Samvinnan - 01.08.1984, Blaðsíða 41
Jón Kristjánsson skrifar um samvinnumál:
Samhjálp tryggir grundvöllinn
í atvinnulífí og byggð um land allt
Sterkur fór um veg
þá var steini þungum
lokuð leið fyrir
ráð at - hann kunni
þótt ríkur sé
og hefðu þrír um þokað.
essar ljóðlínur Jónasar Hall-
grímssonar túlka með einföldum
og auðskildum hætti forn sann-
'ndi. Samvinnumenn hafa það lífsvið-
horf að saman sé hægt að ryðja
°rautina til betra lífs, og velta úr vegi
hindrunum sem einstaklingnum er um
^gn að hrófla við, jafnvel þótt hann
sterkur, vel af guði gerður og
voldugur.
Lífsviðhorf samvinnumanna felur
Það í sér að enginn skuli hagnast á
ar*narra kostnað. Athafnasemi ein-
staklinga eigi að skapa þann farveg að
a *r hafi jafna möguleika, en sá sterk-
asti ráði ekki ferðinni samkvæmt lög-
um frumskógarins.
Frelsi er fallegt orð, og frelsishug-
sjónir eru töfrandi. Hinsvegar hefur
ekkert hugtak verið jafn mistúlkað og
rangsnúið eins og frelsishugtakið nú í
Lífsviðhorf
samvinnumanna felur
það í sér, að enginn
skuli hagnast á
kostnað annarra - og
sá sterkasti ráði ekki
ferðinni samkvæmt
lögmáli frumskógarins.
seinni tíð. Hvert er frelsi þess einstakl-
ings sem alinn er upp í fátækrahverfi í
stórborgum nútímans? Hverjir eru
möguleikar hans til samanburðar við
þann sem alinn er upp í auðmanna-
hverfum sömu borgar, meðal fólks
sem hefur tekið til sín bróðurpartinn
af auðæfum viðkomandi lands, og lifir
á þeim? Samvinnustefnan er andstæð
slíku misrétti. Misskipting auðsins á
ekkert skylt við frelsi.
• Hinir þungu steinar
íslenskir samvinnumenn hafa rutt
þungum steinum úr braut þjóðarinnar
til bættra lífskjara. Ég vil nefna tvö
dæmi:
Samvinnumenn áttu drýgstan þátt í
því að koma verslun landsmanna í
hendur innlendra manna. Þeir skópu
versluninni það skipulag að hún var í
hendi fólksins í landinu, og jók því
þrek og þor til frekari átaka í sjálf-
stæðisbaráttunni. Starf frumherjanna
í kaupfélögunum verður seint full-
þakkað af þeim kynslóðum sem njóta
ávaxtanna af því. Þeir háðu harða
baráttu við erlent vald á erfiðum
tímum.
Hálfri öld eftir að fyrsta kaupfélagið
var stofnað árið 1882 voru í uppsigl-
ingu meiri þjóðfélagsbreytingar en
nokkru sinni síðan land byggðist.
Bændaþjóðfélagið sem íslensk sam-
vinnuhreyfing spratt upp úr var að
breytast í þjóðfélag neytenda. Þéttbýli
myndaðist við sjávarsíðuna með vax-
andi útgerð og fiskvinnslu. Þar með
riðlaðist hin gamla verkaskipting í
þjóðfélaginu. Sveitafólkið sem áður
bjó að mestu að sinni framleiðslu og
vinnu, fór að framleiða landbúnaðar-
vörur fyrir vaxandi markað í þéttbýli.
í fyrstu var þessi sala landbúnaðar-
afurða lítt skipulögð og tryggði fram-
leiðendum ekki réttlátt verð né neyt-
endum góða vöru eða ódýra þegar til
lengri tíma var litið. Ójafnaðurinn var
alls ráðandi og þeir sem bjuggu næst
markaðssvæðunum í mesta þéttbýlinu
nutu bestu kjara en aðrir bjuggu við
lakari hlut.
Þarna komu úrræði samvinnu-
manna að góðu haldi.
Árið 1934 kom ríkisstjórn Her-
manns Jónassonar í gegn löggjöf um
mjólkursölu. Að stjórninni stóðu
Framsóknarflokkur og Alþýðuflokk-
ur. Eftir harðvítugar deilur voru þessi
lög samþykkt. Þau mörkuðu tímamót
og lögðu grundvöll að nýtískulegum
vinnslustöðvum í mjólkuriðnaði sem
starfandi eru. Þar er framleitt mikið
úrval af gæðavörum sem síðan eru
seldar neytendum. Gæði og úrval
mjólkurvara er viðurkennt af öllum
sem vilja fjalla um þessi mál af
sanngirni. Á þessum grunni er hægt að
byggja á enn meiri sókn í því að bjóða
enn fjölbreyttara vöruframboð í sam-
ræmi við kröfur tímans.
Vinnslustöðvarnar í mjólkuriðnaði
hefðu aldrei risið án heildar skipulags,
hvorki nýju mjólkursamlögin, Osta-
og smjörsalan eða Mjólkursamsalan,
en þessi fyrirtæki eru öll þekkt fyrir
mikið úrval af gæðavörum.
Vinnslustöðvarnar í
mjólkuriðnaði hefðu
aldrei risið án
heildarskipulags,
hvorki nýju
mjólkursamlögin, Osta-
og smjörsalan eða
Mjólkursamsalan.
41