Fréttablaðið - 27.08.2009, Page 49

Fréttablaðið - 27.08.2009, Page 49
FIMMTUDAGUR 27. ágúst 2009 33 Susan Sarandon er í samningaviðræðum um að leika í framhaldsmyndinni Wall Street 2: Money Never Sleeps í leikstjórn Olivers Stone. Sarandon mun leika móður ungs verðbréfa- sala á Wall Street (Shia LaBeouf) sem lendir í klónum á Gordon Gekko. Michael Douglas hefur þegar samþykkt að endurtaka hlutverk sitt sem Gekko, auk þess sem Frank Langella verður í leikaraliðinu. Framleiðsla myndar- innar hefst í New York í næsta mánuði. Sarandon er þessa dagana að leika í sjón- varpsmyndinni You Don´t Know Jack sem fjallar um ævi læknisins umdeilda Jack Kevorkian. Barry Levinson leikstýrir henni og með önnur aðalhlutverk fara Al Pacino og John Goodman. Hún sést næst á hvíta tjaldinu í The Lovely Bones í leikstjórn Peters Jackson. Þar eru aðrir leikarar Mark Wahlberg, Rachel Weisz og Stanley Tucci. Susan í Wall Street SUSAN SARANDON Fer að öllum líkindum með hlutverk í Wall Street 2. Bítlarnir eru heitt viðfangsefni í kvikmyndir þessa dagana. Í sein- ustu viku var tilkynnt að Robert Zemeckis ætlar sér að gera end- urgerð af myndinni Yellow Sub- marine með „motion capture“ tækni. Í gær kom fram í Variety að nú hyggst David Permut fram- leiða mynd um umboðsmanninn Brian Epstein. Epstein uppgötvaði Bítlana á Carvern Club í Liverpool og kom þeim til EMI þar sem þeir gáfu út sína fyrstu plötu. Hann dó úr ofneyslu eiturlyfja 32 ára gam- all, 1967. Hvað Bítlana varðar einblínir myndin á upphafsár hljómsveit- arinnar. Permut vonast til að fá afnot af upprunalegri tónlist þeirra í myndina, sem reynist yfirleitt þrautin þyngri. - kbs Bíómynd um líf Epsteins A HARD DAYS NIGHT Spurt er hvenær sú Bítlamynd verður endurgerð? Epstein og Yellow Submarine eru á leið á tjaldið. Kvikmyndaframleiðandinn Warn- er Bros. ætlar að endurgera ævintýrakvikmyndina Excalibur frá árinu 1981. Bryan Singer verður framleiðandi og hugsan- lega leikstjóri. Excalibur fjallar um leitina að hinum heilaga kal- eik til að bjarga lífi Arthúrs konungs. Í myndinni koma við sögu sverðið Excalibur, riddarar hringborðsins og galdramaðurinn Merlín. John Boorman leikstýrði fyrstu myndinni. Excalibur endurgerð „Þetta er stóraukinn fjöldi,“ segir Garðar Stefánsson sem skipulegg- ur kvikmyndasmiðju Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík sem verður haldin í næsta mánuði. Um eitt hundrað umsóknir frá ungu kvikmyndagerðarfólki í Evrópu og Ameríku hafa borist vegna smiðjunnar en á síðasta ári voru þær um 25 talsins. „Ísland er orðið mjög þekkt land og alræmt. Við erum búin að fá mjög mikla umfjöllun í fréttunum og það er líka ódýrt að koma hingað. Við höfum líka verið að kynna þetta vel úti,“ segir Garðar um þennan mikla fjölda. Í kvikmyndasmiðjunni, sem stendur yfir í þrjá daga, fær fólk tækifæri til að hittast í Reykjavík og upplifa það sem er að gerast í kvikmyndaiðnaði beggja vegna Atlantshafsins. Staðsetningunni er ætlað að brúa bilið á milli heims- álfanna tveggja, bæði landfræði- lega og menningarlega. „Hug- myndin er að fólk sé að fara úr stuttmyndinni yfir í mynd í fullri lengd og þessi smiðja er ætluð sem stökkpallur fyrir það. Þátt- takendurnir fá ráðleggingar frá gestum sem sækja hátíðina heim og íslenskum leikstjórum,“ segir Garðar. Búið er að loka á umsóknir erlendis frá en Íslendingum stend- ur enn til boða að sækja um, eða þangað til 1. september. Á endan- um verður 50 til 60 manna hópur valinn og því komast mun færri að en vilja. Í framhaldinu gefst hinu unga kvikmyndagerðarfólki færi á að senda inn mynd til sýningar á hátíðinni og keppa um hvatningar- verðlaun RIFF, Gullna eggið. - fb Hundrað útlendingar sóttu um GARÐAR STEFÁNSSON Um eitt hundrað umsóknir frá ungu erlendu kvikmynda- gerðarfólki hafa borist vegna kvik- myndasmiðjunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Optic Reykjavík ehf. S: 552 2002 Hamrahlíð 17 Húsi Blindrafélagsins 105 Rvk. Dagslinsur Kr: 2.490.- Mánaðarlinsur Kr: 4.900.- Silikon- mánaðarlinsur Kr: 8.900.-

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.