Samvinnan - 01.08.1984, Blaðsíða 7
Enginn skuli hagnast á kostnað annarra
ameinaðir stöndum vér- sundraðir föllum vér.
Þessi fleygu orð eiga sannarlega vel við nú, þegar
loksins eru á enda langar og strangar kaupdeilur -
°9 Samvinnan kemur út seint og um síðir.
Nýliðnum verkföllum hafa fylgt einhver hörðustu átök í
Pjóðfélaginu um langt skeið - sundrung og illdeildur, sem
ra9a kunna dilk á eftir sér.
Það hlýtur að vera umhugsunarefni stjórnvalda, hvort
arangursrík barátta gegn verðbólgu er réttlætanleg, ef
^irihluti þjóðarinnar er ósáttur við, hvernig að henni hefur
Verið staðið.
Urn jafn róttæka stefnu og fylgt hefur verið að undan-
0rnu þarf þjóðarsátt, ef vel á að fara, og þess þarf að gæta
Vandlega, að fyllsta réttlætis sé gætt, svo að enginn geti
a9nast á kostnað annarra.
Piið síðastnefnda er einmitt einn af hornsteinunum í
stefnuskrá samvinnumanna, eins og fram kemur í prýði-
e9ri grein Jóns Kristjánssonar í þessu hefti Samvinnunn-
ar. en þar segir orðrétt:
..Lífsviðhorf samvinnumanna felur það í sér, að enginn
Kuli hagnast á annarra kostnað. Athafnasemi einsta^linga
ei9i að skapa þann farveg, að allir hafi jafna möguleika, en
aa sterkasti ráði ekki ferðinni samkvæmt lögmálum
rurT>skógarins.
Frelsi er fallegt orð, og frelsishugsjónir eru töfrandi. Hins
Ve9ar hefur ekkert hugtak verið jafn mistúlkað og rangsnú-
eins og frelsishugtakið nú í seinni tíð. Hvert er frelsi þess
6|nstaklings, sem alinn er upp í fátækrahverfi í stórborgum
autírrians? Hverjir eru möguleikar hans til samanburðar
10 þann sem alinn er upp í auðmannahverfum sömu
0r9ar, meðal fólks sem tekið hefur til sín bróðurpartinn af
uðasfum viðkomandi lands og lifir á þeim? Samvinnu-
efnan er andstæð slíku misrétti. Misskipting auðsins á
ekkert skylt við frelsi."
Hugleiðingar Jóns um frelsið eru vissulega orð í tíma
0 uð, því að í skjóli þess hafa öfgafullar skoðanir fengið
yr undir vængi - og notið stuðnings útbreiddra málgagna
°9 áhrifamanna á vettvangi stjórnmálanna.
Pandbúnaðarmálin hafa verið þar efst á blaði, og svo oft
efur óvildaráróðurinn verið endurtekinn í seinni tíð, að
Jafnvel þeir sem aðhyllast félagshyggju hafa látið blindast
af honum.
Jón Kristjánsson víkur einmitt að þessu í grein sinni og
segir m. a.:
„Svo að talað sé hreint út um þessi mál veldur afstaða
Alþýðuflokksins í þessu efni áhyggjum. Sá flokkur stóð að
hinni merku löggjöf um mjólkursölumálin á sínum tíma,
enda felur sölu- og dreifingarkerfi landbúnaðarvara í sér
lífsviðhorf jafnaðarmanna. Því verður þess vegna ekki
trúað, að þeir sem aðhyllast slíkt lífsviðhorf hvar í flokki
sem þeir annars standa, séu ekki reiðubúnir að lagfæra
agnúa þess kerfis sem í gildi er og sníða það að kröfum
tímans, án þess að kasta því fyrir róða og leiða óheft
markaðsöflin til vegs í landbúnaðinum.
Það er brýnt fyrir félagshyggjumenn að ganga að því
verkefni að skapa sátt í þessum málum. í samvinnu-
hreyfingunni er sameiginlegur vettvangur neytenda og
framleiðenda. í samvinnuhreyfingunni starfarfólk úröllum
stjórnmálaflokkum. Hún er því kjörinn vettvangur til þess
að ræða þessi mál og skapa í þeim sátt og fylkja þeim sem
aðhyllast samvinnu, jafnaðarstefnu og félagshyggju til
varnar fyrir kerfi í þessum málum, sem felur í sér réttlæti
fyrir framleiðendur og neytendur í þéttbýli. Þessir þjóðfél-
agshópar þurfa á hvor öðrum að halda.“
Samvinnumenn hljóta að fagna því, að orrahríð verkfalla
og öngþveitis skuli loksins vera lokið - og láta í Ijósi þá
von, að góður árangur í stríðinu við verðbólguna spillist
sem minnstog baráttan gegn þessum miklavágesti helgist
í framtíðinni af réttlæti og jöfnuði.
„í víðtækri merkingu er samvinnuhugsjónin eins konar
siðgæðishugsjón," sagði Erlendur Einarsson í afmælisvið-
tali við Samvinnuna 1982. Síðan minntist hann örfáum
orðum á þá mannkosti, sem hann taldi að prýða ættu
sannan samvinnumann og sagði þá m. a.:
„Hann þarf að vera hlynntur samstarfi, en andvígur
sundrungu; þarf að trúa því af einlægni, að samvinna
manna á milli sé farsælli til að hrinda málum í framkvæmd
en stríðandi öfl og innbyrðis sundurlyndi, þar sem hver og
einn otar sínum tota. Hann á jafnan að leita friðsamlegra
lausna á rnálurn."
Þessara orða er hollt að minnast einmitt nú.
G.Gr.
7