Fréttablaðið - 27.08.2009, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 27.08.2009, Blaðsíða 49
FIMMTUDAGUR 27. ágúst 2009 33 Susan Sarandon er í samningaviðræðum um að leika í framhaldsmyndinni Wall Street 2: Money Never Sleeps í leikstjórn Olivers Stone. Sarandon mun leika móður ungs verðbréfa- sala á Wall Street (Shia LaBeouf) sem lendir í klónum á Gordon Gekko. Michael Douglas hefur þegar samþykkt að endurtaka hlutverk sitt sem Gekko, auk þess sem Frank Langella verður í leikaraliðinu. Framleiðsla myndar- innar hefst í New York í næsta mánuði. Sarandon er þessa dagana að leika í sjón- varpsmyndinni You Don´t Know Jack sem fjallar um ævi læknisins umdeilda Jack Kevorkian. Barry Levinson leikstýrir henni og með önnur aðalhlutverk fara Al Pacino og John Goodman. Hún sést næst á hvíta tjaldinu í The Lovely Bones í leikstjórn Peters Jackson. Þar eru aðrir leikarar Mark Wahlberg, Rachel Weisz og Stanley Tucci. Susan í Wall Street SUSAN SARANDON Fer að öllum líkindum með hlutverk í Wall Street 2. Bítlarnir eru heitt viðfangsefni í kvikmyndir þessa dagana. Í sein- ustu viku var tilkynnt að Robert Zemeckis ætlar sér að gera end- urgerð af myndinni Yellow Sub- marine með „motion capture“ tækni. Í gær kom fram í Variety að nú hyggst David Permut fram- leiða mynd um umboðsmanninn Brian Epstein. Epstein uppgötvaði Bítlana á Carvern Club í Liverpool og kom þeim til EMI þar sem þeir gáfu út sína fyrstu plötu. Hann dó úr ofneyslu eiturlyfja 32 ára gam- all, 1967. Hvað Bítlana varðar einblínir myndin á upphafsár hljómsveit- arinnar. Permut vonast til að fá afnot af upprunalegri tónlist þeirra í myndina, sem reynist yfirleitt þrautin þyngri. - kbs Bíómynd um líf Epsteins A HARD DAYS NIGHT Spurt er hvenær sú Bítlamynd verður endurgerð? Epstein og Yellow Submarine eru á leið á tjaldið. Kvikmyndaframleiðandinn Warn- er Bros. ætlar að endurgera ævintýrakvikmyndina Excalibur frá árinu 1981. Bryan Singer verður framleiðandi og hugsan- lega leikstjóri. Excalibur fjallar um leitina að hinum heilaga kal- eik til að bjarga lífi Arthúrs konungs. Í myndinni koma við sögu sverðið Excalibur, riddarar hringborðsins og galdramaðurinn Merlín. John Boorman leikstýrði fyrstu myndinni. Excalibur endurgerð „Þetta er stóraukinn fjöldi,“ segir Garðar Stefánsson sem skipulegg- ur kvikmyndasmiðju Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík sem verður haldin í næsta mánuði. Um eitt hundrað umsóknir frá ungu kvikmyndagerðarfólki í Evrópu og Ameríku hafa borist vegna smiðjunnar en á síðasta ári voru þær um 25 talsins. „Ísland er orðið mjög þekkt land og alræmt. Við erum búin að fá mjög mikla umfjöllun í fréttunum og það er líka ódýrt að koma hingað. Við höfum líka verið að kynna þetta vel úti,“ segir Garðar um þennan mikla fjölda. Í kvikmyndasmiðjunni, sem stendur yfir í þrjá daga, fær fólk tækifæri til að hittast í Reykjavík og upplifa það sem er að gerast í kvikmyndaiðnaði beggja vegna Atlantshafsins. Staðsetningunni er ætlað að brúa bilið á milli heims- álfanna tveggja, bæði landfræði- lega og menningarlega. „Hug- myndin er að fólk sé að fara úr stuttmyndinni yfir í mynd í fullri lengd og þessi smiðja er ætluð sem stökkpallur fyrir það. Þátt- takendurnir fá ráðleggingar frá gestum sem sækja hátíðina heim og íslenskum leikstjórum,“ segir Garðar. Búið er að loka á umsóknir erlendis frá en Íslendingum stend- ur enn til boða að sækja um, eða þangað til 1. september. Á endan- um verður 50 til 60 manna hópur valinn og því komast mun færri að en vilja. Í framhaldinu gefst hinu unga kvikmyndagerðarfólki færi á að senda inn mynd til sýningar á hátíðinni og keppa um hvatningar- verðlaun RIFF, Gullna eggið. - fb Hundrað útlendingar sóttu um GARÐAR STEFÁNSSON Um eitt hundrað umsóknir frá ungu erlendu kvikmynda- gerðarfólki hafa borist vegna kvik- myndasmiðjunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Optic Reykjavík ehf. S: 552 2002 Hamrahlíð 17 Húsi Blindrafélagsins 105 Rvk. Dagslinsur Kr: 2.490.- Mánaðarlinsur Kr: 4.900.- Silikon- mánaðarlinsur Kr: 8.900.-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.