Samvinnan - 01.08.1984, Blaðsíða 20

Samvinnan - 01.08.1984, Blaðsíða 20
Aðalfundur Sambandsins 1984: Athafnasamur og sögulegur fundur Hagnaður af rekstri Sambandsins Aðalfundur Sambandsins var haldinn að Bifröst dagana 13. og 14. júní síðastliðinn. Fullyrða má, að þetta hafi verið einn athafnamesti og sögulegasti aðalfundur Sambandsins um áraraðir. Til marks um það má nefna, að fundurinn hófst kl. 9 að morgni og lauk ekki fyrr en um og eftir miðnætti báða dagana. Þegar hefur verið greint allítarlega frá fundinum í fjölmiðlum, en á þessum síðum verður brugðið upp fáeinum svipmyndum frá honum í máli og myndum. Erlendur Einarsson forstjóri rit- ar að vanda ávarp í Ársskýrslu Sambandsins. Þar segir hann m. a.: „Á síðari hluta ársins 1983 sást í fyrsta skipti í langan tíma árangur af baráttunni við verðbólguna. Má segja að það hafi verið á elleftu stundu, því að bæði var þjóðarbúið komið í mjög alvarlega stöðu vegna erlendrar skuldasöfnunar og eins blasti víða við óviðráðanlegur vandi í atvinnu- rekstrinum. Slíkt hefði óhjákvæmi- lega leitt til stöðvunar margra fyrir- tækja, og mikið atvinnuleysi hefði fylgt í kjölfarið ef ekkert hefði verið aðhafst. Ekki verður þó sagt að við íslend- ingar séum komnir fyrir rætur efna- hagsvanda okkar því að enn er fyrir hendi mikill vandi, einkum í sjávarút- vegi og landbúnaði. í sjávarútveginum Hagnaður var af rekstri Sam- bandsins árið 1983 að fjárhæð 69,3 milj. kr., á móti 29,0 milj. kr. tapi árið 1982. Bundin ráðstöfun tekjuafgangs eru endurgreiðslur til frystihúsa, 22,4 milj., og verður loka- niðurstaða rekstrarreiknings hagnað- ur að upphæð 46,9 milj. Þrátt fyrir um 10% samdrátt í þjóðarútgjöldum varð ekki samdrátt- ur í umsvifum Sambandsins sem heild- ar. Lækkun verðbólgunnar hefur bætt ytri rekstrarskilyrði og hlutfall fjár- magnskostnaðar og launa af heildar- tekjum hefur lækkað. Launakostnað- ur varð 477,4 milj., á móti 304,2 milj. 1982 og hækkaði um 57% í krónum talið. Starfsmenn voru 1.785 í lok ársins 1983, í 1.552 stöðugildum. Er það nokkur fækkun frá fyrra ári, þegar starfsmannafjöldinn var 1.827. Sjóðir og eigið fé Sambandsins námu samtals 837,6 milj. í árslok og höfðu hækkað um 83%. Hlutfall eigin urðum við að taka afleiðingum stór- fellds aflasamdráttar í botnfiskveiðum og áframhaldandi aflabrests á loðnu- vertíðinni, sem leitt hefur til mjög erfiðrar rekstrar- og greiðslustöðu margra sjávarútvegsfyrirtækja. í landbúnaðinum hefur mjög erfitt árferði sl. þrjú ár, samfara rýrnandi þjóðartekjum tvö ár í röð, bitnað mjög á tekjurn bænda, sem aftur hefur víða skapað erfiðleika fyrir kaupfélög- in. Auk þess hafa bændur tekið á sig kjaraskerðingu með samdrætti í fram- leiðslu búvara, m. a. með 20% skerð- ingu á sauðfjárrækt. Vandinn í þessum tveimur höfuðatvinnugreinum þjóðar- innar er ólíkur í eðli sínu, og við honunt verður því að bregðast með mismunandi hætti. Er vonandi að úr rætist þótt það geti kostað róttækar breytingar í ýmsum greinum." ♦ fjár af heildarfjármagni varð 31,3% á móti 30,9% árið áður. Fjárfestingar Sambandsins á árinu námu 175,1 milj., þar af var fjárfest í fasteignum fyrir 90,1 milj. Stærsti hluti þessarar fjárfestingar var vegna framkvæmda við Holtabakka og Holtagarða. ♦ ísfilm hf. Leita ber samstarfs við samtök launa- fólks og bænda Eins og fram hefur komið í fréttum fjölmiðla hefur aðild Sambandsins að myndbanda- fyrirtækinu ísfilm hf. verið nokkuð til umfjöllunar á vettvangi kaupfélag- anna. Þetta mál var sérstakur dag- skrárliður á aðalfundinum, og lauk umræðum undir þeim lið þannig að fundurinn samþykkti um það svo- hljóðandi ályktun með 56 atkvæðum gegn 5: „Ákvörðun stjórnar Sambands ís- lenskra samvinnufélaga um aðild að ísfilm hf. hefur vakið andstöðu mikils fjölda samvinnumanna um land allt. eins og umræður og ályktanir ýmissa kaupfélaga bera vott um. Aðalfundur Sambandsins, haldinn að Bifröst í Borgarfirði dagana 13. og 14. júní 1984, telur því miður farið að tekið hefur verið upp - án almennrar untræðu í samvinnuhreyfingunni - samstarf um fjölmiðlun við aðalmál- gögn höfuðandstæðinga samvinnu- stefnunnar í landinu með þátttöku í ísfilm hf., og álítur að leita beri samstarfs um þetta mál við samtök launafólks og bænda, sem öðrum fremur mynda íslenska samvinnu- hreyfingu. Jafnframt lýsir fundurinn mikilli ánægju sinni með þá ákvörðun sam- vinnumanna við Eyjafjörð að stofna fyrirtæki á sviði fjölmiðlunar í sam- vinnu við almannasamtök og kaupfé- lög á Norðurlandi, og með þátttöku Sambandsins.“ ♦ Erlendur Einarsson: Arangur af verðbólgubaráttunni 20

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.