Fréttablaðið - 27.08.2009, Blaðsíða 38
27. ÁGÚST 2009 FIMMTUDAGUR8 ● fréttablaðið ● gallabuxur
Thunder
Stærðir: 28-40
Þvottur: margir
þvottar í boði
Snið: Meðalhátt
mitti, lausar um læri,
beinar niður.
Herrasnið
Tornado
Stærðir 28-40
Þvottar: margir
þvottar í boði
Snið: Lágt mitti,
þröngar um læri.
Beinar niður.
Herrasnið
Twister
Stærðir: 28-36
Þvottur: margir
þvottar í boði
Snið: Lágt mitti,
þröngar um læri og
legg.
Herrasnið
Space
Stærðir: 26-36
Þvottur: tveir litir
Snið: hátt mitti,
þröngar um læri,
þröngar niður.
Dömusnið
KYNNING
Blend gallabuxur komu á
íslenskan markað fyrir um
tíu árum og hafa fengið
góðar viðtökur hjá íslensk-
um neytendum af öllum
stærðum og gerðum. Þær
þykja stællegar og í farar-
broddi á hverjum árstíma
þegar tískusveiflur láta á sér
kræla.
„Gallabuxur eru alltaf í tísku
og þá sérstaklega núna,“ segir
Unnur Erlendsdóttir, verslun-
arstjóri hjá versluninni Blend í
Smáralind. „Við erum með mjög
fjölbreytt úrval í verslunum
okkar fyrir mismunandi týpur,
og á viðráðanlegu verði mundi
ég segja.“
Að sögn Unnar eru niður-
þröngar gallabuxur mjög vin-
sælar hjá kvenþjóðinni nú um
stundir og einnig gallabuxna-
leggings. „Hjá strákunum fer
þetta meira eftir týpunni,“ segir
Unnur, „sumir vilja hafa þær
niðurþröngar á meðan aðrir vilja
hafa þær víðari.“
Unni sýnist sem svo að nú sé
meira og minna allt í tísku, nema
ef til vill útvíðar buxur. En þó
eru aðrar áherslur en undanfar-
in ár. „Fyrir tveimur árum voru
dökkar sléttar gallabuxur meira
í tísku, en í dag eru þær meira að
lýsast og meira um notað „look“
en áður,“ segir hún, „Núna mega
þær vera rifnar eins og var fyrir
fimm árum. Þetta fer rosalega
mikið í hringi.“
Blaðamaður spyr hvort hægt
sé að kaupa forrifnar buxur í
útibúum Blend. Unnur segir svo
vera og með vetrinum verði jafn-
vel meira úrval af rifnum buxum
hjá sér.
Unnur segir að gallabuxur
henti við öll tækifæri, bæði fín
og hversdagsleg. „Þú getur klætt
þig fínt í gallabuxur og háa hæla
en svo getur maður líka búið sig
í skólann og verið í peysu og
strigaskóm.“ Vilji einhver athuga
stíl, verð og gæði Blend galla-
buxna þá fást þær í Smáralind,
Kringlunni og á Hafnargötunni
í Keflavík.
Tískan fer í hringi
„Gallabuxur eru alltaf í tísku og þá sérstaklega núna,“ segir Unnur Erlendsdóttir, verslunarstjóri Blend í Smáralind.
FRÉTTABLAIÐ/ARNÞÓR
Uppruna gallabuxnaefnisins er
talið hægt að rekja til tveggja
staða í heiminum þar sem það
varð til án nokkurrar vitneskju
hins aðilans. Annars vegar er
það franski bærinn Nîmes og
hins vegar Indland. Á svipuð-
um tíma, á endurreisnartímabil-
inu, voru fyrstu gallabuxurnar
búnar til á Norður-Ítalíu og voru
framleiddar í þó nokkru magni.
Meðal fyrstu viðskiptavina voru
hermenn í ítalska sjóhernum og
hafnarstarfsmenn borgarinnar
Genúa, en gallaefnið var fyrir
valinu vegna þess hve auðvelt var
að bretta gallabuxur upp þegar
vaða þurfti í bleytu auk þess sem
hægt var að vera í þeim þótt þær
blotnuðu. - jma
Gallabuxur dúkkuðu fyrst upp á endurreisnartímabilinu.
Hafnarverkamenn
fyrstir í gallabuxum
Gulrótarsniðnar
eru „skinny
jeans“ stundum
kallaðar á
íslensku.
Niðurmjóar gallabuxur eða
„skinny jeans“ hafa verið eitt það
heitasta í gallabuxnageiranum
síðustu árin. Annað algengt heiti
yfir þessar vinsælu gallabuxur er
„gulrótarsniðnar“ gallabuxur.
Fyrstu merki sniðsins má sjá
í kringum 1950
þegar stjörnur
eins og Marilyn
Monroe og Roy
Rogers klædd-
ust buxum með
þessu sniði.
Í kr ingum
1960 voru það
svo Bítlarn-
ir og Rolling
Stones sem
gáfu gulrótar-
sniðinu innspýt-
ingu og hljóm-
sveitir eins og
Sex Pistols
tóku buxurn-
ar undir sinn
væng síðar
meir. - jma
Rokkarar vilja
gulrótarsnið