Samvinnan - 01.08.1984, Side 27

Samvinnan - 01.08.1984, Side 27
Starfsmenn KÞ árið 1928. Fremri röð: Pétur Sigfússon, Sigurður Bjarklind, Benedikt Jónsson fra Auðnum. Aftari röð: Hjalti Illugason, Guðmundur Guðjónsson, Birgir Steingrímsson, Jón Flóventsson, Þonr Fnðgeirsson, Steingrímur Hallgrímsson, Friðþjófur Pálsson, Sigurður Gunnlaugsson og Sigurður Knstjansson. ® Búðin var einskonar klúbbur Af Friðþjófi hef ég það helst að segja, aö hann var ætíð frá okkar fyrstu ynnum hið ljúfasta prúðmenni, sem eg hef þekkt. Og víst leiðbeindi hann mer um margt fyrstu starfsdaga mína 1 búðinni. Friðþjófur var lista skrifari °g nótur sem hann skrifaði voru nanast listaverk. . Og reynsludagar mínir í nýja starf- án þess að nokkuð bæri út af. g gerði mitt besta og ég fann að augu usbónda míns, Péturs Sigfússonar, ylgdust með mér. Að nokkrum tíma 1 num tjáði hann mér að sér virtist vel °rfa með störf mín. Það gladdi mig d sjálfsögðu, og ég mat Pétur alltaf m,kils. Hann var að mínum dómi raustur maður, sem gekk að hverju l ar^ með einbeitni og festu. Mér var ann ætíð góður, og ég tel hann hafa 'er'ð einn af mínum bestu vinum. Ég saknaði hans mikið, þegar hann hvarf rra stórfum hjá kaupfélaginu. Pó allt gengi óhappalaust að kalla >'nr mér í nýja starfinu voru fyrstu agarnir mér miklir kvalardagar. Ég Pjáðist af svæsnum höfuðverk eins og 0 t hafði verið á undangengnum van- heilsuárum. Fyrstu vikuna var hann svo slæmur að mér flaug í hug að ég yrði að hætta í vistinni. En ég harkaði af mér og svo fór að vist mín hjá kaupfélaginu entist í 45 ár, við búðar og skrifstofustörf til ársins 1935, en síðan sem gjaldkeri til ársins 1973. Pegar ég kom fyrst til starfa hjá Kaupfélagi Þingeyinga voru starfs- menn Söludeildar, en svo var búðin ævinlega kölluð, Pétur Sigfússon sölu- stjóri, Friðþjófur Pálsson, sem vann jöfnum höndum við afgreiðslu og skrifstofustörf, og Sigurður Gunn- laugsson frá Siglufirði, kallaður Sigurður þriðji af Húsvíkingum, en hann var þá að hætta störfum hjá keupfélaginu eftir skamma vist og hverfa til síns heima. (Sigurður 1. og 2. voru þeir Sigurður Bjarklind og Sigurður gamli Kristjánsson í Stein- holti, þó ekki nefndir svo í tali manna). í stað Sigurðar þriðja var ég nú ráðinn. Aðrir starfsmenn Kaupfé- lags Þingeyinga voru: Sigurður Bjarklind, kaupfélagsstjóri, Birgir Steingrímsson og Benedikt frá Auðn- um, allir starfandi á aðalskrifstofum kaupfélagsins. í pakkhúsi réði Stein- grímur Hallgrímsson í Túnsbergi ríkjum; þar afgreiddi hann pöntunar- vörur til félagsmanna. Steingrímur var afburða starfsmaður; verkin léku í hendi hans, hann var ágætur skrifari og stálpenninn dansaði á pappírunum, þegar hann skrifaði úttekt viðskipta- mannanna í kladdann sinn. Hann gaf ekki nótur en afritaði reikningana úr kladdanum tvisvar til þrisvar sinnum á ári og sendi viðskiptamönnunum. Jón Flóventsson annaðist skipaafgreiðslu og hafði á hendi kolaafgreiðslu ásamt fleiru. Guðmundur Guðjónsson og Hjalti Ulugason unnu við kembivélar kaupfélagsins yfir vetrartímann. Árið eftir að ég byrjaði að vinna í Söludeild réðist þangað Haukur Jónsson, dóttursonur Benedikts frá Auðnum. Hann var hið mesta prúð- menni og rækti starf sitt ágætlega. Hann tók við timburafgreiðslu og glerskurði af Sigurði gamla í Stein- holti. Skömmu síðar réðist ung og lífsglöð stúlka til afgreiðslu í búðinni, fyrsti kvenmaðurinn sem starfaði hjá kaupfélaginu, það var Birna Stein- grímsdóttir frá Sandhólum; hún rækti störf sín vel. Ég held að allur karlpen- 27

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.