Neisti - 20.05.1984, Side 5

Neisti - 20.05.1984, Side 5
Kjamorkuvopnalaus Nor&urlönd Krafan sem náði fram að ganga, áður en hún var lögð fram, en íslenskir ráða- menn hafa lýst því yfir, að hér séu ekki og verði ekki kjarnorkuvopn. Dæmigert fyrir stefnulegt undanhald og breiðfylk- ingaráráttuna. stæðinga var í þessu máli flækt í net eigin undanhalds í herstöðvabaráttunni á undanfömum mánuðum. Fyrst kom Keflavíkurgangan í sumar, þar sem reynt var að fela herstöðvaandstöðuna og baráttuna gegn Nató. Síðan þögla blysförin á Þorláksmessu, og nú þetta. Þetta er afleiðing þess, að í stað hlut- tækrar baráttu gegn hersetunni og öllu sem henni fylgir, er sett almennt friðar- hjal. Það hefur það hins vegar í för með sér, að mörkin á milli Natósinna og Natóandstæðinga verða óljós, því svo lengi sem ekki em sett fram nein hand- föst baráttumarkmið, t.d. gegn auknum hernaðarframkvæmdum hér á landi, er ekkert sem getur hindrað að Natósinnar leiti inn í samfylkingar eins og þá sem ætlunin var að búa til í kringum friðar- vikuna. Til að snúa þessari þróun við, verður að stöðva það undanhald sem miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga hefur verið á í herstöðvamálinu. Það má ekki gerast, að nýjar kynslóðir verði aldar upp í því, að andstaða við herinn og Nató sé eitthvað óhreint sem beri að dylja sérstaklega, þegar komið er innan- um fínt fólk, eins og presta og lista- menn. En þama ræður miðnefndin ekki þróuninni ein, enda fór hún inn á þá braut sem hún hefur nú verið að feta m.a. vegna þrýstings frá Alþýðubanda- laginu, sérstaklega meðan það var í rík- isst jóm og þurfti að setja eitthvað í stað- inn fyrir brottför hersins. Leiðari Þjóð- viljans frá 19. apríl, sem hét gegn hem- um á páskum, vekur vonir um að nú sé að verða breyting á þeirri stefnu sem leiddu til þeirra mistaka sem gerð vom við undirbúning friðarpáskanna 1984. Það mun koma í ljós á næstunni hvort miðnefnd Samtaka herstöðvarandstæð- inga mun læra af þessum mistökum. MG. V Samningarnir____________ Sókn semur Nær betri samningum en ASÍ, þrátt fyrir skemmdarverk forystunnar f síðasta Neista skýrðum við frá þróun mála innan Sóknar. Þar kom fram hvemig sú samninganefnd sem kosin var á féiagsfundi eftir að samn- ingamir vom felldir, fór að því að byggja upp baknefnd og virkja félag- ana við mótun kröfugerðar félags- ins. Þar var einnig skýrt frá því hvemig stjóm félagsins með Aðal- heiði Bjamfreðsdóttur í fararbroddi vann að því að grafa undan samninga- nefndinni og gera aðstöðu hennar erfiðari. Á félagsfundi sem samninganefndin fékk stjóm félagsins til að halda og kynna átti kröfugerðina, las Aðalheiður Bjamfreðsdóttir upp bréf frá viðsemj- endum félagsins, þar sem gengið var að nokkmm af kröfum félagsins til viðbót- ar þeim sem samist hafði um í fyrri samningi, sem var felldur. Þótt Aðal- heiður hafi ætlað að nota þetta bréf til að grafa undan samninganefndinni og sýna að hún gæti náð meira fram með makki bak við tjöldin, heldur en samn- inganefndin með sínum opnu og lýð- ræðislegu vinnubrögðum, þá er ljóst að þetta bréf sýnir fyrst og fremst að um- svifalaus árangur varð að því að fella samningin í Sókn. Tilboð viðsemjend- anna var jú betra en samningurinn sem felldur var og sýndi það að félagsfundur- inn í Sókn hafði ýtt við þeim. í síðasta Neista kynntum við kröfu- gerð Sóknar. í tilboði viðsemjendanna var gengið að fyrstu kröfunni, sem gekk útá að lágmarkslaun skyldu skilyrðis- laust vera 12.660 kr., þ.e. unglingataxt- inn og sex mánaða ákvæðið úr ASÍ samn- ingunum féllu brott. í öðru lagi var gengið að þeirri kröfu um almenna hækkun Sóknarfélaga um einn launa- flokk, og jafngildir það 4% grunnkaups- hækkun fyrir alla meðlimi Sóknar. í þriðja lagi var gengið að þeim kröfum sem áður hafði samist um. í frekari samningaviðræðum tókst samninganefndinni að ná fram tveim atriðum til viðbótar. í fyrsta lagi gaf heilbrigðisráðherra ítrekaða yfirlýsingu sem beint var til stjómamefndar ríkis- spítalanna um að böm Sóknarfélaga hafi aðgang að bamaheimilum í tengsl- um við sjúkrastofnanir. Þetta mál er nú til umfjöllunar og m.a. undir Sókn kom- ið hversu hart félagið þrýstir á framgang þess. í öðm lagi var skipuð samstarfs- nefnd beggja samningsaðila til að kanna hvemig hægt verði að tryggja fram- kvæmd ákvæða laga um 10 tíma sam- fellda hvfld á sólarhring. Kjarasamningurinn var síðan sam- þykktur á félagsfundi Sóknar 3. aprfl s.l. með 210 atkvæðum gegn 32. Lærdómarnir Þessi niðurstaða sýnir að tilraun Aðalheiðar B jamfreðsdóttur til að vega að og brjóta niður andstöðuna innan félagsins fór algjörlega út um þúfur. Þvert á móti sýndi sig að meiri virkni félaga skilaði sér í betri kjörum, jafnvel þótt ekki hefði verið farið útí neinar aðgerðir. Samninganefndin í samráði við baknefndina mat það svo að ekki væri aðstaða til að fara út í aðgerðir og knýja á um enn hagstæðari niðurstöðu, þar sem samstöðu skorti innan félagsins og líklegt að stjóm félagsins myndi halda áfram að starfa sem fimmta her- deild. Ekki leikur vafi á því að þetta mat var rétt. Neisti hafði samband við Óttar Magna Jóhannesson, sem var helsti tals- maður samninganefndar Sóknar og leið- togi andstöðunnar innan Sóknar við samkomulag ASÍ og VSÍ. Aðspurður um hvemig hann mæti þróun mála í þessum samningaviðræðum sagði Óttar: „Yngra fólk gerist nú meðvitaðra en það hefur verið síðan ég fór að starfa í þessu. En þegar þetta unga fólk kemur til starfa em einu viðbrögðin frá foryst- unni neikvæð". Óttar taldi að skoðanir væm skiptar um núverandi forystu Sóknar. Mörgum finnst hún ekki hafa staðið sig, sérstaklega að hún skyldi ekki vinna með samninganefndinni. Óttar taldi þó forystuna hafa stuðningslið, aðallega meðal eldra fólks. Að lokum sagði Óttar Magni: „Vonandi heldur það fólk áfram að vinna að fullum krafti og heilindum að hagsmunum félagsins sem vaknaði í þessari lotu“. 5

x

Neisti

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.