Neisti - 20.05.1984, Síða 21

Neisti - 20.05.1984, Síða 21
í ríkisstjórn eins og það sé halinn á Siles Zuazo og blátt áfram löggilt fom og ný mistök hans. Ef það tekur þátt í stjóm- inni verður hún að framkvæma stefnu þess.“ Verslunarráðið í Bólivíu var í upp- námi yfir þessu og gaf út yfirlýsingar þar sem fordæmdur var „anarkósyndi- kalismi, sem reynir að stjóma landinu í trássi við stjómarskrána“. Edwin Corr sendiherra Bandaríkjanna bættist í kórinn og sagði: „einkarekstur er besta trygging lýðræðislegs skipulags.“ Siles bauð upp á málamiðlun sem fól í sér að nokkrir forystumenn COB færu inn í ríkisstjórn sem minnihluta- aðili. COB hafnaði þessu og Siles neit- að að verða við kröfum COB sem hann sagði jafngilda alræði öreiganna. Eftir þetta hefur Siles gripið til að- haldsaðgerða aftur til að þóknast Al- þjóðagjaldeyrissjóðnum. En hann er ekki í sterkri stöðu til slíkra aðgerða. Stjórn hans er afsprengi uppreisnar lýðsins og félagslegur grundvöllur hennar er verkafólk og bændur. Þess vegna er útilokað að hann geti hafið árásir á samtök vinnandi fólks. Af sömu ástæðu tortryggja heims- valdasinnar mjög þessa ríkisstjóm og sama máli gegnir um ríkjandi stétt í landinu og yfirmenn hersins. Þeir eru samt ragir við að fara út í eitt valda- ránið enn því þeir óttast að slíkt gæti hleypt af stað fjöldamótmælum sem engin leið yrði að stöðva. Þeir muna ennþá að 1952 risu verkamenn og bændur upp gegn gamla hemum og höfðu sigur. Þá reynslu langar herfor- ingjana ekki til að endurtaka. Hægri öflin sem eru á móti Siles vita líka vel að ástandið í nágranna- löndum Bólivíu er ekki hagstætt til að fara út í hemaðarævintýri og valdabrölt. Þegar haft er í huga hver sterk bar- áttuhefð ríkir meðal almennings í Bólivíu, hve öflug verkalýðssamtök- in eru, hve vonbrigðin með ríkis- stjóm Siles hafa orðið mikil og hversu dýrmæta pólitíska reynslu verkafólk og bændur hafa fengið á liðnu ári er vel hugsanlegt að næsta uppgjör endi með því að ríkisstjóm verkalýðs og bænda setjist við stjómvölinn. Gamalt og nýtt lifir hlið við hlið í námum Bólivíu eins og víðar í hálfnýlendunum. stjórn framleiðendanna. Úti í sveitun- um settu bændur upp vegatálma til að sýna samstöðu með námuverkamönn- um. Siles lýsti þessar aðgerðir ólöglegar og úthrópaði þær sem „anarko-syndi- kalískar" og brot á stjómarskránni. Eftir tveggja mánaða þóf neyddist hann til að skipa nýja stjóm í námu- fyrirtækinu þar sem verkamenn höfðu meirihluta. Á meðan héldu bændasamtökin þing sem krafðist þess að bændur ættu þátt í gerð allra landbúnaðaráætlana stjórnarinnar. Það samþykkti líka ályktun þar sem lýst er yfir að í Bólivíu sé ekki ennþá „raunverulegt lýðræði, vegna þess að meirihluti bænda og verkafólks taki ekki raunverulegan þátt í afgerandi pólitískri ákvarðana- töku.“ „Anarkósyndikalismi“ Snemma í ágúst kynnti verkalýðs- sambandið fyrir forsetanum stefnuskrá sína og lagði áherslu á mikilvægi henn- ar með stórum kröfugöngum. Til við- bótar fyrri kröfum um verkalýðseftirlit krafðist COB nú þess að hafnað yrði öllum viðræðum við Alþjóðagjald- eyrissjóðinn, stöðvaðar yrðu greiðslur á erlendum skuldum og verkafólk fengi yfirgnæfandi þátttöku í öllum stofnun- um sem fara með ákvörðunarvald ríkisins. Forseti COB, Juan Lechin lýsti yfir að „COB getur ekki tekið þátt 21

x

Neisti

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.