Fréttablaðið - 27.08.2009, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 27.08.2009, Blaðsíða 26
 27. ágúst 2009 FIMMTUDAGUR2 SÚKKULAÐIVAX HAFRAVAX SÚKKULAÐISTRIMLAR F. ANDLIT OG LÍKAMA ATH. Súkkulaðivax hentar vel fyrir viðkvæma líkamshluta ÚTSÖLUSTAÐIR: Apótek og snyrtivöruverslanir Háreyðingavax sem hægt er að hita í örbylgjuofni og einnig vaxstrimlar Svart, hvítt og fölbleikt Fjöldi ástralskra tískuhönnuða sýndi á Rosemount Syndey-tískuhátíðinni á dögunum. Þeirra á meðal var Alex Perry sem hefur meðal annars unnið sér til frægðar að vera dómari í áströlsku útgáfunni af Next top model. KANYE WEST , tónlistarmaðurinn víðfrægi, sagði í nýlegu viðtali frá því að hann hefði ávallt haldið mikið upp á töskurnar frá Louis Vuitton. Hann hefði dreymt um að geta keypt töskur í merkinu og raðað þeim í kringum húsið sitt. Svartir og hvítir kjólar voru áberandi í tísku- sýningu Alex Perry á síðasta degi Rosemount Sydney 2009-tískuhátíðarinnar. Þar gat að líta bæði íburðarmikla síðkjóla og örstutta kjóla. Alex Perry er vel þekktur í heimalandinu fyrir hönnun sína á kvenfatnaði. Toppfyrirsætur á borð við Elle MacPher- son, Lindu Evangelistu og Claudiu Schiffer hafa klæðst fatnaði Perrys á rauða dreglin- um og dívur eins og Jennifer Lopez og Nelly Furtado hafa notað kjóla Perrys á sviði. Nokkuð hefur borið á Perry í áströlsku sjón- varpi en þekktastur er hann fyrir að vera dómari í áströlsku útgáfu Next top model. solveig@frettabladid.is Íburðarmikill kjóll sem líklega myndi líkjast brúð- arkjól væri hann hvítur. Glans- andi glimmer- dragt. Einstaka litur slæddist inn í sýningu Perrys og ber þar helst að nefna fölbleikan. Hlébarðamunstur verður áberandi í vetur. Hlébarðamunstur mun gera vart við sig í tískuvöru- verslunum í vetur en það nær útbreiðslu með reglulegu millibili. Það eru þó ekki allar konur sem láta verða af því að kaupa sér föt með slíku munstri, þó að það kitli, enda þykir það ögrandi og er fyrir fram ljóst að fötin munu ekki fara fram hjá neinum. Ýmislegt er þó hægt að gera til að munstrið fari vel og er lykilatriði að velja aðeins eitt hlébarðaplagg og halda öðrum fötum og fylgihlutum einföldum. Hlébarðaskyrta við svartar leggings með svörtu belti í mittið er til dæmis skot- held og að sama skapi hlébarðapils við einlitan bol. Síðan má alltaf fjárfesta í fylgihlutum með hlébarðamunstri en fullyrða má að þá dagi ekki uppi inni í skáp enda stingur munstrið sér alltaf niður aftur. Á Mercedes-Benz tískusýningunni sem haldin var í Ástr- alíu fyrir skemmstu mátti sjá hvernig hönnuðurinn Lisa Ho útfærir munstrið. - ve Ögrandi og áberandi Hlébarðabux- ur eða pils fara vel við einlitan bol eða blússu. Til að munstrið fari vel er mikilvægt að velja einungis eitt hlébarðaplagg og halda öðrum fötum og fylgihlutum einföldum. N O R D IC PH O TO S/G ETTY Stuttir kjólar voru áberandi í línu Perrys. Stuttur hvít- ur kjóll sem minnir helst á fallegan svan. Hamraborg 20 Kópavogi HEILSA NÝTT Fáðu fæturna mjúka og fína á 2 vikum með Flextiol Útsölustaðir: Fótaaðgerðastofurnar og Snyrtistofurnar Eygló, Paradís, Líf, Jóna og Aníta Vestmannaeyjum, Ásdísar í GB. Spar, Þín verslun Kópavogi, Fjarðarkaup HFJ og Lipurtá, Lyfja, Fótaaðgerðastofa Reykjavíkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.