Neisti - 20.05.1984, Blaðsíða 22

Neisti - 20.05.1984, Blaðsíða 22
Bretland KOLANÁMUMENN ÓGNA EFNAHAGSSTEFNU THATCHERS Eftir Árna Sverrisson Verkfall kolanámumanna í Bret- landi hefur enn beint sjónum manna að átökum Thatcherstjóm- arinnar og bresku verkalýðshreyf- ingarinnar en námumar em rekn- ar af ríkinu. f verkfallinu er tekist á um gmndvallaratriði í stefnu Thatch- ers, innleiðingu gróðasjónarmiða í kolanámureksturinn, sem hafa leitt til þess að á ámnum 1979-1983 hefur 36 námum verið lokað, og 27.000 verkamenn misst vinnu sína. Verkfallið hefur þó þýðingu umfram það. Margvíslegar árásir stjómarinn- ar á verkalýðshreyfinguna hafa náð fram að ganga, og aðrar em í undir- búningi. Ósigur Verkamannaflokks- ins í síðustu kosningum hefur leitt til hægri þróunar meðal verkalýðsfor- ystunnar, og starfsemi verkalýðsfé- laga eríöldudal. Með verkfalli námumanna er bar- áttan gegn verkalýðsfjandsamlegum aðgerðum stjómarinnar því hafin á nýjan leik. Atlaga íhaldsstjórnarinnar að verkalýðsfélögunum Á árunum 1972 og 1974 unnu námamenn eftirminnilega sigra á íhaldsstjóm Edwards Heaths, sem varð til þess að hún sagði af sér. Meðan íhaldið beið þess að kom- ast aftur í ráðherrastóla mat það þessa reynslu, og var núverandi sam- gönguráðherra, Nicholas Ridley að nafni, falið að gera skýrslu þar um, sem haldið var leyndri en hefur nú verið afhjúpuð. Efnagagsvandamál númer eitt í augum íhaldsins er hinn stóri þjóð- nýtti geiri efnahagslífsins. íhalds- flokkurinn stefnir að því að loka þeim fyrirtækjum sem ekki skila hagnaði, selja þau sem það gera til einkaaðila, en fela einkaaðilum sem flest verkefni í þeim geirum, sem hvorki er hægt að loka né fela einka- aðilum alfarið, t.d. í heilbrigðiskerf- inu. Fyrri reynsla færði íhaldinu heim sanninn um það, að þessi áform myndu mæta mikilli andstöðu. Aug- ljóst var, að íhaldið gat ekki gert sér vonir um að brjóta þessa andstöðu á bak aftur alla í senn. íhaldið varð m.ö.o. að takast á við verkalýðs- hreyfinguna skref fyrir skref, og mikilvæg forsenda þess að það gæti tekist, var að sundra verkalýðsstétt- inni, og koma þannig í veg fyrir sam- einað andsvar við árásum á einstaka hluta stéttarinnar. Atvinnuleysi sundrar verkalýðsstéttinni Beittasta vopnið, sem Thatcher- st jórnin brá á loft í þessu skyni var og er atvinnuleysið. Með markvissri at- vinnuleysisstefnu hefur stjóminni tekist að auka atvinnuleysið skv. opinberum tölum úr 1,2 milljónum manna í 3,2 milljónir, en amk. milljón atvinnuleysingja að auki eru ekki taldir með í þeirri tölu. Samhliða hafa laun þeirra, sem hafa vinnu hækkað uþb. 7%. Uppsögnum er beitt gegn baráttusinnum, og með at- vinnuleysishótunum er veiklynt fólk leitt til verkfallsbrota. Atvinnuleys- ið, sem er svo nauðsynlegt fyrir stefnu Thatchers hefur ennfremur leitt til þess að félagsleg vandamál hvers- konar færast í aukana og verða erf- iðari úrlausnar fyrir verkafólk. Vísbendingu um afleiðingamar er að finna í eftirfarandi töflu: Verkfallsdagar (í milljónum) 1979 29,5 1980 12,0 1981 4,3 1982 5,3 1983 3,6 Atvinnuleysið hefur dregið gríðar- lega úr baráttuvilja verkafólks og kjaraátökum. Samtímis hefur með- limum verkalýðsfélaga fækkað úr 12,2 milljónum í tæplega tíu milljón- ir. Kjömum trúnaðarmönnum hefur fækkað út 130.000 í 80.000 á sama tíma. Trúnaðarmönnum í fullu starfi fyrir verkalýðsfélögin hefur fækkað úr 4000 í 2000. Ef ekki kæmi til stöð- ugur straumur nýrra félaga úr röðum kvenna hefði hlutfall bresks verka- fólks sem er skipulagt í verkalýðsfé- lögum fallið enn meira en raun ber vitni, eða úr 52% í 49,5%. Löggjöf gegn verkalýðs- hreyfingunni Til að gulltryggja þann árangur, sem náðst hefur með hinni siðlausu atvinnuleysisstefnu, hefur íhalds- stjómin beitt löggjafarvaldinu í rík- 22

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.