Samvinnan - 01.04.1983, Page 36
Frá aðalfundi
Sambandsins:
Við búum að upp-
byggingu fyrri ára
Aðalfundur Sambands ísl. sam-
vinnufélaga, hinn 81. í röðinni,
var haldinn að Bifröst 9. og 10.
júní. Formaður Sambandsstjórnar, Val-
ur Arnþórsson, setti fundinn og minnt-
ist í upphafi látinna samvinnumanna.
Til fundar mættu 110 fulltrúar, þar af
25 konur, sem er mesti fjöldi kvenna á
aðalfundi Sambandsins til þessa.
Fundarstjórar voru kjörnir Bjarni Ara-
son, Borgarnesi, og Gísli Konráðsson,
Akureyri, en fundarritarar þau Sigurð-
ur Jóhannesson, Akureyri, Kristín
Tryggvadóttir, Hafnarfirði og Gunn-
steinn Karlsson, Reykjavík.
• Nauðsyn aðaldsaðgerða
Valur Arnþórsson flutti síðan skýrslu
stjórnar, og að því loknu flutti Er-
lendur Einarsson forstjóri ýtarlega
skýrslu um rekstur Sambandsins á árinu
1982. I skýrslu sinni minntist Valur
Arnþórsson sérstaklega afmælishátíða-
halda samvinnuhreyfingarinnar á síð-
asta ári. í>á gerði hann grein fyrir fjár-
festingum Sambandsins á liðnu ári, en
þær námu 90,8 milj. kr., og öðrum
eignabreytingum á árinu. Af einstökum
viðfangsefnum stjórnarinnar ræddi
hann m.a. um fjárfestingaráætlun Sam-
bandsins, væntanlegan stórmarkað í
Holtagörðum, stofnun Samvinnusjóðs
Islands hf. á síðasta ári, fjárhagsmál
samvinnuhreyfingarinnar og aðhaldsað-
gerðir í rekstri, skipulagsmál, ýmis
fræðslu- og félagsmál, aðstoð við nokk-
Ályktun um fjármál samvinnuhreyfingarinnar
Stöndum vörÖ um hagsmuni félagsmanna
Islenska þjóðin stendur nú frammi fyrir miklum efna-
hagsvanda. Þjóðartekjur munu annað árið í röð drag-
ast saman, erlend skuldasöfnun er komin á hættulegt
stig og verðbólguvandinn meiri en nokkru sinni. Því vill
81. aðalfundur Sambands íslenskra samvinnufélaga leggja
áherslu á eftirfarandi.
Atvinnurekstur samvinnuhreyfingarinnar hefur ekki
frekar en önnur atvinnustarfsemi farið varhluta af þessari
öfugþróun. Fjámagnsmyndun hefur farið hraðminnkandi
og erfiðleikar í rekstri að sama skapi vaxandi.
Samvinnuhreyfingin er mikilvægt afl í íslensku þjóðlífi,
og skiptir því almenning miklu máli hvernig rekstur fyrir-
tækja hennar gengur, ekki síst þegar að þrengir í efna-
hapslífinu.
I stefnuskrá samvinnuhreyfingarinnar segir að rekstur
hennar skuli byggjast á traustum fjárhagslegum og félags-
legum forsendum og miða að aukinni hagkvæmni í
rekstri, enda er heilbrigður rekstur styrkasta stoð hennar
til framfara. í núverandi efnahagserfiðleikum ber að
leggja þunga áherslu á að standa vörð um hagsmuni fé-
lagsmanna, og því verður samvinnuhreyfingin að aðlaga
rekstur sinn breyttum aðstæðum. Á sama hátt sé haldið
uppi kaupmætti eftir því sem þjóðfélagsaðstæður frekast
leyfa, og stuðlað verði að sem mestri markaðshlutdeild
innlendrar framleiðslu.
Innan samvinnuhreyfingarinnar eru þegar hafnar að-
haldsaðgerðir sem aðalfundurinn styður, en leggur jafn-
framt ríka áherslu á að unnið verði áfram að eftirfarandi
stefnu á samræmdan hátt innan hreyfingarinnar:
• Áframhald verði á markvissum aðgerðum sem leiða til
sparnaðar og hagræðingar í rekstri. í því skyni verði
aukin fjárhags- og rekstrarráðgjöf til samvinnufyrir-
tækja.
• Stefnt skal að minnkun fjárbindingar í vörubirgðum og
auknum veltuhraða þeirra.
• Minnka þarf fjárbindingu í útlánum til eflingar lausa-
fjárstöðu og lækkunar fjármagnskostnaðar.
• Mörkuð verði fjárfestingarstefna innan hreyfingarinnar
með hliðsjón af eðlilegri arðsemiskröfu og fjármögn-
unarmöguleikum. Núverandi fjárfestingaráform verði
tekin til endurskoðunar með tilliti til breyttra að-
stæðna.
• Unnið verði að því að efla fjármálastofnanir hreyfing-
arinnar og stuðla þar með að því að gera hana fjár-
hagslega sjálfstæðari.
• Lögð verði áhersla á að auka innbyrðis viðskipti innan
hreyfingarinnar.
• Bæta þarf fjármálastjórn í samvinnuhreyfingunni með
traustri áætlanagerð og rekstrareftirliti, og jafnframt
stuðla að aukinni samræmingu í fjárhagslegum ákvörð-
unum.
• Sérstaklega verði unnið að því að stofnsjóðir félags-
manna, sem voru hornsteinar uppbyggingar samvinnu-
hreyfingarinnar en hafa rýrnað að verðgildi síðustu ára-
tugina, verði verðtryggðir. Leitað verði nýrra leiða til
að auka innstreymi fjár í stofnsjóðina.
• Þótt fjárhagserfiðleikar steðji nú að samvinnufyrirtækj-
um hafa þau áður gengið í gegnum mikla erfiðleika
og staðist þá með samtakamætti sínum.
• Fundurinn skorar á alla félagsmenn og starfsmenn að
snúa bökum saman í aðsteðjandi vanda, tryggja þar
með afkomu sína og láta ekki efnahagsvanda líðandi
stundar hindra nýtingu þeirra miklu möguleika sem
öflugt samvinnustarf býður upp á.
• Fundurinn vill að lokum leggja áherslu á að traustur
atvinnurekstur og efling innlends sparnaðar er grund-
völlur þess að þjóðin geti aukið hagsæld sína og tryggt
atvinnuöryggi. ♦
36