Samvinnan - 01.08.1984, Blaðsíða 26

Samvinnan - 01.08.1984, Blaðsíða 26
Þórir Friðgeirsson: Fyrstu ár mín í Kaupfélagi Þingeyinga Málverk af elstu verslunarhúsum KÞ á Húsavík. Þarna var ég þá kominn þennan aprílmorgun og fannst líkt á komið fyrir mér og þorski á þurru landi. Laugardaginn 28. apríl 1928 gekk ég inn í Söludeild Kaupfélags Þingeyinga. Allt kom mér þar kunnuglega fyrir sjónir því þar hafði ég oft verslað. Nú sé ég í huganum búðarborðið, rauðmálaða hálffer- hyrninginn, púltið bak við grindurnar á vinstri hönd, þegar inn var komið, vogina og kvarðann á búðarborðinu til hægri handar. Stóru skúffurnar, sem dregnar voru á einskonar járn- sporum fram á gólfið og höfðu að geyma kornvörur, kaffibaunir og fleira, litlu skúffurnar þar sem rúsínur, sveskjur, kandís og fleira góðgæti var varðveitt. Vefnaðarvörustrangana í hillunum gegnt dyrunum, og járn og blikkvarning, sem hengdur var í kipp- um neðan í bitann undir miðju loftinu. Þar gat að líta katla, könnur, nætur- gögn, ístöð, beislisstengur og margt fleira. Enda þótt ég hefði oft séð þetta áður, leit ég það nokkuð öðrum augum nú, því hér innan við búðar- borðið átti ég að hefja störf. Satt að segja var mér um og ó. Ég hafði aldrei komið nálægt slíkum verkum og vel ljós sú vankunnátta, sem ég hlaut að sýna meðan ég væri að kynnast starf- inu. Búðin var níu og hálfur sinnum átta metrar að flatarmáli og mjög var þar hátt undir loft. Á suðurhlið búðarinn- ar voru tveir stórir járngluggar með 63 smá rúðum hvor. Töluvert pláss var fyrir framan búðarborðið, en innan við það var ekki nema þægilegur gangur fyrir afgreiðslufólkið. Vörugeymsla (lager) var í átta herbergjum á lofti, háalofti og í kjallara búðarinnar, og á lofti yfir Jaðri, elsta húsi kaupfélags- ins. í söludeild var auk þess sem áður er talið verslað með bögglasmjör og arðávexti og kjöt síðari hluta sumars. þessari búð og litlu pakkhúsi fór fram öll verslun kaupfélagsins. Nú verslar það í 9 búðum á Húsavík og 3 útibúum fram í sveitum. • Erfiðir reynsludagar Þarna var ég þá kominn þennan aprílmorgun og fannst líkt á komið fyrir mér og þorski á þurru landi. Ég kunni bókstaflega ekkert fyrir mér til þeirra starfa sem ég var ráðinn til, ekki einu sinni að skrifa nótu. Ég hlaut því að treysta á tilsögn og góðvilja þeirra, sem þarna voru heimavanir. Þegar ég iít til baka til þessara fyrstu daga minna í búðinni undrast ég hvað litla tilsögn ég fékk. Drýgstur mér í því efni var Sigurður Kristjánsson frá Steinholti, og er ég honum alla daga þakklátur fyrir það . Raunar flaug mér stundum í hug, að mákse gerði hann þetta af ótta við að ég gerði einhverjar stórvitleysur, sem sköðuðu verslunina, en hag hennar bar hann mjög fyrir brjósti. Sigurður annaðist timbursölu og glerskurð. Ég held að aldrei hafi orðið rýrnun á þeim vörum í höndum hans. í búðinni vann Sigurður öllum stundum, þegar ekki kallaði glerskurður eða timburaf- greiðsla. Það fann ég að honum var illa við að ég væri nokkurn tíma einn í búðinni. Einu sinni kom Sigurður ofan af skrifstofu að mér einum af- greiðslumanni í búðinni. Þar var þá lítið um að vera svo naumast þurfti að óttast að nokkuð færi úrskeiðis. Segir þá gamli maðurinn við mig í lægri nótum: „Aldeilis er ég hissa á honum Friðþjófi. Hann situr uppi á skrifstofu og fægir á sér neglurnar, og lætur þig vera einan hér í búðinni.“ 26

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.