Samvinnan - 01.04.1983, Blaðsíða 43
þolað. Andartak hugsaði hún að þau
mættu fara norður og niður með sinn
garð. En góðmennskan var nú einn af
göllum hennar og þrjóska ein af dyggð-
unum, svo að hún flutti bara allt aftur,
þó að fjölærar plöntur hafi nú ekki
mjög gott af miklu ónæði. Pað var helli-
rigning þessa nótt, hlý og sumarleg,
reglulegt gróðrarveður. Ljós refur gekk
yfir grasflötina svo sem armslengd aftan
við hana og hvarf út um hliöið, sem
hún hafði látið standa opið. Hún sat og
ergði sig yfir lélega jarðveginum þarna.
Litlu grenitrén í horninu, sem áttu að
skyggja á safnhauginn og var plantað
alltof þétt, voru nú með Ijósa, nýja
sprota, en ömurlega fáa og dreifða, allt
öðru vísi en gullingrænu, safamiklu
sprotarnir, sem mynduðu nokkurskonar
hjúp yfir trjánum heima. En þar var
það nú líka þannig að kæmi tengda-
pabbi gamli í heimsókn og stingi stafn-
um sínum dálítið fast í moldina við úti-
dyrnar og dveldi síðan aðeins of lengi
yfir kaffibollanum, hafði stafurinn
skotið rótum og stóð með brestandi
brumum, þegar hann kom aftur út og
ætlaði heim!
Sumarannríkið var hafið. Snemma á
morgnana komu bílalestir með græn-
metishlössin, sem flysja þurfti og undir-
búa fyrir stóru niðursuðukatlana. Hún
mætti í vinnu klukkan sex og vann fram
á kvöld; henni veitti ekki af peningun-
um. Hún hafði keypt sér áhöld, fræ,
lauka og síðustu mánuöina einnig
skrautrunna og göfug ávaxtatré. Hún
skuldaði í garðyrkjuskólanum úti á
Bakkavegi, ekki mjög mikið, en hún
þoldi ekki að skulda. Hún svaf of lítið,
svona tvo tíma áður en hún þorði að
leggja af stað út í garðana sína. Nú
voru bjartar nætur, og hún fékk alltof
lítinn svefn. Ófríðleiki hennar jókst.
Hún varð guggin og fékk dökka bauga
undir augun, líka undir það, sem vant-
aði. Þetta leyndi sér ekki, svo að hún
fór að ganga með sólgleraugu. Vinnu-
flokkurinn hennar skemmti sér við að
látast halda að hörundslitur hennar og
ljósfælni stöfuðu af léttúðarfullu líferni
í eina næturklúbbi bæjarins, sem lokaði
stundvíslega klukkan tólf og hláturrok-
urnar stigu upp í verksmiðjuhvelfing-
una. En þetta snerti hana ekki. Hún
brosti bara leyndardómsfull með þeim
hluta andlitsins, sem gat brosað.
Hún var leyndardómsfull, því að
henni fannst sem hún bæri í raun hul-
iðsblæju á herðum. En þetta var virðu-
legt hverfi, þar sem húsin voru dýr í
rekstri, karl og kona þurftu bæði að
vinna úti til þess að standa skil á af-
borgunum. Þau fóru því fremur
snemma að hátta, um leið og sjónvarp-
ið var búið. Þau voru heldur ekki svo
hrifin af garðvinnu. Þeim var léttir af
því að einhver ósýnilegur annaðist um
fegrun garðsins og lyfti þeim krossi af
þeim. Þau voru líka haldin þeirri hjá-
trúarfullu hræðslu að „nissinn" myndi
hverfa ef honum væri komið að óvör-
um. Þau töluðu ekki einu sinni um
hann, ekki sín á milli, ekki yfir lim-
gerðið. En þau smjöðruðu fyrir honum
með því að setja fyrir hann bjórflösku
eða vindlapakka hvar í hringlaði einn
vindill. Auðvitað varð hún vör við gjaf-
ir þeirra; sjálf hafði hún sett út undir-
skál með mjólk handa broddgeitinum.
en hún snerti ekki við gjöfunum, fyrir-
leit þær. Aftur á móti tók hún toll úr
görðum sínum, þegar jarðarberin
þroskuðust og broddkálið og gulræturn-
ar og alltaf var fallegur blómvöndur á
sófaborðinu hennar; baunagras,
morgunfrúr, rósir.
Þetta var gott hverfi. Aðeins einu
sinni lenti hún í því að fyllibytta kom
slagandi gegnum garðshliðið og upp
stéttina og opnaði dyrnar með lykli.
Hún sat kyrr í dökkgrænu hempunni
sinni. Hann sá hana greinilega og fékk
strax löngun til að stansa og pota í
hana. En fæturnir voru nú einu sinni
komnir í gang og ekki svo auðvelt að
stoppa þá fyrr en teygt var úr þeim í
rúminu. Og svo næsta morgun, þegar
hann reyndi að muna hvað hann hafði
drukkið mikið og hvað hann hafði sagt
við hvern og hvernig hann komst heim,
fannst honum hann muna eftir risa-
stórri, grænni pöddu við gangstíginn,
svo að hann steinþagði og lét sér nægja
pilsner í margar vikur á eftir.
Allur sá fuglasöngur, sem hún heyrði
í morgunsárið! Og svo þessi kynlegu
köll ugluunganna síðast í júlí! Allar þær
regntegundir, sem féllu á hempuna,
hennar! Og þau á númer átta fóru í frí
og höfðu sett miða út handa mjólkur-
póstinum og annan handa henni um að
muna að slá blettinn og vökva, ef þurrk-
ar kæmu. Þau höfðu meira að segja
verið svo hugulsöm að stilla garðsláttu-
vélinni upp við þetta asnalega apparat,
sem ýrði úr sér kranavatni um leið og
það snerist í hring.
Henni gramdist að fólk skyldi eyða
vatni á gras. Því varð sko ekki meint af
að þorna og næði sér fljótt aftur. Og
hún var ekki að hugsa um bæjarvatnið,
heldur brunninn heima. Þegar hann
þornaði þurftu þau að ganga marga
kílómetra með mjólkurbrúsa og fötur,
bara til að sækja vatn til nauðþurfta.
Og svo fyllist hún heilagri reiði yfir því
að þeim skyldi detta í hug að gefa fyrir-
skipanir. Þau höfðu misskilið nokkuð,
sem hún kunni ekki eða þorði ekki að
tjá með orðum, nokkuð, sem skipti
miklu máli. Og svo var það allra
versta: Garðurinn sjálfur var henni
ekki vinveittur lengur; núna gat hún vel
verið án hans. Þetta var eins og þegar
hún fór í frí til frænku sinnar á Jót-
landi, já, var boðið, en strax fyrsta
kvöldið var hún látin þvo upp og ekki
bara eftir kvöldmatinn heldur bollana,
sem drukkið hafði verið úr um morgun-
inn, mörgum tímum áður en hún kom.
Hún venti því sínu kvæði í kross og
steinhætti við númer átta.
Þetta var hinn óttalegi mánuöur,
þegar allir garðar eru að springa af
grósku, hvort sem jarðvegur er góður
eða ekki. Það er sem garðarnir vilji
sýna hver sé húsbóndinn og hver þræll-
inn og brjóta af sér þá hlekki, sem ill-
gresisreytarinn og klipparinn hefur
fjötrað þá með allt sumarið. Gróskan
vellur fram; illgresið, sem maður reytir
upp eitt kvöldið, sprettur margfalt eins
og ekkert hafi í skorist næsta dag. Og
grænmeti, sem borða á, fer að blómstra
og framleiða fræ, því að enginn maður
torgar svona miklu. Inni í „Caniletho"
áttu þau góða, gamla Borgundarhólms-
klukku. Hún heyrði sveitalega, rólega
pendúltifið út gegnum þunna veggina
og stundaslögin voru svo djúp, þung og
yfirveguð að hún treysti þeim. Án þess
að gefa nokkuð til kynna, skiptu þau á
þessari klukku og þeirri snarvitlaus-
ustu, sem hún hafði nokkurntíma heyrt
í; mjóróma, gjallandi átta slög bárust
út til hennar, þar sem hún sat og var
næstum viss um að nú væri miðnætti og
hálftíma seinna sló hún eitt. Þessi
klukka gerði hana svo taugaveiklaða
alla nóttina - með sex slögum, þegar
dverghaninn í bakhúsi eftirlaunamanns-
ins var að enda við að gala og gefa til
kynna að klukkan væri þrjú, - hún
varð svo rugluð af þessu að hún gerði
ekkert almennilegt. Mest af orkunni fór
að geta sér til um hvað þessi geðveikis-
lega klukka myndi slá næst. Hún reytti
upp vitlausar plöntur, gerði stöðugf vit-
leysur, þegar hún klippti af jarðarberja-
afleggjara til næsta árs. Hún varð svo
taugaóstyrk að segja mátti að hún væri
með hjartað í buxunum. Þegar við gef-
umst upp og vörpum af okkur sjálf-
völdu oki, skellum við skuldinni á
ólíklegustu hluti: Hér var það saklaus
skipsklukka, sem venju sinni sam-
kvæmt sló glas. Klukkan fjögur, þegar
klukkan sló átta, henti hún frá sér
áhöldunum, sem hún hélt á með mold-
ugum hönskum, pakkaði glamrandi tól-
um saman og yfirgaf garðinn við *,Cani-
letho“ í þeirri fullvissu, að þangað stigi
hún aldrei framar fæti sínum.
En dropann, sem fyllti mælinn, létu
hinir vesælu íbúar í „Birki!undi“ falla.
Þau réðu ekki lengur við að eiga ein-
býlishús og auglýstu það til sölu í hverf-
issneplinuni og hún sá auglýsinguna.
Maður komst ekki hjá því að reka aug-
un í hana, því að undir ýkjukenndri lýs-
43