Neisti - 20.05.1984, Síða 26

Neisti - 20.05.1984, Síða 26
Lögregluríki frjálshyggjunnar Þessa dagana er til umræðu í breska þinginu frumvarp um aukið vald Iögreglunnar, en minni réttindi borgaranna. Þetta frumvarp er lagt fram af ríkisstjóm Thatchers, enn einn þráður spunninn í þá henging- aról, sem „jámfrúin“ ætlar sér að hengja alla andstæðinga sína í. Hin- ar víðtæku Iögregluaðgerðir gegn námumönnun undanfarið em for- boði þess sem koma skal, ef íhaldið fer sínu fram, en lögreglan hefur ein- mitt beitt gegn námumönnum ýms- um ólöglegur aðgerðum, sem verða lögleiddar, ef hið nýja frumvarp nær fram að ganga. Helstu ákvæði frumvarpsins eru: Lögreglunni er heimilað að stöðva fólk, leita á því, og í faratækjum þess, ef hana grunar að viðkomandi hafi meðferðis þýfi, árásarvopn eða tæki til að nota við þjófnað. Lögreglan getur m.ö.o. stöðvað hvem sem hana lystir, því flest má nefna vopn eða tæki til þjófnaðar ef því er að skipta. Sérhver æðri lögregluforingi getur látið setja upp vegartálma í sjö daga eða jafnvel lengur, ef grunur leikur á að alvarlegur glæpur verði framinn í náinni framtíð. Leyft er að halda fólki í gæsluvarð- haldi allt að fjóra sólahringa, án þess að kæra liggi fyrir, og lengur, ef gmnur fellur á viðkomandi um annan glæp, en þann, sem var upphafleg ástæða varð- haldsins. Neita má hinum gmnaða um að hafa samband við lögfræðing í allt að 36 klst. og lengur við sérstakar aðstæð- ur. Játningar við yfirheyrslur má fram- vegis nota í réttarhöldum, þó ákærði dragi þær til baka, nema hann geti sannað að kúgun hafi verið beitt eða að játning hans sé óábyggileg af öðrum ástæðum. Lögreglan getur afklætt fanga og leitað á þeim án þess að gefa upp sér- stakar ástæður, einnig leitað í munni, endaþarmi eða leggöngum, án sam- þykkis fanga, þ.e. með valdi. Fingraför og sýnishorn af húð, hári, osfrv má framvegis taka með valdi. Lögreglunni verði leyft að ráðast inn í híbýli fólks og gera húsleit, einnig á vinnustað þess, þó enginn gmnur liggi fyrir því að viðkomandi hafi gerst brotlegur. Sérstaklega rúmar leitar- og handtökuheimildir em í tengslum við röskun á almannafriði, og getur hver sem tekur þátt í fjöldafundi eða skipu- leggur slíkt átt von á því að vera hand- tekinn, og húsleit gerð á heimili hans, eða skrifstofum verkalýðsfélaga osfrv. Upplýsingar um trúnaðarmál, sem lögreglan kemst yfir meðan á leit stendur, má nota í rannsókninni, t.d. skrár hverskonar, sjúkdómslýsingar lækna, minnisblöð félagsráðgjafa, og annarskyns efni, sem hingað til hefur ekki verið hægt að rannsaka, nema með úrskurði dómara. Loks er heimilt að handtaka fólk fyr- ir allskyns minniháttar brot, t.d. að fleygja rusli á almannafæri, ef lögregl- una gmnar t.d. að hinn gmnaði hafi gefið upp rangt nafn og heimilisfang. Raunar er hvaða afsökun sem er full- gild í þessu tilliti, skv. ákvæðum frum- varpsins. Þetta fmmvarp er lagt fram undir því yfirskini, að glæpum hafi fjölgað, og því nauðsynlegt að auka vald lögregl- unnar. En athugun, sem innanríkis- ráðuneytið breska, sem fer með dóms- mál, lét gera, sýnir t.d. að kæmr í fram- haldi af því að fólk er stöðvað á götu eru fátíðar, og flestar vegna þess að viðkomandi bmgðust illa við því að vera áreittir af lögreglunni. Stöðvun og yfirheyrslur yfir borgumnum á götum úti skapa m.ö.o. brot, en koma ekki í veg fyrir þau, leiða af sér kæmr fyrir óvirðingu við lögreglumann að störf- um, mótþróa osfrv., en koma sára- sjaldan upp um glæpi, hvað þá meiri háttar afbrot. Nei, tilgangur frumvarpsins er að lögleiða misbeitingu valds gegn and- stæðingum íhaldsins, uppreisnar- gjömu æskufólki og verkalýðshreyf- ingunni. Aukið frelsi auðmagnsins skerðir frelsi almennings. 26

x

Neisti

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.