Fréttablaðið - 27.08.2009, Page 2

Fréttablaðið - 27.08.2009, Page 2
2 27. ágúst 2009 FIMMTUDAGUR STJÓRNMÁL Gunnar Helgi Kristins- son stjórnmálafræðingur segist fastlega gera ráð fyrir að fram- koma Sigmundar Ernis Rúnars- sonar alþingismanns í ræðustól Alþingis hafi skaðað hann. Hefur Sigmundur Ernir viðurkennt að hafa smakkað vín áður en hann hélt ræðu um Icesave-málið síð- astliðinn fimmtudag. Var hann að koma úr golfmóti MP-banka. „Það er engin leið að segja þó hver langtímaáhrifin eru. Ræðst það meira af því hvernig honum gengur,“ segir Gunnar. Telur hann þetta lítil áhrif geta haft á Samfylkinguna, nema þetta verði fjölmiðlamál í langan tíma. Gunnar Helgi man ekki eftir öðrum dæmum þar sem menn hafi verið drukknir í þingstól. Gæti það þó hafa gerst hér áður fyrr þegar engar upptökur voru og þingmönnum leyfð- ist að leiðrétta ræður sínar eft ir á hjá þingriturum. „Ekki er gott að hann hafi neitað þessu fyrst og hann er í verri málum vegna þess,“ segir Gunnar en Sigmundur neitaði fyrst staðfast- lega að hafa smakkað áfengi áður en hann fór í ræðustól. En á Sigmundur að segja af sér? „Ef hann hefur misst traust kjósenda sinna og Samfylkingarinnar hlýtur sú spurning að vakna,“ segir Gunnar Helgi. - vsp Helgi, eru útkastararnir flinkir í innköstum? „Ekki eins flinkir og í uppköstum.“ Helgi Guðjónsson skipuleggur nú fótboltamót ásamt öðrum starfsmönn- um Kaffibarsins, þar sem eldri kynslóð Kaffibarsmanna mætir þeirri yngri. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 -0 5 2 8 RÚSSLAND, AP Rússnesk stjórnvöld hafa beðið um aðstoð frá öðrum ríkjum við að upplýsa hvað gerðist þegar flutningaskipið Arctic Sea hvarf sjónum í nokkrar vikur. Utanríkisráðuneyti Rússlands segir að við fyrstu leit í skip- inu hafi ekki fundist neitt grun- samlegt, en áður hafði Alexander Bastrykin, yfirmaður rannsókn- arnefndar ríkisins, sagt að hugs- anlega hafi í farmi skipsins verið eitthvað annað en timbur frá Finn- landi. Skipið fannst skammt frá Græn- höfðaeyjum fyrr í mánuðinum, en átta manns hafa verið ákærðir fyrir að hafa rænt því. - gb Farmur týnda skipsins: Rússar biðja um aðstoð ARCTIC SEA Hugsanlegt að fleira en timbur frá Finnlandi hafi verið í skipinu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Stjórnmálafræðingur segir að framkoma Sigmundar Ernis hafi skaðað hann: Ekki gott að Sigmundur neitaði MENNTAMÁL Katrín Jakobsdótt- ir menntamálaráðherra segir að umsókn Menntaskólans hljóti enga sérmeðferð við leyfisveitingu. Skoða þarf umsóknina í heild. Gæti með- ferð ráðuneytisins tekið um fjóra mánuði. Menntaráð Reykjavíkurborgar samþykkti umsókn Menntaskólans fyrir sitt leyti í gær. Menntamála- ráðuneytið veitir hins vegar endan- legt starfsleyfi. Í nýrri reglugerð, sem ekki er búið að samþykkja af ráðherra, er tími leyfisveitinga áætlaður fjórir mánuðir. „Um leið og við fáum leyfið förum við af stað,“ segir Edda Huld Sigurð- ardóttir, skólastjóri Menntaskól- ans. Skólinn hefur sótt um að starfa í gamla Heilsuverndarhúsinu við Barónsstíg. Hún segir að ekki þýði að æsa sig yfir málshraða menntamálaráðu- neytisins þar sem það myndi ekki hjálpa. „Nú bíðum við bara auð- mjúk eftir að ráðuneytið fjalli vel um umsóknina,“ segir Edda. Búið er að skrá yfir 40 börn í skól- ann og segir Edda að foreldrarnir muni líklega skrá þau úr skólanum ef þetta tekur langan tíma. Spurð hvort þetta hafi neikvæð áhrif á trúverðugleika skólans telur hún svo ekki vera. „Ef hlutirnir eru vel úr garði gerðir þá er þetta í lagi,“ segir Edda. - vsp Menntaráð Reykjavíkur samþykkti umsókn Menntaskólans í gær: Gæti tekið fjóra mánuði í viðbót EDDA HULD Edda segir að ekki þýði að æsa sig yfir málshraðanum þar sem það myndi ekki hjálpa. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KÍNA, AP Meirihluti allra líf- færa, sem notuð eru til ígræðslu í Kína, er fenginn úr líflátnum föngum. Ríkisfjölmiðlar í Kína skýrðu frá þessu í gær, en sjald- gæft er að stjórnvöld þar veiti upplýsingar um þennan þátt heilbrigðiskerfisins, sem sætt hefur gagnrýni árum saman. Þetta kom fram í tengslum við herferð, sem heilbrigðisráðu- neyti Kína og Rauði krossinn í Kína hófu nú í vikunni þar sem fólk er hvatt til að gerast líffæra- gjafar. Tilgangur herferðarinn- ar er meðal annars sagður sá, að líffæraígræðslur í Kína verði ekki jafn háðar líffærum dauða- dæmdra fanga og verið hefur. Haft er eftir Huang Jiefu heilbrigðisráðherra að ekki sé sæmandi að dauðadæmdir fangar séu notaðir með þessum hætti. - gb Kínversk stjórnvöld: Líffæri úr líf- látnum föngum HEIMILIN Fyrir liggur að þær aðgerðir sem þegar hefur verið gripið til af hálfu stjórnvalda og fjármálastofnana duga engan veg- inn til að mæta þeim vanda sem við blasir. Þetta kemur fram í nýrri ályktun miðstjórnar ASÍ um greiðsluvanda heimilanna. „Ríkisstjórnin verður að bregð- ast strax við og koma með raun- hæfar og virkar aðgerðir til að létta skulda- og greiðslubyrði heimilanna,“ segir í ályktuninni. Að óbreyttu mun ástandið aðeins versna næstu mánuði, ekki síst í ljósi þess að á sama tíma og skuldir vaxa ört fer kaupmáttur minnkandi, að mati miðstjórnar ASÍ. Leggur ASÍ áherslu á að allar leiðir til lausnar fjárhagsvanda heimilanna verði skoðaðar. - vsp Ályktun miðstjórnar ASÍ: Aðgerðir stjórn- valda duga ekki SIGMUNDUR ERNIR RÚNARSSON Hann viðurkenndi í gær að hafa smakkað vín áður en hann steig í pontu á þinginu. Ekki er gott að hann hafi neitað þessu fyrst og hann er í verri málum vegna þess. GUNNAR HELGI KRISTINSSON STJÓRNMÁLAFRÆÐINGUR VIÐSKIPTI Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Existu og fyrrum stjórnarmaður í Kaup- þingi, segir að hann hafi ekki vitað um lán Kaupþings til Sjeiks Mohameds bin Khalifa Al-Thani. Lánið hafi ekki komið á borð stjórnarinnar. Þetta kom fram í viðtali við Kastljós í gærkvöldi. Al Thani keypti 5,01 prósents hlut í Kaupþingi í gegnum fyrir- tækið Q Finance ehf. rétt fyrir hrun á genginu 690 krónur á hlut. Málið hefur verið til rann- sóknar hjá Fjármálaeftirlitinu að undanförnu vegna gruns um sýndarviðskipti. - vsp Lýður Guðmundsson: Vissi ekki um lán til Al-Thani FJÁRMÁL Lýður Guðmundsson, for- maður stjórnar Exista, segir skila- nefndir gömlu bankanna krefjast þess að lykilstjórnendur félagsins taki ekki þátt í enduruppbyggingu þess og séu þar á öndverðum meiði við erlenda kröfuhafa. Á aðalfundi Exista í gær voru ársreikningar félagsins ekki lagð- ir fram. Var það sagt vera vegna óvissu um uppgjör gjaldeyris- skiptasamninga við gömlu bank- ana. Lýður sagði gríðarlega hagsmuni í húfi að vel tækist til með endur- reisn Exista, bæði vegna orðspors þjóðarinnar erlendis og hér á landi þar sem endurgreiðslur félags- ins til innlendra kröfuhafa gætu numið tugum milljörðum króna. „Þar á meðal eru fjármunir sem munu renna til gamla Landsbank- ans og um leið upp í Icesave-reikn- ing þjóðarinnar,“ sagði stjórnar- formaðurinn. Stjórnarformaðurinn sagði alla erlenda kröfuhafa, samtals 37 alþjóðlega banka, hafa samþykkt áætlun um endurgreiðslu skulda Exista á næstu árum. Það hafi margir íslenskir kröfuhafar sömu- leiðis gert, Málið hafi þó dregist, aðallega vegna „tregðu“ skila- nefnda Glitnis og Kaupþings. „Fyrirstaðan hefur einkum verið fólgin í kröfum um að lykil- stjórnendur félagsins vikju til hlið- ar af ástæðum sem ekki hafa feng- ist skýrðar. Erlendir kröfuhafar hafa hins vegar sett það fram sem skilyrði fyrir framgangi samn- inga af sinni hálfu að tryggt verði að stjórnendateymi leiði umbreyt- ingu félagsins,“ fullyrti Lýður sem kvað það vanhugsað að hindra lykilstjórnendur í uppbyggingu félagsins. „Þessi frétt er með ólíkind- um eins og sjá má af því hvernig hún er framsett,“ segir Erlend- ur Hjaltason, forstjóri Exista, um frétt Ríkissjónvarpsins þess efnis að stjórnendur Existu hafi í til- boði til kröfuhafa félagins viljað „skammta sér“ einn milljarð króna á ári fyrir að reka félagið. Í frétt RÚV á mánudag sagði enn fremur að skilanefndir bankanna hefðu talið tilboð Exista-manna næstum „ófyrirleitið“ og „fyrir utan velsæmismörk“ og hafnað því. Exista væri í reynd gjaldþrota og ekki annað en „skel“ utan um gríðarlegar skuldir. Erlendur neitar því að sett hafi verið fram slíkt tilboð til kröfu- hafa. „Kostnaði verður haldið í lágmarki og má gera ráð fyrir að hann verði aðeins brot af þessari tölu,“ svarar Erlendur aðspurður um áðurnefndan milljarð. Þá hafnar forstjórinn því að Exista sé komið í þrot. „Það er fjárflæði í félaginu og það getur staðið undir skuldbindingum til framtíðar.“ gar@frettabladid.is Segir Exista borga inn á Icesave-reikninginn Formaður stjórnar Exista gagnrýnir „tregðu“ skilanefnda gömlu bankanna á meðan erlendir bankir fallist á endurreisnaráætlun. Í húfi séu meðal annars greiðslur Exista til Landsbankans og þar með í Icesave-reikning þjóðarinnar. FORSTJÓRAR OG STJÓRNARFORMAÐUR EXISTA Erlendur Hjaltason, Lýður Guðmunds- son og Sigurður Valtýsson eru æðstu stjórnendur Exista sem tapaði gríðarlegum fjármunum á falli Kaupþings. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STJÓRNMÁL Sjálfstæðismenn telja að í Icesave-frumvarpinu séu ákvæði sem feli í sér skuldbinding- ar sem hafi ekki lagastuðning. Á þetta til dæmis við um afsal bóta- réttar. Íslenski sjóðurinn sé rétt- laus vegna alls skaða sem breska ríkið kynni að valda. Þetta kemur fram í minnihlutaáliti sjálfstæðis- manna í fjárlaganefnd. Telja þeir að verði frumvarpið samþykkt kunni ágallar á evrópsk- um lögum að leiða til skaðabóta- réttar á hendur ESB. Jafnframt hafi ríkisstjórnin virt að vettugi fyrirmæli Alþingis sem voru í þingsályktunartillögu. - vsp Sjálfstæðismenn um Icesave: Skuldbindingar án lagastoðar SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.