Neisti - 20.05.1984, Qupperneq 32

Neisti - 20.05.1984, Qupperneq 32
Friðarhreyfing og sósíalismi bandaríska herinn á brott úr landinu og berjast fyrir úrsögn íslands úr NATO. Úr NATO — herinn burt Nú leikur enginn vafi á því, að krafan um ísland úr NATO og herinn burt nýt- ur fjöldafylgis, sem er fyrir hendi þrátt fyrir undanhald Alþýðubandalagsins í hermálinu. Vaxandi vitund um mikil- vægi baráttunnar í Mið-Ameríku hefur einnig komið fram í aðgerðum til stuðn- ings byltingaröflunum og því, að sam- komur á vegum E1 Salvadornefndar- innar eru fjölsóttari en áður. Það er auk þess sama fólkið að miklu leyti, sem styður bæði þessi mál, þó auðvitað eigi sú regla sér undantekningar eins og aðrar reglur. Þetta er ekki skrýtið, ef haft er í huga, að afstaða fólks til þessara mála mótast ekki síst af almennum sjónarmiðum. Þó fáeinir Nato-sinnar með vonda sam- visku styðji mannréttindabaráttu í E1 Salvador, og álíka margir Framsóknar- menn með fjallablámann í augunum harmi ástand fjallkonunnar og vilji herinn burt, breytir það ekki því, að barátta gegn hemum og NATO, barátta gegn kjamorkuvígbúnaðinum og bar- átta gegn hemaðaríhlutun Bandaríkj- anna í Mið-Ameríku er ein og söm, bar- átta gegn yfirdrottnun heimsvaldastefn- unnar, hringavaldinu og heimslögreglu Bandaríkjanna. Hið áþreifanlega fram- lag okkar getur ekki verið eingöngu stuðningur við baráttu annarra, við verðum einnig að losa takið af okkur sjálfum, og lykillinn að því er að berjast opinskátt gegn hemum og NATO, fyrir því að meirihluti þjóðarinnar krefjist brottfarar hersins og úrsagnar úr NATO, fyrir því að þjóðin verði spurð í sérstakri atkvæðagreiðslu. Andstaðan í Evrópu Andstaðan gegn kjamorkuvíg- búnaðinum í Evrópu hefur dregið milljónir út á götumar. Hinar samhæfðu aðgerðir í síðustu viku október s.l. voru sérstaklega fjölmennar. Við birtum hér yfirlit í tölum: V-Þýskaland alls......... 1.000.000 Bonn .................... 300.000 London................... 300.000 Róm...................... 600.000 Brusseles ............... 400.000 Haag .................. 500.000 Kaupmannahöfn ......... 100.000 og víðar og fleiri. í mörgum aðgerðum vom önnur mál tekin upp í tengslum við barátt- una gegn kjamorkuvígbúnaði, t.d. í Haag, en þar vom m.a. borin spjöld með áletmninni „Eftirlýstur: Reagan, bófinn frá Grenada" og „Grenada nú, Woensdrecht næst“, en Woensdrecht er flugstöðin, þar sem fyrirhugað er að staðsetja nýju, bandarísku flugskeytin. Keflavíkur- gangan 1983 FRIÐAR- GANGA GEGN HER OG NATO Það vakti nokkra athygli þeirra, sem fylgjast með starfsemi Samtaka herstöðvaandstæðinga, að í fyrstu auglýsingunum fyrir síðustu Kefla- víkurgöngu var krafan um ísland úr Nato og herinn burt höfð á lofti, en er nær dró göngudegi hvarf þessi aðalkrafa Samtakanna úr auglýsing- unum. Að baki þessari breytingu lá ágreiningur innan miðnefndar sam- takanna, og átök milli þeirra, sem vildu halda í samþykkt markmið samtakanna og önnuðust frumundir- búning göngunnar, og ,,friðarsinna“ í samtökunum. Er fyrstu auglýsing- arnar höfðu birst risu hinir upp á aft- urlappirnar, sem töldu rétt að biðla af öllum kröftum til Nato-sinnaðra frið- arsinna, sem teldu herinn af hinu góða. Eftir að þessi hópur náði meiri- hluta á miðnefndarfundi yfirtók hann undirbúninginn. Ekki fór þó svo, að Nato-sinnar fjölmenntu í gönguna, enda gekk all- ur áróður íhaldsins gegn henni út á það að sanna, að hér væri komma- úlfurinn í sauðargæru frjálslyndis og fagnaðarboðskapar um frið á jörð. Göngumenn hrópuðu hins vegar kröfuna horfnu fullum hálsi, en hurfu í hópum af vettvangi er prestur einn sem var aðalræðumaðurinn í göngulok hóf predikun sína. 32

x

Neisti

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.