Samvinnan - 01.04.1983, Síða 32

Samvinnan - 01.04.1983, Síða 32
Skógarteigur í Nýpsmó Grein eftir Valgeir Sigurðsson Mér mun seint gleymast ntiðs- vetrarkvöld fyrir hálfum fjórða áratug. Ég átti þá enn heima á fæðingarbæ mínum austur í Vopnafirði, við vorum aðeins orðin þrjú eftir í kotinu, foreldrar mínir og ég, og ég neita því ekki, að mér hafi stundum fundizt lífið óþarflega tilbreyt- ingarsnautt, eins og ungu fólki er títt. • Nú væri Vopnafjörður fallegur . . . A þessum árunt gerðunt við okkur það stundum til gamans, sveitastrák- arnir, að tala saman í síma á kvöldin, ef ekki var annað þarfara að gera. Pá var gjarna hringt á tvo eða þrjá bæi í striklotu, og svo töluðu menn santan stundarkorn. Þessar rabbstundir voru einkar ánægjulegar, og þær gátu ekki á neinn hátt talizt misnotkun á hinu dýr- mæta öryggistæki, símanum. Kvöldið, sem hér um ræðir, vorum við að tala saman þrír, og ég man enn hverjir hinir tveir voru. Harðindi höfðu gengið lengi, þykk fannbreiða lá yfir sveitinni, en einstaka spilliblotar höfðu hleypt öllu í hjarn. og hingað og þang- að voru svellglottar. Þetta kvöld var veðri svo háttað. að stillilogn var og nokkurt frost. Himinninn var alheiður, tungl nærri fullt „og stjörnurnar skinu ofan af festingunni". Skin tungls og stjarna merlaði á fannbreiðunni, sem glitraði og stirndi á svo langt sem aug- að eygði. Þeirri fegurð verður ekki með orðum lýst. Við vorum. að bænda sið, eitthvað að lasta harðindin og sögðum sem svo, að þetta væri annars meira andskotans tíðarfarið, að ekki skyldi vera hægt að hleypa kind út úr húsi í margar vikur. En þá var enn sá siður í sveit minni að beita fé að vetrinu, þegar hægt var. Og sem við vorum nú að ræða þetta, þá álpaðist allt í einu út úr mér: „Nú væri Vopnafjörður fallegur, ef öll húsin og allir mennirnir væru á bak og burt“. Hinir hlógu og sögðu, að alltaf væri nú orðbragðið mitt sjálfu sér líkt. En 1 sannleika sagt fólst ekki hinn minnsti vottur af ótuktarskap á bakvið þessa yfirlýsingu mína. Mér hefur nefnilega oft orðið hugsað til þess, hvernig æskusveit mín muni hafa litið út, um það leyti sem menn stigu þar fyrst fæti á jörð. Ég efast að vísu ekki um, að fjöllin hafi verið á sín- um stað, og árnar hafa sjálfsagt liðazt út eftir dölunum í sömu eða svipuðum farvegum og nú. En sveitin - landið sjálft - hefur verið með allt öðrum svip en þeim sem við, síðari tíma menn, þekkjum. Þar munar að sjálfsögðu tnest um skóginn, en enginn vafi er á því, að um landnám hefur Vopnafjörð- ur verið skógi vaxinn „milli fjalls og fjöru“, því að langt fram eftir öldum var þar nytjaskógur á mörgum svæðutn í sveitinni, sem hafa nú verið skóglaus með öllu í marga mannsaldra. Þetta geta menn sannreynt m. a. með því að lesa Islenzkt fornbréfasafn. • Skógarhögg á fimm stöðum Islenzkt fornbréfasafn er næsta girni- leg lesning, þótt það virðist ekki árennilegt við fyrstu sýn. Þetta eru sex- tán hnausþykk bindi, og stafsetningin er ekki heldur neitt sérlega aðlaðandi. En maður venst henni fljótt, réttritun- inni þeirra, gömlu mannanna. Og sá maður, sem hefur einu sinni komizt á bragðið að lesa Fornbréfasafnið, hann leitar þangað aftur. Margt efni, sem skráð er á bækur slíkar sem íslenzkt fornbréfasafn, hlýtur þau örlög að liggja þar grafið og hálfgleymt ár eftir ár, áratug eftir ára- tug, og jafnvel öld eftir öld. Slíks er að sönnu von með þess háttar fróðleiks- námur, sem seint verða þurrausnar, en þeim niun meiri freisting er að renna færi í djúpið og vita, hvað kemur á öngulinn. I máldaga kirkjunnar á Refsstað í Vopnafirði árið 1397, er skrifað að hún eigi skógarhögg - eða „viðarteig“, eins og það er kallað - á eftirtöldum fimm stöðum: „í Öngulsnesi upp frá Fossnesi. í Haugsstaðaskógum. í Hveitishvammi. í Kleifum fyrir framan Öxnahjalla. I Þorbrandsstaðalandi.“ Og í máldaganum árið 1570 á Refs- staðarkirkju enn þessi sömu ítök. Vafalaust eru allir þessir staðir í Vopnafirði, þótt ég þekki hvorki Öng- ulsnes né Hveitishvamm. Hvað sem segja má um framkvæmd guðskristni á íslandi fyrr og síðar, þá er 32

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.