Neisti - 20.05.1984, Blaðsíða 2
Markmið Fylkingarinnar og
Fjórða Alþjóðasambandsins
FJÓRÐA ALÞJÓÐASAMBANDIÐ starfar að því að samhæfa og breiða
út meðal samtaka sinna í einstökum löndum þá reynslu og lærdóma sem
baráttusamtök verkalýðs og sósíalista búa yfir og ganga í gegnum. Þetta
alþjóðastarf styrkir samtök og hreyfingar með einstökum þjóðum.
Útgáfudagur 20. maí 1984
Áskriftarverö: 1/2 ár kr. 400
FJÓRÐA ALÞJÓÐASAMBANDIÐ styður ávallt og berst fyrir málstað
verkalýðsstéttarinnar og annarra undirokaðra hópa hvar sem er í heimin-
um. Fjórða Alþjóðasambandið reynir alltaf eftir bestu getu að vinna að því
að breiða út virkan og siðferðilegan stuðning við frelsisbaráttu alþýðu gegn
heimsvaldastefnu jafnt og samstöðu með sonum og dætrum alþýðustétt-
anna sem verða fyrir ofsóknum valdhafa í einstökum löndum.
FJÓRÐA ALÞJÓÐASAMBANDIÐ starfar hvarvetna að myndun bar-
áttuflokka verkalýðs. Fjórða Alþjóðasambandið stefnir að sósíalískri um-
sköpun samfélagsins. Það berst fyrir því að verkalýðsstéttin verði ráðandi
stétt í samfélaginu með því að atvinnutækin verði sameign vinnandi fólks,
og framleiðslustarfsemi þjóðfélagsins verði stjómað með lýðræöislegri
áætlanagerð.
FJÓRÐA ALÞJÓÐASAMBANDIÐ byggir á því að verkefni verkalýðs-
baráttunnar eru mismunandi eftir því hvar þjóðfélögin eru á vegi stödd í
efnahags- og stjórnmálaþróun. t hinum þróuðu iðnríkjum auðvaldsins eru
bein úrræði sósíalismans nauðsynleg til að leysa kreppu samfélagsins. í
hinum vanþróuðu löndum á suðurhveii jarðar er nauðsynlegt að berjast
fyrir þjóðlegu sjálfstæði, umbótum í landbúnaðarmálum og lýðræðislegum
umbótum sem leiða síðan til sósíalískrar nýsköpunar samfélagsins. Vanda-
mál vanþróunarinnar verða aðeins leyst undir forystu ríkisstjórnar verka-
lýðs og bænda í andstöðu við iðnjöfra og stórjarðeigendur. í þeim löndum
þar sem auðvaldsskipulag hefur verið afnumið en úrkynjað embættis-
mannabákn einokar pólitísk völd, eins og í Sovétríkjunum og Kína, er
nauðsynlegt að steypa þessu skrifstofuveldi með pólitískri byltingu undir
forystu verkalýðsins og koma á fót lýðræðislegu stjómarfari sósíalismans.
VIÐ HÖFUM
verið að rukka undanfarið, og jafnframt forvitnast
um það, hvað áskrifendum finnst um breytingam-
ar á blaðinu. Útlietbreytingin hefur fallið í góðan
jarðveg, blaðið þykir iæsilegra og eigulegra en
fyrr. Það hefur einnig mælst vel fyrir að birta lengri
greinar um einstök mál samhliða styttri frásögn-
um. En eins og einn áskrifandi benti á, skiptir
innihaldið öllu máli, og annar áskrifandi kallaði
sérstaklega eftir meiri upplýsingum til nota í
hversdagsumræðum.
Er við höfum lokið rukkuninni og þarmeð rætt við
velflesta áskrifendur munum við ræða allar þær
ábendingar sem við höfum fengið og nota til að
bæta blaðið.
Tveir áskrifendur sögðu upp blaðinu af þeim
sem við töluðum við og voru hundóánægðir. Hinir
voru langtum fleiri, sem þökkuðu okkur fyrir
breytingarnar áður en okkur tókst að stynja upp
spurningunum. Við þökkum kærlega fyrir viðtök-
urnar. Þær eru mikil hvatning.
-/as
FYLKINGIN starfar að því að byggður verði upp baráttuflokkur verkalýðs-
ins sem getur haft forystu fyrir verkalýðsstéttinni og vinnandi alþýðufólki í
sósíalískri umsköpun þjóðfélagsins á íslandi. Raunverulegur forystuflokk-
ur verkalýðsins verður aðeins til í baráttu verkalýðsins og myndaður af
verkafólki sjálfu. Fylkingin vinnur að þessari flokksbyggingu meðal verka-
fólks og í verkalýðsfélögunum. Starf hennar innan Alþýðubandalagsins
þjónar einnig þessum tilgangi.
FYLKINGIN er andvíg því að borgaralegu verkalýðsflokkamir, Al-
þýðubandalagið og Alþýðuflokkurinn gangi til samstarfs við auðvaldsöfl-
in í ríkisstjórnum. Það hefur ávallt í för með sér að verkalýðshreyfingin er
drepin í dróma og verslað er með lífshagsmunamál verkafólks.
FYLKINGIN berst þess vegna gegn því skrifstofuveldi sem ríkir í verka-
lýðshreyfingunni og fyrir lýðræði og virkni hinna almennu félaga í verka-
lýðssamtökunum. Það eru aðeins lifandi og virk verkalýðssamtök sem geta
varist sókn auðvaldsins og staðið fyrir nýsköpun samfélagsins í framtíðinni.
FYLKINGIN stefnir að því að fjöldasamtök verkalýðsins setji á fót sína
eigin ríkisstjóm sem framkvæmir efnahagslegar, félagslegar og pólitískar
ráðstafanir sem leiða okkur út úr auðvaldskreppu og gera okkur fært að
stjórna samfélagi okkar lýðræðislega í hag vinnandi fólks.
Efni þessa blaðs:
Friðarpáskar...............
Sókn semur ................
Lágmarkslaun ..............
Framtíðin .................
Ríkisverksmiðjur...........
Ríkisfjármál ..............
Suður-Ameríka..............
Bretland...................
Friðarhreyfing ............
Filipseyjar................
El Salvador ...............
Nicaragua .................
Pólland ...................
Grenada....................
Bandaríkin.................
4
5
6
7
8
9
14
22
27
33
34
35
36
37
38
er málgagn Fylkingar byltingarsinnaðra kommúnista.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður Neista er Ámi Sverrisson.
Ritnefnd Neista er framkvæmdanefnd miðstjómar
FBK. Aðsetur Neista er að Laugavegi 53A, s. 17513.
Neisti leitast við að gera skil öllum meginverkefnum
stéttabaráttunnar, hér á landi og alþjóðlega. Neisti er
málsvari verkalýðsstéttarinnar, og styður jafnframt
baráttu allra kúgaðra minnihlutahópa, þjóðarbrota og
kynþátta. Neisti flytur fréttir og fréttaskýringar um bar-
áttu verkalýðsins og undirokaðra hópa hérog annars-
staðar, og flytur og kynnir stefnu Fylkingarinnar í öll-
um efnum.
2