Neisti - 20.05.1984, Blaðsíða 3

Neisti - 20.05.1984, Blaðsíða 3
Ritstjórnargrein UNDIRBÚUM AÐGERÐIR í HAUST Hið mikla fjölmenni, sem tók þátt í samkomum verkalýðs- hreyfingarinnar á 1. maí, þrátt fyrir tilraunir moggaklíkunnar og bandamanna hennar í verkalýðshreyfingunni til að gera þær tortryggilegar, sýnir svo ekki verður efað, að þolinmæði flestra launamanna er á þrotum. Sú víðtæka andstaða sem rammasamningur VSÍ og ASÍ sætti, og eins almenni samningurinn, sem BSRB gerði við ríkið, segirsömusögu. Það er þessvegna gleðifréttir, að á formannaráðstefnu ASÍ nýverið urðu þær raddir fleiri en fyrr, sem hvöttu til uppsagnar samninga í haust, og nýrrar atlögu gegn kaupráninu. Ef litið er um öxl, og reynsla síðustu samningalotu metin, blasir við, að forystumenn verkalýðshreyfingarinnar vanmátu stórlega baráttuvilja almennra félagsmanna hreyfingarinnar, með þeim afleiðingum að þeir féllust á smánarsamninga, áður en nokkuð reyndi á það, hvort betri kosta væri völ. Er það kom í Ijós, að fjölmargir almennir launamenn, sem verkalýðsforystan hafði afskrifað fyrirfram, voru reiðubúnir til að fella smánarsamninginn og knýja fram annann betri, þurfti ekki frekar vitnana við. Mistök verkalýðsforystunnar lágu í augum uppi. Helstu forystumenn hreyfingarinnar eru ekki á því að viðurkenna þessi mistök. Stjórn verkalýðsmálaráðs Alþýðu- bandalagsins gerði til að mynda geðillsku samþykkt þar sem veitst var að Þjóðviljanum fyrir að taka málstað baráttunnar, gegn uppgjafarstenunni. Annað lærðu þessi náttröll ekki í vetur sem leið, og allra síst hefur þeim auðnast að horfast í augu við eigin mistök, og leiðrétta þau. En aðrir liðsmenn hreyfingarinnar em reynslunni ríkari. ítrek- aðar árásir ríkisstjórnarinnar á þær litlu kjarabætur sem fengust í síðustu samningalotu brýna launafólk einnig til dáða. Skatta- hækkanir og afnám niðurgreiðslna, verðhækkanir á brýnustu lífsnauðsynjum, en aukin fríðindi eignamönnum til handa, sýna svo ekki verður um villst, hvers er að vænta frá þessari ríkis- stjórn, ef verkalýðshreyfingin hefst ekki að. Fórnarlundin er launuð með frekari álögum. Á fyrrnefndri formannaráðstefnu var því haldið fram, að fylgi launafólks við aðgerðir yrði að vera tryggt, áður en hafist yrði handa í haust. Þetta er útaf fyrir sig alveg rétt. En þetta gerist ekki af sjálfu sér. Verkalýðsaðallinn þarf ekki að ímynda sér, að hann geti tryggt sig fyrir áföllum með því að viðhafa skoðana- kannanir af einhverju tagi, eða með skipulögðum áróðri einum saman. Fylgi launafólks við aðgerðir er undir því komið, hvort þær em líklegar til að bera árangur. Besta tryggingin fyrir því er sam- staða fólksins sjálfs, og hún verður ekki mynduð nema með þátttöku fólksins sjálfs. Hana getur enginn töframaður dregið upp úr hatti sínum á ráðstefnum verkalýðsaðalsins. Hana verð- ur að skapa með starfi í félögunum sjálfum. Forystu verkalýðssamtakanna ber að hrinda þessu starfi af stað nú þegar. Hún á að efna til vinnustaðafunda og gangast fyrir kosningu samninganefnda vinnustaða og starfsgreina, sem taki virkan þátt í mótun kröfugerðar og baráttuleiða. Hætta ber öllu leynimakki og gefa skýrar og greinargóðar upplýsingar um stöðu samningaviðræðna. í stað þess að meta stöðu mála á einkafundum, ber forystunni skylda til að hafa reglubundið samráð við félagsmenn hreyfingarinar. Loks verður að hætta því að miða alla kröfugerð við yfirlýsingar auðvaldsstjórnar- innar, sem er í engu treystandi. Með því að virkja með þessum hætti afl hreyfingarinnar allrar geta aðgerðir borið árangur. Þannig er mögulegt að binda endi á niðurlægingu verkalýðssamtakanna. Lokamarkmið þeirra kjaraátaka sem í hönd fara er þó ekki aðeins kjarabætur. Til að koma í veg fyrir að þær verði að engu gerðar, verður að reka ræningjana úr ráðherrastólunum, hunsa kúgunarlög þeirra, ef slíkt verður endurtekið, og sameina verkafólk til baráttu fyrir ríkisstjórn, sem stjómar landinu á skilmálum launþega. Pólitískri herleiðingu verkalýðshreyfing- arinnar verður að hnekkja, og skera brott íhaldsmeinsemdina, sem hefur grafið um sig í forystuliði samtaka launafólks það er forsenda þess, að barátta hreyfingarinnar beri varanlegan ávöxt. -/as

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.