Samvinnan - 01.04.1983, Qupperneq 39

Samvinnan - 01.04.1983, Qupperneq 39
Úr lokaorðum Vals Arnþórssonar stjórnarformanns: Framundan er varnarbarátta Hér á þessum fundi hefur verið gerð ýtarleg grein fyrir viðamiklum rekstri heildarsamtaka sam- vinnumanna á liðnu ári. Okkur er Ijóst, að yfir fjárhagslegum árangri hvílir skuggi óðaverðbólgu og efna- hagslegra áfalla þjóðarbúsins. Við höfum hlýtt á mjög fróðlegt og greinagott erindi Eggerts Á. Sverrissonar um fjárhagsmál samvinnuhreyfingarinnar og krufið þau til mergjar í umræðuhópum og á fundinum sjálfum. Við skynjuni því betur ástæðurnar að baki tapreksturs síðasta árs og sjáum ljóslega þá brýnu þörf, sem er fyrir þær að- haldsaðgerðir, sem eru hafnar og þarf að fylgja eftir með festu og mikilli ákveðni í Sambandinu og í samvinnufél- ögunum, hverju og einu. Pað verður okkar hlutverk, okkar, sem höfum fengið það mikla ábyrgðarhlutverk að sitja þennan fund, að flytja skilning á þörfinni fyrir þessar aðgerðir heim í félögin og þroska þann skilning á þörfinni fyrir þessar aðgerðir þannig að aðgerðirnar megi vera gerðar með fólkinu en ekki í andstöðu við það. Okkur er ljóst, að framundan er varnarbarátta meðan efnahagsþ- rengingarnar ganga yfir. Okkur er jafnframt ljóst, að meðan varnarleikur er spilaður þarf að hyggja að hverju skynsamlegu sóknartækifæri og við samvinnumenn megum því ekki gefa eftir miðju leikvallar efnahagslífsins, þar sem vörn og sókn tengjast saman og hver ný sóknar- lota hefst. Við megum ekki leggja árar í bát. Við verðum að vera minnug þess, að lífið heldur áfram sinn gang, hvað sem líður skini eða skuggum í litrófi efnahagsmál- anna. Við verðum að vera minnug þess mikla hlutverks, sem samvinnuhreyfingin er sett til að gegna fyrir alþýðu manna til sjávar og sveita, ekki síst þegar á bjátar í efna- hagslegu umhverfi. Við verðum að vera minnug þess sér- staka stefnumarks okkar að standa vörð um atvinnuöryggi eftir því sem geta hreyfingarinnar framast leyfir og stefnu- miðs okkar um áframhaldandi atvinnuuppbyggingu til hagsbóta fyrir land og þjóð. Pessi stefnumið leyfa okkur ekki að gefa eftir á miðju leikvallarins, meðan varnarspil- ið fer fram. Þvert á móti verðum við að treysta innviði rekstursins og stæla vöðva hans til nýrra átaka við fyrsta skynsamlegt tækifæri. Arðbær uppbygging, sem fjár- mögnun er tryggð fyrir, er áfram á dagskrá. Nýjar starfs- greinar, sem hafa heilbrigðan grundvöll og geta nýtt orku íslensks hugvits og íslenskra handa, verða áfram að vera á dagskrá til athugunar og framkvæmda, þegar aðstæður leyfa. Tugir þúsunda ungra karla og kvenna koma á vinnu- markað fram til aldamóta og verða að fá skipsrúm á fleyi íslensks efnahags- og atvinnulífs upp á heilan hlut. Sam- vinnuhreyfingin þarf að beita afli sínu til þess að stækka fleyið og fjölga skipsrúmum. Pessu skulum við ekki ,gleyma þótt hitt sé ljóst, að nú er þörf virkra aðhaldsað- gerða og gætilegrar siglingar framhjá boðum og blind- skerjum. Það gagnar ekki að fjölga skipsrúmum á strönd- uðu fleyi, en við ætlum ekki að láta fley okkar stranda. Þess vegna þarf mjög gætna siglingu á næstunni þar til élin ganga yfir og glöggt sér til átta fyrir framtíðar sigl- ingu. Með þetta í huga hverfum við héðan eftir ágætan fund með ýtarlega ályktun í vegarnesti sem áttavita fyrir hina vandasömu siglingu. + 39

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.