Neisti - 20.05.1984, Blaðsíða 38
Fjórða Alþjóðasambandið
Sósíalíski verkamannaflokkurinn
í Bandaríkjunum býður fram í
forsetakosningunum í haust
Gagnrýnir útvatnaða umbótastefnu Jacksons.
Mondale, Jackson, Hart.
Bandarísku forsetakosningamar
eru jafnan f.o.f. átök milli kosninga-
véla stóru auðvaldsflokkanna
tveggja. I Bandaríkjunum erenginn
stór verkalýðsflokkur og forystu-
menn verkalýðshreyfingarinnar
hafa að þessu sinni veðjað á Walter
Mondale, fyrrum varaforseta Cart-
ers, sem þykir Iíklegastur til að
verða útnefndur sem forsetaefni
demókrata.
Annar af þeim, sem nú reynir að
hljóta útnefningu demókrataflokksins
er blökkumaðurinn Jesse Jackson,
sem hefur í baráttu sinni reynt að
höfða til minnihlutahópa, og einnig
tekist að afla sér stuðnings fjölmargra
vinstrisinna. Nær öll samtök og rit, sem
nefna sig sósíalísk eða kommúnísk
hafa lýst stuðningi sínum við Jackson.
Sósíalíski Verkamannaflokkurinn,
sem styður fjórða Alþjóðasambandið
en getur ekki átt aðild að því vegna
afturhaldssamrar löggjafar í Banda-
ríkjunum, hefur þó ekki skipað sér í
sveit Jacksonsinna. Hann býður fram
þau Mel Mason og Andreu Gonzales á
grundvelli sósíah'skrar stefnuskrár.
Flokkurinn stendur þar með einn utan
kosningavéla borgaraflokkanna, og
flytur bandarísku verkafólki boðskap
byltingarínnar í þessu öflugasta heims-
valdaríki veraldar.
Verkalýðs- og bændastjórn
Kosningaherferð Mason og Gon-
zales byggir á áróðri fyrir stéttarlegu
sjálfstæði verkalýðsins, nauðsyn að-
gerða gegn kreppupólitík auðvalds-
flokkanna og alþjóðlegri samstöðu
verkalýðsins gegn heimsvaldastefn-
unni.
Bandaríska verkalýðsstéttin, sem
gegnir lykilhlutverki í stéttaátökunum
í heiminum, þarf að byggja upp sína
eigin forystusveit, flokk, sem getur
leitt verkalýðsbaráttuna. Baráttan
verður að miða að því að kollvarpa
auðvaldsskipulaginu og að myndun
verkalýðs og bændastjómar. Slíkan
flokk er ekki hægt að byggja upp nema
í ósættanlegri andstöðu við atvinnu-
rekendur, flokka þeirra og ríkisstjóm
þeirra. Pennan boðskap flytja þau
Mason og Gonzales á fundum víðsveg-
ar um Bandaríkin.
Það er nauðsynlegt að fólk geri sér
grein fyrir eðli Demókrataflokksins,
sem eins og Repúblikanaflokkurinn er
fjárhagslega háður örfáum fjölskyld-
um og rekur pólitík þeirra. Demó-
krataflokkurinn er f.o.f. valkostur
borgarastéttarinnar, segja þau Mason
og Gonzales.
Jackson gagnrýndur
Sósíahski Verkamannaflokkurinn
álítur Jackson-framboðið ekki vera
valkost fyrir verkafólk. í grein sem
einn af forystumönnum flokksins,
Doug Jenness, ritaði í málgagn flokks-
ins, Militant, segir hann: „Það leikur
enginn vafi á því, að framboð Jackson
hefur stuðlað að miklum umræðum í
svarta samfélaginu og meðal áhuga-
fólks um stjómmál um þver og endi-
löng Bandaríkin. Og það væri
heimskulegt að taka ekki þátt í þessum
umræðum. Þær veita sósíalískum
verkamönnum kærkomið tækifæri til
að koma sjónarmiðum sínum á fram-
færi.“ „Það er ekkert skrítið,“ segir
Jenness, ,,að Jackson skuli taka þátt í
forkosningum demókrata. Það er fylh-
lega samkvæmt umbótasinnuðum við-
horfum hans, sem draga kapítalismann
ekki í efa. Hann styður gmndvallar-
atriðin í utanríkisstefnu Bandaríkj-
anna. Hvað efnahagsmálin varðar, þá
leggur Jackson áherslu á það, að
bandarísk fyrirtæki verði samkeppnis-
hæf á heimsmarkaðinum, þ.e. græði
meira. í stað þess að hvetja bandaríska
og japanska verkamenn til sameigin-
legrar baráttu gegn óvini beggja, auð-
valdinu í þessum löndum, bergmálar
hann and-japanskan áróður atvinnu-
rekenda.“
Flestir straumar á vinstrivæng
bandarískra stjómmála hafa kosið að
láta afstöðu Jacksons liggja í þagnar-
gildi. „Það er tilhneiging til þess, að
blása út minniháttar umbótatillögur
Jacksons, en þegja um afturstæðari g
jafnvel afturhaldssöm sjónarmið
hans,“ segir Jenness. Með því að elta
Jackson, er meirihluti vinstrimanna að
dylja raunverulegt eðli demókrata og
repúblikana, og vinna gegn því, að
mótuð verði sjálfstæð verkalýðsstefna.
Framboð Jackson og barátta hans fyrir
auknum áhrifum svartra innan demó-
krataflokksins mun ekki hjálpa
blökkumönnum til að rjúfa tengslin
við auðvaldsflokkana. Stuðningur
vinstrisinna við Jackson hjálpar ekki
þeim baráttumönnum, sem leita að
póhtískum skilningi á verkefnum
vinstrihreyfingarinnar, verkalýðs-
hreyfingarinnar og hreyfinga minni-
hlutahópa í Bandaríkjunum.
-/GG.