Fréttablaðið - 27.08.2009, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 27.08.2009, Blaðsíða 2
2 27. ágúst 2009 FIMMTUDAGUR STJÓRNMÁL Gunnar Helgi Kristins- son stjórnmálafræðingur segist fastlega gera ráð fyrir að fram- koma Sigmundar Ernis Rúnars- sonar alþingismanns í ræðustól Alþingis hafi skaðað hann. Hefur Sigmundur Ernir viðurkennt að hafa smakkað vín áður en hann hélt ræðu um Icesave-málið síð- astliðinn fimmtudag. Var hann að koma úr golfmóti MP-banka. „Það er engin leið að segja þó hver langtímaáhrifin eru. Ræðst það meira af því hvernig honum gengur,“ segir Gunnar. Telur hann þetta lítil áhrif geta haft á Samfylkinguna, nema þetta verði fjölmiðlamál í langan tíma. Gunnar Helgi man ekki eftir öðrum dæmum þar sem menn hafi verið drukknir í þingstól. Gæti það þó hafa gerst hér áður fyrr þegar engar upptökur voru og þingmönnum leyfð- ist að leiðrétta ræður sínar eft ir á hjá þingriturum. „Ekki er gott að hann hafi neitað þessu fyrst og hann er í verri málum vegna þess,“ segir Gunnar en Sigmundur neitaði fyrst staðfast- lega að hafa smakkað áfengi áður en hann fór í ræðustól. En á Sigmundur að segja af sér? „Ef hann hefur misst traust kjósenda sinna og Samfylkingarinnar hlýtur sú spurning að vakna,“ segir Gunnar Helgi. - vsp Helgi, eru útkastararnir flinkir í innköstum? „Ekki eins flinkir og í uppköstum.“ Helgi Guðjónsson skipuleggur nú fótboltamót ásamt öðrum starfsmönn- um Kaffibarsins, þar sem eldri kynslóð Kaffibarsmanna mætir þeirri yngri. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 -0 5 2 8 RÚSSLAND, AP Rússnesk stjórnvöld hafa beðið um aðstoð frá öðrum ríkjum við að upplýsa hvað gerðist þegar flutningaskipið Arctic Sea hvarf sjónum í nokkrar vikur. Utanríkisráðuneyti Rússlands segir að við fyrstu leit í skip- inu hafi ekki fundist neitt grun- samlegt, en áður hafði Alexander Bastrykin, yfirmaður rannsókn- arnefndar ríkisins, sagt að hugs- anlega hafi í farmi skipsins verið eitthvað annað en timbur frá Finn- landi. Skipið fannst skammt frá Græn- höfðaeyjum fyrr í mánuðinum, en átta manns hafa verið ákærðir fyrir að hafa rænt því. - gb Farmur týnda skipsins: Rússar biðja um aðstoð ARCTIC SEA Hugsanlegt að fleira en timbur frá Finnlandi hafi verið í skipinu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Stjórnmálafræðingur segir að framkoma Sigmundar Ernis hafi skaðað hann: Ekki gott að Sigmundur neitaði MENNTAMÁL Katrín Jakobsdótt- ir menntamálaráðherra segir að umsókn Menntaskólans hljóti enga sérmeðferð við leyfisveitingu. Skoða þarf umsóknina í heild. Gæti með- ferð ráðuneytisins tekið um fjóra mánuði. Menntaráð Reykjavíkurborgar samþykkti umsókn Menntaskólans fyrir sitt leyti í gær. Menntamála- ráðuneytið veitir hins vegar endan- legt starfsleyfi. Í nýrri reglugerð, sem ekki er búið að samþykkja af ráðherra, er tími leyfisveitinga áætlaður fjórir mánuðir. „Um leið og við fáum leyfið förum við af stað,“ segir Edda Huld Sigurð- ardóttir, skólastjóri Menntaskól- ans. Skólinn hefur sótt um að starfa í gamla Heilsuverndarhúsinu við Barónsstíg. Hún segir að ekki þýði að æsa sig yfir málshraða menntamálaráðu- neytisins þar sem það myndi ekki hjálpa. „Nú bíðum við bara auð- mjúk eftir að ráðuneytið fjalli vel um umsóknina,“ segir Edda. Búið er að skrá yfir 40 börn í skól- ann og segir Edda að foreldrarnir muni líklega skrá þau úr skólanum ef þetta tekur langan tíma. Spurð hvort þetta hafi neikvæð áhrif á trúverðugleika skólans telur hún svo ekki vera. „Ef hlutirnir eru vel úr garði gerðir þá er þetta í lagi,“ segir Edda. - vsp Menntaráð Reykjavíkur samþykkti umsókn Menntaskólans í gær: Gæti tekið fjóra mánuði í viðbót EDDA HULD Edda segir að ekki þýði að æsa sig yfir málshraðanum þar sem það myndi ekki hjálpa. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KÍNA, AP Meirihluti allra líf- færa, sem notuð eru til ígræðslu í Kína, er fenginn úr líflátnum föngum. Ríkisfjölmiðlar í Kína skýrðu frá þessu í gær, en sjald- gæft er að stjórnvöld þar veiti upplýsingar um þennan þátt heilbrigðiskerfisins, sem sætt hefur gagnrýni árum saman. Þetta kom fram í tengslum við herferð, sem heilbrigðisráðu- neyti Kína og Rauði krossinn í Kína hófu nú í vikunni þar sem fólk er hvatt til að gerast líffæra- gjafar. Tilgangur herferðarinn- ar er meðal annars sagður sá, að líffæraígræðslur í Kína verði ekki jafn háðar líffærum dauða- dæmdra fanga og verið hefur. Haft er eftir Huang Jiefu heilbrigðisráðherra að ekki sé sæmandi að dauðadæmdir fangar séu notaðir með þessum hætti. - gb Kínversk stjórnvöld: Líffæri úr líf- látnum föngum HEIMILIN Fyrir liggur að þær aðgerðir sem þegar hefur verið gripið til af hálfu stjórnvalda og fjármálastofnana duga engan veg- inn til að mæta þeim vanda sem við blasir. Þetta kemur fram í nýrri ályktun miðstjórnar ASÍ um greiðsluvanda heimilanna. „Ríkisstjórnin verður að bregð- ast strax við og koma með raun- hæfar og virkar aðgerðir til að létta skulda- og greiðslubyrði heimilanna,“ segir í ályktuninni. Að óbreyttu mun ástandið aðeins versna næstu mánuði, ekki síst í ljósi þess að á sama tíma og skuldir vaxa ört fer kaupmáttur minnkandi, að mati miðstjórnar ASÍ. Leggur ASÍ áherslu á að allar leiðir til lausnar fjárhagsvanda heimilanna verði skoðaðar. - vsp Ályktun miðstjórnar ASÍ: Aðgerðir stjórn- valda duga ekki SIGMUNDUR ERNIR RÚNARSSON Hann viðurkenndi í gær að hafa smakkað vín áður en hann steig í pontu á þinginu. Ekki er gott að hann hafi neitað þessu fyrst og hann er í verri málum vegna þess. GUNNAR HELGI KRISTINSSON STJÓRNMÁLAFRÆÐINGUR VIÐSKIPTI Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Existu og fyrrum stjórnarmaður í Kaup- þingi, segir að hann hafi ekki vitað um lán Kaupþings til Sjeiks Mohameds bin Khalifa Al-Thani. Lánið hafi ekki komið á borð stjórnarinnar. Þetta kom fram í viðtali við Kastljós í gærkvöldi. Al Thani keypti 5,01 prósents hlut í Kaupþingi í gegnum fyrir- tækið Q Finance ehf. rétt fyrir hrun á genginu 690 krónur á hlut. Málið hefur verið til rann- sóknar hjá Fjármálaeftirlitinu að undanförnu vegna gruns um sýndarviðskipti. - vsp Lýður Guðmundsson: Vissi ekki um lán til Al-Thani FJÁRMÁL Lýður Guðmundsson, for- maður stjórnar Exista, segir skila- nefndir gömlu bankanna krefjast þess að lykilstjórnendur félagsins taki ekki þátt í enduruppbyggingu þess og séu þar á öndverðum meiði við erlenda kröfuhafa. Á aðalfundi Exista í gær voru ársreikningar félagsins ekki lagð- ir fram. Var það sagt vera vegna óvissu um uppgjör gjaldeyris- skiptasamninga við gömlu bank- ana. Lýður sagði gríðarlega hagsmuni í húfi að vel tækist til með endur- reisn Exista, bæði vegna orðspors þjóðarinnar erlendis og hér á landi þar sem endurgreiðslur félags- ins til innlendra kröfuhafa gætu numið tugum milljörðum króna. „Þar á meðal eru fjármunir sem munu renna til gamla Landsbank- ans og um leið upp í Icesave-reikn- ing þjóðarinnar,“ sagði stjórnar- formaðurinn. Stjórnarformaðurinn sagði alla erlenda kröfuhafa, samtals 37 alþjóðlega banka, hafa samþykkt áætlun um endurgreiðslu skulda Exista á næstu árum. Það hafi margir íslenskir kröfuhafar sömu- leiðis gert, Málið hafi þó dregist, aðallega vegna „tregðu“ skila- nefnda Glitnis og Kaupþings. „Fyrirstaðan hefur einkum verið fólgin í kröfum um að lykil- stjórnendur félagsins vikju til hlið- ar af ástæðum sem ekki hafa feng- ist skýrðar. Erlendir kröfuhafar hafa hins vegar sett það fram sem skilyrði fyrir framgangi samn- inga af sinni hálfu að tryggt verði að stjórnendateymi leiði umbreyt- ingu félagsins,“ fullyrti Lýður sem kvað það vanhugsað að hindra lykilstjórnendur í uppbyggingu félagsins. „Þessi frétt er með ólíkind- um eins og sjá má af því hvernig hún er framsett,“ segir Erlend- ur Hjaltason, forstjóri Exista, um frétt Ríkissjónvarpsins þess efnis að stjórnendur Existu hafi í til- boði til kröfuhafa félagins viljað „skammta sér“ einn milljarð króna á ári fyrir að reka félagið. Í frétt RÚV á mánudag sagði enn fremur að skilanefndir bankanna hefðu talið tilboð Exista-manna næstum „ófyrirleitið“ og „fyrir utan velsæmismörk“ og hafnað því. Exista væri í reynd gjaldþrota og ekki annað en „skel“ utan um gríðarlegar skuldir. Erlendur neitar því að sett hafi verið fram slíkt tilboð til kröfu- hafa. „Kostnaði verður haldið í lágmarki og má gera ráð fyrir að hann verði aðeins brot af þessari tölu,“ svarar Erlendur aðspurður um áðurnefndan milljarð. Þá hafnar forstjórinn því að Exista sé komið í þrot. „Það er fjárflæði í félaginu og það getur staðið undir skuldbindingum til framtíðar.“ gar@frettabladid.is Segir Exista borga inn á Icesave-reikninginn Formaður stjórnar Exista gagnrýnir „tregðu“ skilanefnda gömlu bankanna á meðan erlendir bankir fallist á endurreisnaráætlun. Í húfi séu meðal annars greiðslur Exista til Landsbankans og þar með í Icesave-reikning þjóðarinnar. FORSTJÓRAR OG STJÓRNARFORMAÐUR EXISTA Erlendur Hjaltason, Lýður Guðmunds- son og Sigurður Valtýsson eru æðstu stjórnendur Exista sem tapaði gríðarlegum fjármunum á falli Kaupþings. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STJÓRNMÁL Sjálfstæðismenn telja að í Icesave-frumvarpinu séu ákvæði sem feli í sér skuldbinding- ar sem hafi ekki lagastuðning. Á þetta til dæmis við um afsal bóta- réttar. Íslenski sjóðurinn sé rétt- laus vegna alls skaða sem breska ríkið kynni að valda. Þetta kemur fram í minnihlutaáliti sjálfstæðis- manna í fjárlaganefnd. Telja þeir að verði frumvarpið samþykkt kunni ágallar á evrópsk- um lögum að leiða til skaðabóta- réttar á hendur ESB. Jafnframt hafi ríkisstjórnin virt að vettugi fyrirmæli Alþingis sem voru í þingsályktunartillögu. - vsp Sjálfstæðismenn um Icesave: Skuldbindingar án lagastoðar SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.