hann heitir Bent le Févre og er 47 ára gamall. Ólíkt hinum þremur hefur hann ekki fyrr starfað innan samvinnuhreyFingarinnar, heldur verið forstjóri hjá hyggingarfyrirtækinu Brödrene Dahl A/S, og auk þess aflað sér reynslu á fleiri sviðum viðskipta- lífsins. 30

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.