Samvinnan - 01.08.1984, Blaðsíða 31

Samvinnan - 01.08.1984, Blaðsíða 31
 Samvinnufélögin greiða sömu skatta og önnur félög á Islandi Að undanförnu hefur mikil um- ræða farið fram um hin svo- kölluðu skattfríðindi sam- vinnufélaga, og þrátt fyrir marg ítrek- uð svör er þessum áróðri enn haldið á lofti. Sannleikurinn er sá, að mismun- ur á sköttum hinna einstöku félags- forma er enginn. Að minnsta kosti hefur engum enn tekist að sýna fram á með haldgóðum rökum að sam- vinnufélög greiði lægri skatta en hluta- félög. Samvinnu- og hlutafélög greiða sama aðstöðugjald, sömu fasteigna- skatta og skattstigar félagsformanna eru þeir sömu. Þar sem eitthvað ber á milli er í tekjuskatti, en það stafar af því að félögin eru öðruvísi uppbyggð. Samvinnufélögin hafa heimild til að teggja í stofnsjóð félagsmanna sinna 2/3 af tekjuafgangi áður en tekjuskatt- ur er reiknaður. í mjög fáum tilfellum hafa sam- vinnufélögin nýtt sér þessa heimild, en í staðinn greitt hagnaðinn út í formi afsláttarkorta og lægra vöruverðs. Samkvæmt uppgjöri kaupfélaganna fyrir árið 1982 námu innstæður á stofnsjóði félagsmanna aðeins um 1% af heildareign, eða innan við 30 millj- ónir króna eftir 100 ára starf. Þessi tala sýnir svo ekki verður um villst hversu sáralítil þessi úthlutun er í rekstri félaganna, þó hún sé eina ástæðan fyrir þeim gífurlega áróðri sem rekinn hefur verið að undan- förnu. Á móti þessu ákvæði um stofn- sjóð félagsmanna hjá samvinnufélög- um kemur ívilnun til hlutafélaga um arðgreiðslur og úthlutun jöfnunar- hlutabréfa til eigenda hlutabréfa. Það er sjálfsögð sanngirniskrafa að jafnræði ríki í skattgreiðslum hinna ýmsu félagsforma. Af framansögðu má álykta að þrátt fyrir heimild sam- vinnufélaga til að leggja í stofnsjóð félagsmanna njóti hlutafélögin ekki síðri heimilda í gegnum jöfnunar- hlutabréf og arðgreiðslur eins og áður sagði. Það er því ljóst að allt tal um skattfríðindi samvinnufélaga er ekki á rökum reist og aðeins til þess fallið að gera samvinnufélögin, sem þó eru eign tugþúsunda íslendinga, tortryggi- leg. ♦ Eftir Gunnar Sveinsson kaupfé- lagsstjóra næði að tala saman um hin daglegu störf. Snögglega eins og hleypt hefði verið af skoti hófst skarkali í kjallaran- Um undír skrifstofunni og gólfið titraði sern í snörpum jarðskjálfta. Okkur ra ónotalega við þessi læti, áttum Peirra síst von og vissum ógerla hvað valda mundi. Þessi ólæti stóðu þó a eins skamma stund. Er þeim var iokið kom Haukur Jónsson inn í s nfstofuna krímóttur af ösku og sóti. ” g gaf víst miðstöðvarkatlinum helst o stóran skammt af gúmmíflibbum, vo eða þrjú dúsin. Ég hélt að ketillinn oo h * sPrmga- Eldhólfið opnaðist °g hann spýtti logandi gumsinu fram á g° , og ég mátti hafa mig allan við að m°ka eldinum aftur inn í ketilinn svo 3 .,ekki kviknaði í gólfinu.“ Eftir a vikum var þarna víst vel sloppið. cttir þetta gaf Haukur katlinum inn gummíflibba í smáskömmtum. Áður ~n,1*1 næstu vörutalningar kom voru ibbarnir breyttir í ösku og reyk, og Urfu af vöruleifaskránni. Margra spaugilegra atvika minnist ég frá þessum fyrstu árum mínum í kaupfélaginu, þótt fátt verði hér talið. Ég var ekki búinn að vera nema fáa daga í búðinni, þegar mig henti slys, ekki stórvægilegt en þó svo að ég minnist þess enn. Ég var að afgreiða einhvern viðskiptamann, sem ég man nú ekki hver var. Meðal annars sem ég þurfti að vigta var kartöflumjöl í bréfpoka. Eitthvað skjátlaðist mér í því að velja hæfilega stærð af poka undir það magn, sem um var beðið. Pokinn varð því svo fullur að ég gat ekki brotið yfir hann. Hugðist ég reyna að þjappa innihaldi pokans saman með því að slá botni hans ofan á búðarborðið. Gaus þá upp strókur af mjölinu og sprautaðist framan í einn búðarstöðumanninn framan við borðið. Blá treyjan hans var hvít- skellótt og eitthvað mun hafa lent á andliti hans. Sá sem hlaut þessa skreytingu á jakka og ásjónu var Geiri í Ásgarði. í stað þess að reiðast og húðskamma mig, sem eðlilegt hefði verið, hló Geiri góðmótlega og dustaði jakka sinn. Ég skammaðist mín og blóðroðnaði eins og ung stúlka. Senni- lega hefur Geiri gleymt þessu atviki, en mér fellur það ekki úr minni. Og sannast að segja hefur mér alltaf þótt dálítið vænt um Geira vegna þess hvað hann tók létt á þessum klaufa- skap mínum. • Vinsælir vanilludropar Pað er liðið að hausti fyrsta sumarið mitt í Söludeild. Bændurnir eru farnir að koma með einn og einn geldær- skrokk, sem við seljum fyrir þá; hlutum kjötið niður með exi eða sög á búðarborðinu eftir ósk kaupenda. Rabbarbari, kartöflur og rófur eru nú einnig orðin söluvara hjá okkur. Það er árla dags. Ég er að príla uppi á búðarborðinu til að ná í næturgagn fyrir viðskiptamann. Inn í búðina vindur sér snyrtilegur bóndi og segir: 31

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.