Samvinnan - 01.08.1984, Blaðsíða 36

Samvinnan - 01.08.1984, Blaðsíða 36
Vorið sem hann fór Smásaga eftir Magneu J. Matthías- dóttur að var vorið sem hann fór. Ég sat eftir hálf í hálfri íbúð og svaraði samúðarfullum eða ill- kvittnum vinum út í hött. Enginn þeirra virtist skilja að ég bjó ekki yfir djúpum harmi eða bræði, enginn virt- ist skilja að mig skyldi ekki langa að halda langar ræður um galla hans eða skapgerðarbresti. Sömu setningarnar dundu á eyrum mínum sí og æ: „Ég vissi að það myndi enda svona“, „Ég kunni aldrei vel við hann“, „Þú ert heppin að losna við hann“, „Það eru fleiri fiskar í sjónum“. Endalausar, ótrúlega keimlíkar ræður einsog bilað- ar grammófónplötur. Verstir voru þó þeir, sem læddust á tánum einsog einhver væri látinn og töluðu undir rós, dauðhræddir við að ýfa upp sár sem engin voru. Við þá var ég þvinguð, hátíðleg eða óeðlilega kát og hafði andstyggð á þeim og mér fyrir vikið. Vorið sem hann fór eyddi ég löngum stundum á diskótekum og börum. Ég tók að þekkja eiginleika mína drukk- innar - stundum var ég skriðdrekinn sem engu eirir og ryður upp því sem á leið hans verður, stundum trúðurinn með rjóðar kinnar og undarleg uppá- tæki, stundum hlédræg og hljóð og blandaði sem minnst geði við aðra. Yfirleitt var þó kæruleysið ríkjandi eiginleiki minn og látið ráðast hvað verða vildi. - Ég kynntist alls kyns fólki, fólki sem ég hafði ekki ímyndað mér áður að væri til - fólki sem hafði tapaði í lífinu eða var ekki enn búið að sigra, fólki sem hafði aldrei langað til að sigra, fólki sem átti drauma eða enga drauma, glöðu fólki, döpru fólki, drukknu fólki, fólki sem var eitt, fólki sem var margt. Heilsaði mörgum, rabbaði við fleiri, þekkti engan. Dans- aði ölvuð undir bláum og grænum og rauðum ljósum diskóteksins, á mar- maragólfi, á speglagólfi, á ljósagólfi, inní þvögu, ein, tvö. Hlustaði á harm- sögur og reynslusögur og gamansögur, sagði aðrar, eignaðist trúnaðarvini sem ég sá svo aldrei framar. Fékk hollráð sem ekki hvarflaði að mér að breyta eftir, gaf önnur sem eflaust hefur ekki heldur verið tekið mark á. Það vor. að var vorið sem hann fór. Vorið þegar heimurinn stóð á öndinni, þegar náttúran virtist gengin af göflunum, þegar himinninn var óeðlilega blár. Vorið þegar fíflarn- ir sprungu út í maíbyrjun og gras- laukurinn var sprottinn um miðjan mánuð. Hyldjúp nóttin speglaðist í letilega lygnri Tjörn og rafljós húsa og götuvita minntu mig á álfa og ævintýri bernsku minnar, á framtíðarskáldsög- ur táningsáranna, á allt sem ég var að hætta að gera og segja og hugsa. Vöktu með mér angurværð, sem um- vafði mig einsog elskhugi á kaldri vetrarnótt. Það var vorið sem hann fór. Mér leið einkennilega. Stundum hélt ég að ég vissi hvernig fanga liði, sem allt í einu væri sleppt lausum úr klefa sem hann hafði sætt sig við að hírast í til æviloka. Frjáls en þó einkennilega tóm að innan, einsog allt væri á bak og burt sem gerði mig að mér. Dofin. Eða einsog mávur á sveimi í gagnsæjum blámanum milli himins og hafs, í lausu lofti með enga fótfestu og þó víðáttuna alla að velja úr. Ég skildi ekki að hann væri farinn, skildi ekki mig, skildi ekki heiminn. Æddi öfganna á milli, ýmist lokaði mig inni og einangraði mig eða fór of víða, drakk of mikið, svaf hjá of mörgum - vaknaði á ókunnugum stöðum og laumaðist út í birtingu svo enginn sæi til mín, bretti upp kragann og þóttist ekki vera til, ef ég mætti verkamanni eða skólakrakka á leið- inni heim til mín. Stundum sat ég í strætó í spariklæðum, umkringd fólki á leið til vinnu. Ég reyndi að láta sem ekkert væri en vissi að mér tókst illa upp - vissi að allir sem sáu til mín sáu líka í gegnum mig og gerðu sér hugmyndir um hvað ég hefði verið að aðhafast. Og þó skammaðist ég mín ekki. 36

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.