Neisti - 20.05.1984, Side 18

Neisti - 20.05.1984, Side 18
Chile og Uruguay: mótmæli í hverjum mánuði. Það var í Chile og Uruguay sem styrk- leikahlutföllin breyttust hvað óvæntast og mest einræðisherranum í óhag á ár- inu 1983. Bæði löndin hafa verið undir oki hervalds í tíu ár. Nú eiga Pinochet og herforingjamir í Montevideo í vök að verjast. Fyrstu mótmæli á götum úti síð- an 1973 sáust í Chile í mars og í Uruguay í maí. Pau voru fljót að breytast í fjölda- hreyfingu sem krafðist endaloka her- veldisins. í Chile voru það kopamámuverka- mennirnir og nokkur önnur verkalýðs- félög sem höfðu fmmkvæði að mánað- arlegum mótmæladegi sem fyrst var reyndur í maí. Eftir að stappað hafði nærri allsherjarverkfalli í júní var mynd- að bandalag sem í vom aðallega borg- araflokkar (AD) sem reyndi að fylkja fjöldahreyfingunni undir merki sitt. En AD tókst illa að hafa stjóm á mótmæla- dögum sem það boðaði í júní, ágúst og september. Ungir atvinnuleysingjar fá- tækrahverfanna fóm hvað eftir annað að byggja götuvígi til að mæta þar hem- um. Hrun iðnaðarins í Chile, sem Chicago- ráðgjafar Pinochets lögðu í rúst skapaði tugþúsundir atvinnuleysingja sem em reiðubúnir að berjast fyrir atvinnu og mat og gegn herforingjastjóminni. í ágúst og september féllu 36 mót- mælendur í götubardögum, tugir særð- ust og hundmð vom handtekin. Jafn- framt því sem st jómin beitti bæði her og lögreglu reyndi hún að fá AD til að fall- ast á langtímaáætlun um aðlögun að borgaralegu stjómarfari. Ekki vom fyrr hafnar viðræður milli AD og innanríkis- ráðherrans - sem reyndar leiddu ekki til neins - en ný samsteypa myndaðist sem endurspeglaði miklu betur kröfur og hagsmuni almennings. Lýðræðishreyfing alþýðunnar (MDP) sem mynduð er af hverfanefndum og stéttarfélögum, vinstri öflum eins og kommúnistaflokknum og Vinstri bylt- ingarhreyfingunni (MIR) tók fmm- kvæðið að skipulagningu mótmæladaga í október en AD neitaði að styðja það. Pegar AD hafði mistekist að fá ríkis- stjómina til að slaka eitthvað til fór það MÓTMÆLT í HVERJUM MÁNUÐI Koparnámumenn í Chile hafa gengt lykilhlutverki í baráttunni gegn einræðisstjóm Pinochet. aftur að styðja f jöldamótmæli og boðaði mótmælafund 18. nóvember sem hálf milljón manns sótti. Pinochet neitar enn að gera nokkrar tilsiakanir og herma fréttir að MDP og CNT ræði nú undir- búning allsherjarverkfalls. Atburðir á Uruguay urðu með keim- líkum hætti. Það hafa verið mótmæla- dagar mánaðarlega síðan í ágúst. Þó borgaraflokkamir hafi stutt þessar að- gerðir hefur samstarfsnefnd verkalýðs- félaga haft forystu um þær. Þetta hálf- ólöglega verkalýðssamband hefur bæði skipulagt meir en 200 þúsund manna kröfugöngur gegn aðhaldsaðgerðum og herstjórn og nokkur stutt allsherjar- verkföll. Mótmælaaldan í Umguay hefur af- hjúpað mikinn ágreining í 26 manna herforingjastjórn landsins. Einn armur- inn sem samanstendur af foringjum úr flugher og flota vill ólmur gera sam- komulsg við borgaraflokkana og stefna áfram að kosningum í nóvember 1984 eins og lofað hefði verið. Hinn armurinn sem hefur meirihluta og er undir forystu Gregori Alvarez forseta, hershöfðingja úr landhemum stefnir að áframhaldandi yfirráðum hersins bak við grímu borg- aralegs lýðræðis. VINNU, JARÐNÆÐI, FRELSI. 18

x

Neisti

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.