Neisti - 20.05.1984, Blaðsíða 14

Neisti - 20.05.1984, Blaðsíða 14
Suður-Ameríka ◄ Alræðisst jórnir á undanhaldi VERKALÝÐSSTÉTTIN TEKUR FORYSTU í BARÁTTUNNIGEGN HERFORINGJAKLÍKUNUM Erlingur Hansson tók saman 4 Árið 1983 var ár ósigra fyrir her- foringjastjómimar í Suður-Ameríku en þær em undantekningarlaust í vin- fengi við stjómvöld í Washington. Eftirtalin dæmi frá síðustu vikum árs- ins gefa góða vísbendingu um að skjót umskipti hafa orðið í álfunni undan- farið eitt og hálft ár. I hverju landinu á fætur öðm hafa herforingjastjómir vinveittar heimsvaldasinnum í Wash- ington, sem hafa verið við völd í meir en áratug, hrökklast frá völdum eða búið við sífellt ótryggara ástand. Verkalýðsstéttin og bandamenn hennar sækja nú fram eftir áratug ósigra og deyfðar. Nýtt tímabil stétt- arbaráttu í álfunni er hafið. Chile. Nærri hálf milljón manna safn- aðist saman í Santiago, höfuðborg landsins 18. nóvember og krafðist af- sagnar Pinochets einræðisherra, sem ber reyndar titilinn forseti. Stjómin neyddist til að láta þessar aðgerðir óáreittar enda voru þær studdar af 150 samtökum. Umguay. Einn stærsti stjómmála- fundur í sögu landsins var haldinn í höfuðborginni Montevideo þann 27. nóvember og sóttu hann um 200.000 manns. Svipaðar aðgerðir fór fram í sex öðrum borgum. Með þessum aðgerðum var smiðshöggið rekið á þriggja mánaða mótmælaöldu gegn einræðisstjórn her- foringjans Gregorio Alvarez. Fólk hafði farið í mótmælagöngur, hungurverkföll, lamið potta á götum úti þúsundum sam- an og farið sér hægt við vinnu. Argentína. Kosningabaráttan var mjög lífleg. í henni vom allsherjarverk- fall og fjöldafundir þar sem þátt tóku hundruðir þúsunda. Henni lauk með því, að Raúl Alfonsin varð forseti og tók við völdum 10. desember og gífurlega óvinsæl herforingjastjóm fór frá. Alfonsín hefur lofað að aflétta „náðun- inni“ sem herforingjarnir höfðu veitt sjálfum sér vegna morða og hvarfs þús- unda manna í stjómartíð þeirra. Hann lofaði einnig að hækka laun og koma landinu út úr efnahagskreppunni sem það er statt í. Forystumaður verkalýðs- samtakanna hefur veitt Alfonsín eftir- farandi viðvömn: ,,Ef ríkisstjómin veitir ekki fólkinu þann skerf sem réttilega til- heyrir því mun verkafólk lama þetta land eins oft og nauðsyn krefur." Brasilía. Þingmenn hundsuðu tilmæli forsetans og felldu kauplækkunarfrum- varp sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafði gert kröfu um. Herforingjastjómin lýsti yfir neyðarástandi og knúði frum- varpið lítið breytt í gegnum þingið. 20 000 verkamenn í skóverksmiðjum og 60 000 verkamenn í bílaverksmiðjum lögðu samstundis niður vinnu til að mót- mæla þessum árasum á h'fskjörin. At- vinnurekendur í bílaiðnaði sem voru hræddir féllust á að virða nýju lögin að vettugi. Bólivía. Hernám Siles Zuazo sem ári áður varð forseti eftir að allsherjarverk- fall sem stappaði nærri uppreisn batt endi á margra ára herforingjastjómatíð, fyrirskipaði 17. nóvember 60% gengis- fellingu og miklar verðhækkanir á mjólk, brauði, olíu og öðmm nauðsynj- um. Undir forystu námuverkamanna, sem hafa nú þegar knúið fram sjálfs- stjórn framleiðendanna í þeim námum sem þjóðnýttar em, fór verkalýðshreyf- ingin í sólarhringsallsherjarverkfall Siles til viðvörunar. Á sama tíma fóm að heyrast ýmsar gróusögur um yfirvof- andi vaídarán, sem nyti stuðnings bandaríska sendiráðsins og atvinnurek- enda en þessir aðilar em mjög uggandi vegna vaxandi hjálparleysis Siles gagn- vart stöðugt meiri skipulagningu, valdi og stéttarvitund verkalýðs og bænda. Uppruni og markmið herforingjastjórnanna Skömmu eftir 1960 voru heimsvalda- 14

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.