Fréttablaðið - 27.08.2009, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 27.08.2009, Blaðsíða 10
10 27. ágúst 2009 FIMMTUDAGUR BANDARÍKIN, AP „Mikilvægum kafla í sögu okkar er lokið,“ sagði Barack Obama Bandaríkjafor- seti þegar fréttir bárust af því að öldungadeildarþingmaður- inn Edward M. Kennedy væri látinn. Hann var fyrst kosinn í öld- ungadeild Bandaríkjanna í nóv- ember árið 1962. Hann hafði því verið þingmaður í heil 47 ár þegar hann lést á þriðjudag af völdum krabbameins, sem hann hafði glímt við í rúmt ár. „Í fimm áratugi hafa nánast öll lög, sem sett hafa verið til að efla borgararéttindi eða bæta heil- brigðisástand og efnahagslega velferð bandarísku þjóðarinnar borið nafn hans og verið afrakst- urinn af starfi hans,“ sagði Obama, og dró ekki úr þeirri aðdáun sem demókratar hafa á hinum nýlátna flokksbróður sínum, „frjálslynda ljóninu“ eins og þeir nefndu hann gjarnan. Edward Moore Kennedy, jafn- an nefndur Ted, varð langlíf- astur Kennedy-bræðranna, sem voru með valdamestu bræðrum Bandaríkjanna um það leyti sem Edward settist fyrst á þing. Bróðir hans, John F. Kennedy, var myrtur í nóvember árið 1963 eftir að hafa verið forseti Banda- ríkjanna í tæp þrjú ár. Þriðji bróðirinn, Robert F. Kennedy, var dómsmálaráðherra í ríkisstjórn bróður síns, en féll einnig fyrir hendi morðingja sumarið 1968 í miðri kosningabaráttu til forseta- embættis. Kennedy-fjölskyldan var ekki aðeins áhrifamikil í Bandaríkj- unum heldur var einkalíf hennar linnulítið í kastljósi fjölmiðla. Sjálfur varpaði Edward skugga á feril sinn, sem hann losnaði aldrei við, þegar hann varð vald- ur að dauða vinkonu sinnar síðla kvölds í júlímánuði árið 1969. Hann hafði verið að skemmta sér á Chappaquiddick-eyju með hópi ungra kvenna sem höfðu aðstoðað bróður hans í kosningabaráttunni árið áður. Einni þeirra, Mary Jo Kopeche, bauð hann far heim með sér, en sú ökuferð endaði úti í sjó með þeim afleiðingum að hún lést. Kennedy fór af vettvangi án þess að tilkynna slysið, en baðst síðar afsökunar á því. Kjósendur létu þó ekki þetta atvik stöðva sig í að kjósa hann áfram á þing, en þegar hann hugðist bjóða sig fram sem for- setaefni demókrata áratug síðar hafði Jimmy Carter betur. Stuðningur hans við framboð Baracks Obama á síðasta ári virðist þó hafa ráðið miklu um að Obama varð forsetaefni demó- krata, og vann síðan sigur þegar að kosningum kom. gudsteinn@frettabladid.is HUGRAKKUR MÁVUR Ferðalangur þessi sat á bekk við höfnina í Sydney í Ástralíu að borða nestið sitt þegar hugrakkur mávur stakk sér niður og stal matarbita. FRÉTTABLAÐIÐ/AP MENNTUN Samanlagður fjöldi kennsludaga og prófadaga í framhaldsskólum landsins var að meðaltali 174,7 dagar á síð- asta skólaári. Að meðaltali fóru 25 dagar í próf og námsmat. Þetta kemur fram í tölum Hag- stofu Íslands. Fjöldi kennslu- og prófadaga var nánast sá sami á síðasta kennsluári og árinu á undan. Meðalfjöldi vinnudaga kenn- ara var 181,3 dagur og fækkaði um tæplega einn dag. Í kjara- samningum er gert ráð fyrir 175 kennslu- og prófadögum og fjórum vinnudögum utan þess. - þeb Tölur um framhaldsskóla: Skólarnir starfa í 174 daga á ári ÁSTRALÍA, AP Kengúrur og valla - bíur eru helsta ógnin við bílstjóra í dreifbýli Ástralíu, samkvæmt nýrri rannsókn. Þar voru teknar saman upplýsingar frá 1996 til 2005 um árekstra á vegum úti í Ástralíu, þar sem dýr komu við sögu. Rannsóknin leiddi í ljós að þótt vissulega hafi árekstrar orðið af völdum hunda, nautgripa, emúa og vamba séu kengúran, þjóðar- táknið skoppandi, og vallabí- an, smærra afbrigði kengúru, skæðastar í þessum efnum. Dýr komu við sögu í 5.097 bílslys- um og óhöppum á tímabilinu sem um ræðir. Í 40 prósentum allra tilfella var um kengúrur eða valla bíur að ræða, þar af í 60 prósentum dauðaslysa. - bs Mannskætt þjóðartákn Ástralíu: Kengúrur valda flestum slysum KENGÚRA Helsta ógnin sem steðjar að áströlskum ökumönnum uppi í sveit. NORDICPHOTOS/AFP SAMGÖNGUMÁL Strætókort fyrir framhalds- og háskólanema verða ekki ókeypis í vetur eins og síðustu tvo vetur. Sveitarfélögin á höfuðborgar- svæðinu hafa hins vegar ákveð- ið að niðurgreiða hvert kort um helming, og munu kortin því kosta fimmtán þúsund krónur. Ríkisstjórnin samþykkti í síð- ustu viku að hefja gerð áætlun- ar um sjálfbærar samgöngur. Þá kom fram að bæði umhverf- isráðherra og samgönguráð- herra vilji kanna mögulega aðkomu ríkisins að verkefninu um frítt í strætó. Stúdentaráð Háskóla Íslands á nú í viðræð- um við umhverfisráðherra um málið. - þeb Sveitarfélög niðurgreiða: Ekki frítt fyrir háskólanema í strætó í vetur VEGAGERÐ Sveitarstjórnir á Norð- austurlandi þrýsta nú á sam- gönguyfirvöld að klára að malbika vegarkaflann um Hófaskarðsleið. Verklok áttu að vera í september en mikið hefur gengið á og mun framkvæmdin líklega frestast um að minnsta kosti eitt ár. „Þetta eru búin að vera mikil vonbrigði af því að vegakerfið hér er vægt til orða tekið mjög slæmt,“ segir Siggeir Stefánsson, oddviti Langanesbyggðar, þar sem Þórshöfn er meðal byggða. Segir hann þennan vegakafla vera mikilvæga samgönguúrbót þar sem þetta sé síðasta vegakafl- inn frá Norðausturlandi til Reykja- víkur sem er ómalbikaður. Um er að ræða 56 km veg á milli Öxarfjarðar og Þistilfjarðar, með tengingu til Raufarhafnar. Styr hefur verið um tveggja kílómetra kafla af leiðinni. Vegagerðin á enn eftir að malbika um 20 kílómetra. Upphaflega ætlaði Vegagerðin að leggja veginn í gegnum bæ sem þeir ætluðu að taka eignarnámi. Bændurnir mótmæltu og unnu málið í Hæstarétti. Þá ætlaði Vega- gerðin að fara í gegnum jörð sem var að mestu í eigu ríkisins. Það vildu eigendur ekki. Lagði Vega- gerðin þá til að fara málamiðlun- arleið. Skipulagsstofnun taldi að það þyrfti að fara í umhverfis- mat. Vegagerðin hefur kært það þar sem það yrði alltof tímafrekt. Úrskurðar er að vænta í byrjun október. - vsp Sveitarstjórnir þrýsta á samgönguyfirvöld að klára malbikun um Hófaskarðsleið: Yrði mikilvæg samgönguúrbót RAUFARHÖFN Vegurinn, sem verður 56 kílómetra langur, mun vera með tengingu til Raufarhafnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Á SPJALLI VIÐ FORSETANN Barack Obama og Edward Kennedy. NORDICPHOTOS/AFP SÖGUFRÆGIR BRÆÐUR Þeir Robert, Edward og John Kennedy fyrir utan Hvíta húsið í ágúst árið 1963, þegar Robert var dómsmálaráðherra, Edward öldungadeildarþingmaður og John forseti. NORDICPHOTOS/AFP Þingmaður í nær hálfa öld Ted Kennedy var einn áhrifaríkasti demókratinn í Washington. Barack Obama segir að með láti hans sé mikilvægum kafla í sögu Bandaríkjanna lokið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.