Fréttablaðið - 27.08.2009, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 27.08.2009, Blaðsíða 4
4 27. ágúst 2009 FIMMTUDAGUR GREIÐSLUAÐLÖG- UN VERÐI BREYTT MOSKVA, AP Rússneskt lesbíupar kysstist fyrir utan dómsal í Moskvu í mótmælaskyni eftir að fyrirtöku máls sem þær höfðuðu á hendur ríkinu var frestað. Konurnar höfðuðu mál á hend- ur ríkinu þar sem þeim er meinað að ganga í hjónaband. Dómarinn ákvað hins vegar að fresta fyr- irtöku málsins vegna fjarveru þeirra. Þær mættu í dómsal 10 mínútum síðar. Lögmaður kvennanna mót- mælti vinnubrögðum dómarans harkalega og kallaði þau hneyksli. Fjöldi fjölmiðla var á staðnum og féllust konurnar í faðma fyrir framan mynda- vélarnar og kysstust fyrir utan dómsalinn í mótmælaskyni. -bs Lesbíur fyrir rétti: Kysstust í mót- mælaskyni EFNAHAGSHRUNIÐ Það er „fáránlegt“ að láta bankana leita leiða til að aðstoða fólk við að standa í skilum af húnsæðislánum. Bankarnir hafa þá einu hagsmuni, í slíkri aðgerð, að tryggja hagsmuni bankans. Svo segir formaður félagsmálanefndar Alþingis, Lilja Mósesdóttir. „Almenn aðgerð yrði hins vegar mótuð af hagsmunum beggja: skuldara og kröfuhafa. Þannig mætti lágmarka tap skuldaranna, eins og hægt er, en um leið að tryggja að fólk getið haldið áfram að greiða af lánum og haldið eignum sínum,“ segir hún. Það bjóði einnig upp á mismunun, ef þeir sem taka ákvörðun um niðurskriftir sé sama fólkið og veitti lánin á sínum tíma. Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, tekur í sama streng; bankarnir eigi ekki að afskrifa húsnæðislán sjálfir. Aðkomu stjórn- valda eða fulltrúa neytenda þurfi til. Hann óttast að annars verði niðurstaðan ekki nógu réttlát og hagkvæm fyrir neytendur. „Það hefur verið allt of mikið af því á Íslandi að hagur neytenda sé ákvarðaður af fyrirtækjum,“ segir hann. Sérstakur gerðar- dómur beggja aðila eigi helst að komast að niðurstöðu um þetta. Talsmaðurinn segir afskriftir skulda ekki eiga að kosta ríkið útgjöld, nema að því leyti sem það er kröfuhafi bankanna. En þeir fá minna út úr bönkunum en ella með niðurfellingu. Spurður hvort sama eigi við um gengis- og verðtryggð lán, segist hann leggja til sömu málsmeðferð fyrir báðar tegundir lánanna. Þó séu „fleiri og sterkari röksemdir fyrir niðurfærslu gengislána“. Þau hafi hugsan- lega hafa verið ólögleg, fyrir utan að for- sendubrestur hafi orðið við lækkun á gengi krónu. Már Másson, upplýsingafulltrúi Íslands- banka, segir að þar sé nú unnið að „leiðrétt- ingu höfuðstóls allra húsnæðislána“. Viðskiptavinum bankans verði boðið að Afskriftir húsnæðislána fari ekki fram í bönkum Formaður félagsmálanefndar segir fáránlegt að láta banka um að aðstoða skuldara, enda gæti bankarnir fyrst og fremst eigin hagsmuna. Talsmaður neytenda tekur í sama streng. Íslandsbanki segir sín úrræði ekki skerða rétt viðskiptavina. Kaupþing kallar eftir stefnu stjórnvalda og Landsbanki skoðar málin. Neytendasamtökin beina þeim „eindregnu tilmælum“ til dómsmála- ráðherra að lögum um greiðsluað- lögun verði breytt, ef með þarf, til að koma í veg fyrir að þeir sem nýti sér þjónustuna lendi á vanskilaskrá. Þannig sé fólki gert enn erfiðara að stíga erfið skref. Þetta sé óviðun- andi. færa gengis- og verðtryggð lán yfir í óverð- tryggð lán í íslenskum krónum. Nánari útfærsla liggur ekki fyrir, en Már segir aðspurður að nýti fólk sér þetta muni það ekki skerða rétt þess til að nýta önnur hugsanleg úrræði frá stjórnvöldum. Berghildur Erla Bernharðsdóttir, upplýs- ingafulltrúi Nýja-Kaupþings segir „ljóst að það þarf að afskrifa einhvern hluta skulda“. Almenn stefna um afskriftir sé þó ekki til staðar í bankanum. Ef þetta eigi að gera þurfi línan að koma frá stjórnvöldum og vera sam- ræmd milli fjármálastofnana. Þær einu upplýsingar fengust hjá fjölmiðla- fulltrúa Landsbankans í gær að málin væru „í skoðun“ þar á bæ. Ekki náðist í Gylfa Magnússon, viðskipta- og bankamálaráðherra. klemens@frettabladid.is MÁR MÁSSON BERGHILDUR E. BERNHARÐSDÓTTIR LILJA MÓSESDÓTTIR GÍSLI TRYGGVASON www.ob.is -5kr. VIÐ FYRST U NOTKUN Á ÓB-LYKL INUM OG SÍÐAN ALLTAF -2K R. TB W A \R EY K JA VÍ K \ SÍ A Sæktu um ÓB-lykilinn á www.ob.is eða í síma 515 1141. ÓB-lykilhafar geta safnað Vildarpunktum Icelandair. VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Osló París Róm Stokkhólmur 31° 25° 30° 28° 20° 25° 29° 28° 19° 24° 27° 24° 26° 33° 16° 26° 34° 22° 13 12 8 10 9 10 10 12 14 12 6 Á MORGUN 8-13 m/s NV-til, annars mun hægari. LAUGARDAGUR 8-13 m/s en hægari sunnan til. 3 5 6 5 4 4 4 4 2 4 5 12 10 14 10 8 6 7 10 1410 LÉTTIR TIL SYÐRA Nú þegar vindur er orðinn norðanstæður má segja að best horfi með suðurhluta landsins. Reyndar í dag má reikna með einhverri vætu víða um land framan af degi en þegar líður á daginn þornar upp syðra og léttir víða til. Norðanáttinni fylgir svalara veður norðan- lands, og telst ágætt ef hitinn þar nær 10 stigum. Sigurður Þ. Ragnarsson Veður- fræðingur EFNAHAGSMÁL Ekki kemur á óvart að stjórnvöld vilji skoða möguleik- ann á því að höfða skaðabótamál gegn gerendum í bankahruninu, en mörg ljón eru í veginum fyrir því að útrásarvíkingar verði dæmdir til að greiða himinháar bætur segir laga- prófessor. Ríkisstjórnin ákvað á þriðjudag að ráða lögfræðinga til að undirbúa skaðabótamál gegn einstaklingum, félögum og fyrirtækjum sem með vanrækslu eða gáleysi hafi valdið íslensku samfélagi tjóni með sínum þætti í bankahruninu. Vissulega eru minni kröfur gerð- ar í einkamálum á borð við skaða- bótamál og því auðveldara að sýna fram á skaðabótaskyldu en að sýna fram á sekt í refsimáli, segir Guð- mundur Sigurðsson, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, og sérfræðingur í skaðabótarétti. Þannig séu dæmi um að menn sem sýknaðir hafi verið í sakamáli séu síðar dæmdir til greiðslu skaða- bóta í einkamáli. Eitt af þeim vandamálum sem stjórnvöld munu standa frammi fyrir er að sanna nákvæmlega hvert tjónið í hverju og einu tilviki var, segir Guðmundur. Langur tími geti liðið þar til það komi endanlega í ljós. Annar vandi er að yfirleitt er það vinnuveitandi sem ber ábyrgð á gerðum starfsmanns, og því erfið- ara að sækja mál gegn starfsmönn- unum en fyrirtækjunum. Vinnist skaðabótamál er sá sem tapaði yfirleitt dæmdur til að greiða allt það tjón sem sannað þykir að orðið hafi. Um háar upphæðir getur því verið að ræða. Guðmundur segir þó líklegt að þeir sem sakaðir verði um að hafa valdið ríkinu tjóni í bankahruninu geti bent á ábyrgð ríkisins við laga- setningu og eftirlit. Í skaðabótamál- um sé það oft niðurstaðan að sá sem stefni beri hluta tjónsins vegna eigin vanrækslu. Séu menn dæmdir til að greiða skaðabætur telst það ekki refsing og því kemur dómur í skaðabóta- máli ekki í veg fyrir dóm í refsimáli síðar, segir Guðmundur. Afar hæpið sé hins vegar að maður verði dæmd- ur í sakamáli tapist skaðabótamál fyrst, þar sem sönnunarbyrðin sé þyngri í sakamálunum. - bj Auðveldara gæti verið að vinna skaðabótamál gegn útrásarvíkingum en að sanna lögbrot segir lagaprófessor: Ekki hlaupið að því að sanna tjónið ÁBYRGÐ Erfitt getur reynst að sækja mál gegn starfsmönnum fyrirtækja, þar sem fyrirtækin eru oft talin bera ábyrgð á gjörðum starfsmannanna. SAMSETT MYND GENGIÐ 26.08.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 239,3965 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 129,03 129,65 210,17 211,19 184,45 185,49 24,781 24,925 21,350 21,476 18,204 18,310 1,3706 1,3786 201,3 202,5 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR EVRÓPUMÁL Helsta þýðingarmið- stöð Evrópusambandsins þyrfti að ráða tugi íslenskra þýðenda í vinnu ef Ísland gengi í ESB. Rúnar Helgi Vignissson, for- maður Banda- lags þýðenda og túlka, segir að stuttu eftir að Ísland sótti um aðild að ESB hafi fulltrúar frá helstu þýð- ingarmiðstöð sambandsins, Directorate- General for Translation, mætt á fund með fulltrúum BÞT. Þar hafi komið fram að gangi Ísland í ESB þurfi að þýða þúsundir síðna á hverju ári. Það væri því mikil eftirspurn eftir þýðendum, bæði fastráðnum sem og lausráðnum verktökum. - bs Ísland og Evrópusambandið: Uppgrip hjá þýðendum RÚNAR HELGI VIGNISSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.