Samvinnan - 01.04.1983, Síða 42

Samvinnan - 01.04.1983, Síða 42
Ósýnilegi garðyrkju- maðurinn Hún var leyndardómsfull, því að henni fannst sem hún bæri í raun huliðsblæju á herðum. En þetta var virðulegt hverfi, þar sem húsin voru dýr í rekstri. Karl og kona þurftu bæði að vinna úti til þess að standa skil á afborgun- um . . . 42 garðinum við hliðina á „Caniletho", ef vel væri haldið á spöðunum. í „Evy“ vissu þau sannarlega ekki hvernig átti að klippa rósir og í „Birkilundi“ þekktu þau greinilega ekki mun á skarfakáli og túlípönum. Hér yrði nóg að starfa. Hana klæjaði í sína „grænu“ fingur af ánægju, þegar hún gekk heim í íbúðina sína til að borða og hvíla sig og treina sér gleðina viljandi. Hún hófst þegar handa næsta kvöld, þegar orðið var hálfrokkið og vel það og komið eiturblátt sjónvarpsljós í gluggana. Það leit út fyrir regn, svo að hún fór í stóru, dökkgrænu hempuna sína og hélt á stórum strigapoka, þar sem nýkeypt, glansandi smááhöld glömruðu hvort við annað. Hún var með elstu hanskana sína; þeir voru vatteraðir nema á gómunum; hún ætl- aði að finna fyrir því sem hún gerði. Hún gekk inn í garðinn með fallega, fjórstofna birkitrénu, sem leyfði nætur- vindinum að þjóta gegnum langar, grannar og slútandi greinarnar. „Birki- lundur“ stóð alveg neðst í hinum enda garðsins. Hún gat setið þar í ró og næði og hreinsað túlípanabeðið, þar sem sterklegir sprotar höfðu nú skotið upp kollinum. Hún notaði litla járnklóru. Hún hafði alltaf haldið því fram að konur væru betur fallnar til þess að uppræta illgresi, af því að þær þorðu að krjúpa á hnén, en karlmenn stóðu upp- réttir og hömuðust við þetta með arfa- sköfu eða rófnahaka. Hún hafði haft dálitlar áhyggjur af því að hún sæi ekki almennilega til; það var svo dimmt uppyfir. En þegar maður er kominn út í myrkrið skiptir engu þótt dimmi meir. Það skilja drengir, sem leika fótbolta á kvöldin og elskhuginn, sem fylgir stúlk- unni sinni heim; hún dylst ekki sjónum hans né höndum. Og samt var hún lengur með þetta litla stykki en hún hafði búist við. Það var svo margt, sem seinkaði verkinu; lyktin til dæmis eða padda, sem fór sé svo ofurhægt. Það var unaðslegt að i'inna fyrir túlípanalauk, sem óvart kom upp í Iófann gegnum hanskann. Hún sat andartak með hann og kreisti hann ástúðlega, áður en hún stakk honum aftur í moldina. Otalmargt kom t'ram í hugann, til dæmis eitt barnanna, þegar það var lítið. Eða þegar hún varð leið á brómberjarunnunum og ruddi öllu í burtu, en sá svo eftir því seinna. Ein- kennilegur blær leið gegnum alla garð- ana, eins og hann byði hana hjartan- lega velkomna. Hún sat undir grænu hempunni sinni og reytti og muldi iðin með fingrunum - og hjartað hamaðist í brjósti hennar. Frá barnæsku hafði hún vanist því að verki, sem byrjað var á, skyldi haldið áfram uns lokið væri. Hún var ekki eins og þessir léttúðugu borgarbúar, sem flöktu úr einu í annað. Það sat fast í henni að reyta skyldi illgresið úr endalausum rófnabeðunum; ná skyldi ríkulegri sólberjauppsprettu undir þak og koma henni í sultukrukkur; kljúfa skyldi öll þessi ósköp af brenni í eldinn og flysja ógrynni af aspargus. Auðvitað stundaði hún vinnu sína í verksmiðj- unni af jafnmikilli samviskusemi og áður, en hvert einasta kvöld klæddist hún hempu sinni og fór út í garðana sína. Hún var enn ekki búin með „Birkilund“ og það fór um hana titring- ur, þegar hún gekk framhjá númer átta og sá hnignunina, sem eigandinn reyndi greinilega en með litlum árangri að hamla á móti. Lóðin við hliðina yrði fljótt eins og frumskógur - og „Evy“. En svo hélst hún ekki lengur við síðla kvölds nokkurs eða snemma nætur, þegar hún var búin að reyta allt illgresið úr „Birkilundi". kantskera grasflötina og binda upp hindberjarunn- ana. Þá smeygði hún sér innfyrir og klippti rósirnar, þótt það væri í raun- inni orðið of seint. Það myndi enginn stór skaði verða, ekki þegar hennar hendur áttu í hlut með nýkeypt skærin. Þau áttu hund í „Evy“, og hann vakn- aði nú í körfunni sinni og ætiaði að fara að gelta, skelfing ámáttlega eins og rottuhunda er siður. Það var eins og þeir byrjuðu geltið alveg niður við rófurætur og söl'nuðu orku alla leið gegnum búkinn áður en það geystist út um ginið. En hún sat innan um sól- augun og garðrósirnar og frá henni geislaði traustri sveitamennsku; henni, sem var svo vön að umgangast dýr. Varðhundsgeltið frá þessari skeggjuðu og loðbrýndu skepnu varð því að geispa og endaði í blíðlegu, næstum kelnu andvarpi. Og það rann upp fyrir henni að ætti hún að vinna bug á allri vanrækslunni þarna, mætti hún ekki gefast upp. Hún yrði að vera trú eðli sínu. Hún gæti ekki horft á aðra garða vanhirta og í niðurníðslu meðan garð- urinn í „Birkilundi“ varð fullkominn - að minnsta kosti í hennar augum. Hún var í fyrstu gripin nokkurs kon- ar æði; að hlaupa svona úr einu í annað. En maður getur ekki vanist öllu í þessu lífi, einkum ekki. þegar maður er ekki mjög ungur lengur. Maður get- ur nú heldur ekki liðið alla skapaða hluti: Henni hafði tekist að koma beð- inu með fjölæru plöntunum við „Cani- letho“ í lag með því að l'lytja plönt- urnar til, þannig að þær lægstu væru fremst og þær stærstu aftast, en þegar hún gægðist þangað inn nokkrum nótt- um seinna, hafði verið skipt um allt aftur, hvort sem það var nú Karla, Níels, Lena eða Þormóður, sem það hafði gert. Svona lagað varð ekki

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.