Neisti - 20.05.1984, Side 6

Neisti - 20.05.1984, Side 6
Alþingi____________ 15000 kr. lágmarkslaun á mánuði Sighvatur Björgvinsson lagði fram á yfirstandandi þingi frumvarp til laga um 15.000 kr. lágmarkslaun. í frumvarpinu er gert ráð fyrir að útborguð laun verði aldrei lægri en 15.000 kr. á mánuði. Pessi framsetning gengur að nokkru leyti lengra en sú krafa sem sett var fram á þingi Verkamannasambandsins nú í vetur. í frumvarpinu segir um þetta: „Launagreiðendum er óheimilt að draga af kaupi starfsmanna sinna fyrir útborgun hærri fjárhæð en svo að lág- markslaun skv. ákvæðum 1. gr. komi ávallt til greiðslu, þó að frádregnum ið- gjaldagreiðslum til lífeyrissjóðs.“ í greinargerð með frumvarpinu segir Sighvatur, að þar sem ekki hafi tekist í samningum á milli verkalýðsfélaganna og atvinnurekenda að tryggja boðleg lágmarkslaun, sé þessi einfalda lausn lögð til. Annars segir í greinargerðinni: „Lífskjörin, sem þessu láglaunafólki er ætlað að búa við, er í svo hróplegu ósamræmi við lífshætti mikils meiri hluta þjóðarinnar að líkast er sem óravegur annaðhvort í tíma eða í fjarlægð á hnettinum skilji að þá tvo hópa fólks - hinn bjargálna meiri hluta og hinn fátæka minni hluta sem saman byggja land vort. Slíkt ástand er okkur öllum til van- sæmdar. Fáist ekki bót á því í frjálsum kjara- samningum - en það virðist sem sakir standa næsta vonlítið - ber stjómvöldum skylda til þess að taka í taumana. í kaup- og kjaramál- um er skylda stjómvalda í gmndvallaratrið- um aðeins ein: að tryggja að enginn þurfi að búa við fátækt og skort. Fáist slík trygging ekki fram með öðmm hætti er skylt að beita til þess lögum. Hneykslanlegt athæfi stjóm- valda er að kynna niðurstöður úr kjarakönn- un Kjararannsóknamefndar, sem staðfestir hyldýpið milli hins bjargálna meiri hluta og hins fátæka minnihluta og neyð hins síðar- nefnda, eins og skrítilegt fyrirbæri líkt og tvíhöfða kálf eða fisk með fjóra sundmaga og láta svo við það sitja og lýsa allri ábyrgð af höndum sér. Þetta athæfi lýsir ekki bara ábyrgðarleysi heldur því kaldrifjaða misk- unnarleysi sem samfélagið og stjómendur þess sýna fátæku fólki. 1 rauninni er það ekki vansalaust að ræða um þá óvem sem 15 þús- und krónur á mánuði em sem launagreiðslu fyrir fullt starf því að engum duga þær tekjur til eðlilegs lífsframfæris. Við þá fjárhæð lág- markslauna er þó miðað í þessu frv. m.a. vegna þess að sjálf verkalýðssamtökin hafi við ríkjandi aðstæður ekki treyst sér til þess að ætlast til að lágmarkslaun fýrir fulla dag- vinnu séu eigi lægri en 20 þús. kr. því að lægri fjárhæð dugar vart fyrir brýnustu lífsnauð- syn jum, og dagvinnutekjur eiga að nægja öll- um þjóðfélagsþegnum fyrir fmmþörfum daglegs lífs. M.a. með vísan til þess að óskertar 15 þús. kr. launatekjur á mánuði er það allra lægsta sem launafólk kemst af með sér til lífsframfæris er lagt til í frv. að launa- greiðendum sé óheimilt að snerta þá lág- marksfjárhæð svo sem til þess að halda eftir af því kaupi að kröfu annars aðila. Sam- kvæmt frumvarpinu, ef að lögum verður, fá því allir launamenn í landinu tryggingu fyrir að fá útborgað í það minnsta 15 þúsund krón- ur í hverjum mánuði og samsvarandi fyrir hluta mánaðar og þá fjárhæð fær enginn að snerta annar en launamaðurinn sjálfur." ,,Sú viðbára að atvinnurekstur á íslandi, jafnvel heilar atvinnugreinar, geti ekki risið undir að greiða starfsfólki sínu 15 þús. kr. lágmarkslaun á mánuði er ekki bara fráleit heldur stórháskaleg. Atvinnurekstur, sem ekki getur þrifist nema starfsfólki sé haldið neðan fátæktarmarka, á ekkert erindi hér á landi. Enn síður má hann eiga framtíð fyrir sér því að sú framtíð byggist á að hluta þjóð- arinnar verði haldið á lífskjarastigi, sem er vansæmandi, eða neyddur til vinnuþrælkun- ar til þess að hafa í sig og á með yfirvinnu sem girðir fyrir allt eðlilegt fjölskyldu- og menn- ingarlíf. Framtíð í atvinnumálum íslendinga má ekki liggja í slíkum atvinnurekstri. Við höfum nóg önnur og þarfari framtíðarverk- efni að vinna en þau sem láta hluta bama okkar og barnabarna lifa bónbjargarlífi. At- vinnuvegir, sem greiða góð laun, er framtíð- in en ekki starfsemi af því tagi sem telur afkomu sína byggjast á því að starfsfólk beri úr býtum 10-12 þús. kr. á mánuði fyrirfullan vinnudag. Þá er það einnig ósæmilegt að stofnanir hins opinbera, t.d. á sviði hinnar dýru og fullkomnu heilbrigðisþjónustu, skuli ætlast til þess að hluti starfsfólks vinni upp á þau býti að hljóta röskan tug þúsunda fyrir mánaðarvinnu á sama tíma og hópur starfs- félaga á sömu vinnustöðum tilheyrir mestu hálaunahópum landsins. Þetta nær engri átt og ber að leiðrétta eins og hér er gerð tillaga um.” Með frumvarpinu eru frönsk og bandarísk lög um lágmarkslaun birt sem fylgiskjöl, en Reagan hefur nú numið þau lög úr gildi í Bandaríkjunum, en stjóm Mitterrands lét það verða eitt af sínum fyrstu verkum að hækka raungildi lágmarkslauna um 5%. í þessum fylgi- skjölum kemur fram að eftir 1981 vom lágmarkslaun í Bandaríkjunum $3.35 á tímann, en á núverandi gengi jafngildir það mánaðarlaunum sem nema rúmlega 17.000 kr. Gott frumkvæði Neisti fagnar því frumkvæði sem felst í því að flytja þetta frumvarp og getur í stómm dráttum tekið undir þau sjónar- mið sem vitnað er til hér að ofan. Þetta stafar ekki af því að við teljum endilega að mögulegt sé að ná því fram á þingi Stúlkan að ofan er ein þeirra, sem stendur undir þjóðarauði landsmanna. Hún ber þó minna úr býtum en maður- inn á neðri myndinni, sem heitir Halldór Ásgrímsson. Hann er sjávarútvegsráð- herra, og raunar værum við betur stödd án hans ,,framlags“. sem ekki er styrkur til að ná fram í átök- unum milli atvinnurekenda og verka- lýðshreyfingar. Við teljum hins vegar mikilvægt að þingið sé notað til að leggja fram réttlætismál eins og krafan um 15.000 kr. lágmarkslaun er. Markmiðið með því er að vekja athygli á viðkom- andi máli, fá um það umræður í þinginu og svæla þá refi út úr grenjum sínum, sem eru raunverulega á móti slíkum mál- um, en vildu síður þurfa að segja frá því. Með þessu móti er hægt að vinna málum stuðning og kenna fólki hver er hvað í íslenskri pólitík. MG. 6

x

Neisti

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.