Samvinnan - 01.08.1984, Blaðsíða 28

Samvinnan - 01.08.1984, Blaðsíða 28
Fyrstu ár mín í Kaupfélagi Þingeyinga ingurinn hafi verið svolítið skotinn í Birnu; hún var svo kát og falleg og hló svo skemmtilega. Um svipað leyti bættist Sigfús Jóelsson frá Syðstabæ í Húsavík í afgreiðslumannahópinn. Sigfús var góður starfsmaður og hinn besti drengur. Dálítið var hann rauður og sýndi viðleitni til þess að lita mig, en ekki hafði liann þar erindi sem erfiði; ég tók ekki lit. Birna og Sigfús giftust síðar og bjuggu langan tíma á Reyðarfirði, þar sem hann var skóla- stjóri. Allt þetta fólk voru prýðilegir starfs- félagar og minnist ég ætíð samvinn- unnar við það með óblandinni ánægju. Búðin var opnuð klukkan níu á morgnana og lokað var henni klukkan sjö. Oft kom fyrir að sveitamenn leituðu eftir því að fá afgreiðslu á sunnudögum og eftir lokunartíma, og minnist ég þess ekki að slíku væri nokkru sinni neitað. All mikið bar á því að Húsvíkingar slæddust inn í búðina án þess að versla. Þótti þeim gott húsaskjólið og mátti segja að þarna myndaðist eins konar klúbbur. Þar ræddu þeir um útgerðina í bænum og önnur bæjar- mál, um hagi nágrannans og helstu slúðursögur, sem á gangi voru. Hefði verið gaman að eiga nú á segulbandi ýmislegt, sem þar bar á góma, og oft höfðum við skemmtun af þeim spak- vitringaræðum, sem þarna voru fluttar. Þarna létu karlarnir líka oft fjúka í hendingum. # Laun okkar voru lækkuð Öll úttekt viðskiptamanna var færð í reikninga. Nótur voru skrifaðar í búð- inni, sem gengu síðan upp á skrifstof- una og voru þar endurskoðaðar. Það var kallað að „revidera“; minna en latína dugði ekki um það starf. Nót- urnar voru síðan færðar inn í höf- uðbækur, fjandans mikla doðranta, þar sem einhver listaskrifari hafði ritað nöfn viðskiptamannanna yfir blaðsíðu hvers einstaklings. Nóturnar voru svo eftir innfærsluna lesnar sam- an við höfuðbókarfærslurnar. Höfuð- bókarreikningarnir voru svo afritaðir þrisvar á ári og sendir hlutaðeigend- um. Þetta voru kreppuár og peningar sáust naumast, og viðskiptamenn kaupfélagsins stórskuldugir velflestir, og kaupfélagið mjög illa stætt fjár- hagslega. Til dæmis um hvað lítið var af peningum í umferð vil ég geta þess, að á fyrstu árum mínum í kaupfélag- inu varð ég þess nokkrum sinnum var, er skemmtisamkomur voru haldnar, að ýmsir Húsvíkingar leituðu til Péturs og báðu hann að hjálpa sér um aura til þess að þeir gætu keypt sig inn á samkomuna, en aðgangseyrir mun venjulega hafa verið ein króna. Var þá stundum svo ástatt að Pétur gat um engan eyri hjálpað og var þá málum bjargað með millifærslu. Ótrúleg saga en sönn. Árið 1931 mun verðfall á fram- leiðsluvörum bænda og sjómanna hafa orðið mest á þeim krepputíma, sem yfir gekk. Þá munu dilkar bænda hafa gert um 8,00 krónur. Hallaðist þá hagur kaupfélagsins mjög, og varð þá að ráði að lækka laun okkar starfs- manna þess. Ég hafði haft 2.400,00 Alltaf jafn gómsætt þegar ^ búa á til betri mat Kartöfluskífur og franskar kartöflur frá kartöfluverksmiðjunni Svalbarðseyri einungis úrvals hráefni KAUPFÉLAG SVALBARÐSEYRAR sími (96) 25800

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.