Neisti - 20.05.1984, Side 8

Neisti - 20.05.1984, Side 8
Samningarnir Starfsmenn ríkisverksmiðja gera betur en ASÍ í upphafi aprí 1 voru nýgerðir kjara- samningar starfsmanna ríkisverk- smiðjanna og Vinnumálanefndar ríkisins felldir í ríkisverksmiðjunum þremur. Andstaðan við kjarasamn- inginn var sérstaklega mikil í Áburð- arverskmiðjunni, en þar voru um 90% starfsmanna á móti samningun- um. I Kísiliðjunni við Mývatn var einnig meirihluti á móti samningun- um, en í Sementsverksmiðjunni voru þeir felldir af minnihluta starfs- manna, þ.e. af trésmiðum og jámiðn- aðarmönnum. Astæður þess að samningurinn var felldur virðast hafa verið m^rgar. í fyrsta lagi kemur hér fram það sem birst hefur í nær öllum atkvæðagreiðslum sem fram hafa farið um kjarasamninga sem eru á nótum ASÍ-samkomulagsins, þ.e. að fólk vill mótmæla með því að greiða atkvæði á móti, jafnvel þótt það telji ekki endilega þar með að viðkom- andi hópur sé í aðstöðu til að sækja meira einn. í öðru lagi mun hafa verið óánægja með svokallaðan framleiðni- bónus. Bókanir varðandi hann þóttu ekki nógu skýrar og ekki tryggt að út úr honum kæmi kjarabót eins og t.d. átti sér stað hjá Álverinu. í þriðja lagi mun hafa verið óánægja með hlut einstakra hópa, svo sem kvenna í mötuneytinu í Sementsverksmiðjunni og pakkara í Kísiliðjunni. Nýir samningar náðust fimmtudaginn 12. apríl. Samkvæmt upplýsingum sem Neisti aflaði sér hjá Dagsbrún, felur samningurinn í sér sömu áfangahækkan- ir og eru í samkomulagi ASÍ og VSÍ. Hins vegar náðust fram mun hagstæðari aldurshækkanir. Bætt var við nýju starfsaldurþrepi eftir 10 ár, sem er 17% ofaná byrjunartaxta, og starfsaldurþrep eftir 7 ár var hækkað úr 14 í 15%. Auk þessa náðist samkomulag um að þeir sem hefja störf hjá ríkisverksmiðjunum flytja með sér þann starfsaldur sem þeir hafa öðlast á hinum almenna vinnu- markaði í hliðstæðum störfum. Er talið að þessar starfsaldurshækkanir jafngildi að meðaltali um 3% grunnkaupshækk- un fyrir alla starfsmenn ríkisverksmiðj- anna. Að lokum náðist fram skýrari bókun varðandi framleiðnibónus. Gert er ráð fyrir að vinna hefjist strax við hönnun framleiðnibónuskerfis sem feli 4 það í sér að framleiðnibónusinn verði hluti af launakerfinu, og að tryggt verði að hagræðing og aukin framleiðni skili sér í hærri launum. Skal þessu starfi vera lokið fyrir áramót. Þessi samningur hefur nú verið sam- þykktur af starfsmönnum ríkisverk- smiðjanna með 175 atkvæðum gegn 39. Pótt þama hafi ekki náðst fram samn- ingur sem er stórlega frábmgðinn sam- komulagi ASÍ og VSÍ, og rammi hans þannig endanlega sprengdur, er þessi þróun mála í ríkisverksmiðjunum enn eitt dæmi um það að forysta ASÍ hafði alrangt fyrir sér í því stöðumati sínu að ekki væri hægt að ná fram meiru en í samkomulagi ASÍ og VSÍ og að fólk væri ekki tilbúið til aðgerða. Fjárlagagatið LANGUR BANDORMUR - EN EINFALDUR Ríkisstjómin lagði fram í þing- inu þann 3. maí frumvarp til laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum, peninga- og lánsfjármálum 1984. Hér er um svokallaðan bandorm að ræða, sem ætlað er að fylla upp í gatið fræga. Helstu ráðstafanir em þessar: — Heimilt er að skera niður ríksútgjöld um 370 m.kr. frá því sem gert var ráð fyrir í f járlögum. Af þessari upphæð verða niðurgreiðslur skomar niður um 185 m.kr. í athugasemdum með frumvarpinu er rætt um að þessi lækkun á niðurgreiðslum komi til framkvæmda 7. maí, hvemig sem það má nú vera, þar sem ekki verður búið að samþykkja frumvarpið þá. — Ráðstöfunarfé Lánasjóðs íslenskra námsmanna verður ekki aukið frá ákvæðum f járlaga og lánsfjárlaga, og skal hlutfallstala lána af reiknaðri fjárþörf námsmanna miðast við það. — Talsmenn námsmannasamtakanna hafa lýst því yfir að þetta þýði að námslán muni á þessu ári ekki verða nema 60% af fjárþörf námsmanna. — Breytt er fyrirkomulagi innheimtu bamsmeðlaga, sem miðar að því að þau berist fyrr til Tryggingarstofn- unar ríkisins. — Lækkuð er hlutdeild ríkisins í tann- læknakostnaði bama og unglinga. — Frestað er enn um eitt ár að lengja skólaskylduna. — Akvæði em um bamabótaauka þann sem lofað var í tengslum við kjarasamninga ASÍ og VSÍ. — Lagt er á sérstakt kjamfóðurgjald. Aætlað er að tekjur af því verði um 60 m.kr. og verði það notað til að greiða uppbætur á útfluttar landbún- aðarafurðir. Samkvæmt lögum er heimilt að greiða útflutningsbætur allt að 10% af verðmæti landbúnað- arframleiðslunnar. Aætlað er að landbúnaðarframleiðslan verði á þessu verðlagsári um 4500 m.kr. skv. athugasemdum með frumvarpinu. Tíu prósent af því em 450 m.kr. á þessu ári (en eftir átti að greiða 18 m.kr. vegna verðlagsársins 1982-83)! Trúað gætum við að t.d. námsmenn myndu sætta sig mjög vel við samskonar meðferð!! — Gefin er heimild fyrir 10% sveigjan- legri innlánsbindingu á innlánsstofn- anir til viðbótar þeirri 28% bindingu sem nú er við lýði. — Félagsmálaráðherra er heimilt að taka 150 m.kr. erlent lán til að greiða vangoldin meðlög. — Fjármálaráðherra er heimilt að taka fyrir hönd ríkissjóðs erlend lán að upphæð 1222 m.kr. til viðbótar þeim sem heimiluð hafa verið í fjárlögum og lánsfjárlögum. Þar af em 719 m.kr., vegna halla á tekjujöfnuði ríkissjóðs, 302 m.kr. vegna vöntunar á innlendri lánsfjáröflun A-hluta ríkissjóðs og 190 m.kr. renna til hús- næðiskerfisins. — Framkvæmdasjóði er heimilað að taka erlend lán að upphæð 680 m.kr. til viðbótar við heimildir lánsfjár- laga. Af því em 300 m.kr. vegna skuldbreytinga í sjávarútvegi, 80 m.kr. vegna skuldbreytinga í land- búnaði, 150 m.kr. vegna viðhalds- verkefna skipasmíðastöðva og 150 m.kr. eiga að fara í svokallaða ný- sköpun í atvinnulífinu. Þessar aðgerðir em í sjálfu sér sára- einfaldar. Þær fela í sér annars vegar aukna kjaraskerðingu, vegna niðurfell- ingar niðurgreiðslna, auknar álögur á almenning, og hins vegar stórfelldar erlendar lántökur. Það er allt og sumt. Lækkun niðurgreiðslna og aukin þátt- taka almennings í lyfja- og læknakostn- aði og nýtt innflutningsgjald á kjam- < fóður mun hækka framfærslukostnað um 1,4% umsvifalaust. Þar af vega nið- urgreiðslumar og Iyfja- og læknakostn- aðurinn þyngst. Afleiðing þessara að- gerða verður m.a. sú, að kaupmáttur launa verður a.m.k. um 2% lægri á síð- asta ársfjórðungi þessa árs, en hann hefði orðið að óbreyttu. Þessar aðgerðir em því enn ein röksemdin fýrir því að verkalýðshreyfingin sæki meiri kjara- bætur í haust. 6.maí-MG 8

x

Neisti

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.