Neisti - 20.05.1984, Page 9

Neisti - 20.05.1984, Page 9
Umræða um ríkisfjármál er oft fjarlæg hinum almenna manni. Er það ekki síst vegna þess að notuð eru óútskýrð hugtök og ekki liggur ljóst fyrir hvemig einstakir þættir ríkisfjármál- anna tengjast saman. Stafar þetta m.a. af því, að þeir blaðamenn sem skrifa um þessi mál em ekki alltaf nógu klárir á þessu sjálfir og því verða skrif þeirra óskýr fyrir almenningi. Til að auðvelda lesendum sínum að fylgjast með þessum málum vill Neisti útskýra hér helstu hugtök ríkisfjármálanna, og það hvemig þau tengjast innbyrðis. LANDABRÉF RÍKISFJÁRMÁLANNA Eftir Má Guðmundsson Á íslandi er ríkisgeiranum skipt reikningshaldslega í tvo hluta, þ.e. Á- hluta og B-hluta ríkissjóðs. A-hluti ríkissjóðs inniheldur öll ráðuneytin og tengdar stofnanir, eins og spítalana og skólana, sem hafa það sammerkt að hafa ekki tekjur af seldum vörum og þjónustu, heldur er rekstrarkostnaður þeirra greiddur af sköttum. A-hluti ríkissjóðs hefur fyrst og fremst tekjur sínar af sköttum, og allir skattar ríkisins eru lagðir á af A-hlutanum. A-hlutinn ráðstafar tekjum sínum í eftirfarandi útgjaldflokka: 1. Samneysla er öll kaup ríkisins á vörum og þjónustu sem ráðstafað er sameiginlega, og launagreiðslur til starfsmanna ríkisins. 2. Vextir afskuld ríkissjóðs. 3. Neyslu- og rekstrartilfærslur renna áfram til almennings, fyrirtækja eða B-hluta ríkissjóðs, en þessir aðilar ráðstafa þeim síðan í neyslu og rekstur. Neyslu- og rekstrartilfærslur eru því frábrugðnar t.d. samneyslu, að þær koma ekki til endanlegrar ráðstöfunar hjá A-hluta ríkissjóðs, heldur renna í gegnum hann. Dæmi um neyslu- og rekstrartilfærslur eru almannatrygg- ingar, niðurgreiðslur og framleiðslu- styrkir til fyrirtækja. 4. Opinber fjárfesting er útgjöld A-hlutans til spítalabygginga, skóla, vegagerðar o.s.frv. 5. Fjármagnstilfærslur renna yfir- leitt til fyrirtækja og sjóða B-hlutans, en einnig til sveitarfélaga og einkafyrir- tækja, sem ráðstafa fénu í eigin fjár- festingu. Eins og áður sagði eru tekjur A-hlutans fyrst og fremst skattar. Til A-hlutans renna í fyrsta lagi svokall- aðir beinir skattar, sem eru fyrst og fremst tekju- og eignaskattar. Stærst- ur hluti skatttekna ríkisins eru þó svo- kallaðir óbeinir skattar, en það eru skattar á selda vöru- og þjónustu, gjöld á innfíutningi, skattar á framleiðslu, skattar á launagreiðslur o.s.frv. Munur- inn á beinum og óbeinum sköttum er fyrst og fremst sá, að beinir skattar eru greiddir beint af gjaldendunum sjálf- um, en óbeinir skattar renna saman við vöruverð o.þ.l., og blasa því ekki eins beint við. A-hlutinn leggur ekki einungis á skatta og ráðstafar í útgöld, heldur tek- ur hann og veitir lán. Gerður er grein- armunur á tvenns konar lántökum rík- issjóðs, þ.e. utan og innan Seðlabank- ans. Lántökur utan Seðlabankans eru annars vegar lántökur á innlendum lánsfjármarkaði (sala spariskírteina, verðbréfakaup banka og lífeyrissjóða af ríkissjóði, útgáfa ríkisvíxla o.s.frv.) og hins vegar erlendar lántökur. A-hlutinn notar lántökur sínar utan Seðlabankans til að jafna halla á jöfn- uði tekna og gjalda, til að veita þeim áfram til B-hluta aðila eða til að bæta stöðu sína við Seðlabankann. Lán- tökur ríkissjóðs í Seðlabankanum, sem felast fyrst og fremst í yfirdrætti á við- skiptareikningum, jafngildir í raun peningaprentun, en erlendar lántökur ríkissjóðs ýta einnig undir peninga- þenslu. Þegar rætt er um stöðu ríkissjóðs, er venjulega verið að vísa til A-hlutans. Það eru einkum þrír mælikvarðar sem notaðir eru á þróun stöðu hans. í fyrsta Iagi tekjujöfnuður, sem er jöfnuður tekna og gjalda. Ef lánveitingum ríkis- sjóðs umfram afborganir sem hann fær af eldri lánum er bætt við tekjujöfn- uðinn, fæst svonefndur fjármagns- jöfnuður, en það er sú upphæð sem ríkissjóður þarf að f jármagna með lán- tökum innan eða utan Seðlabankans. Ef enn er bætt við lántökum utan Seðlabankans og söfnun lausaskulda fæst svokallaður greiðslujöfnuður, sem að mestu leyti felur í sér breytingu á stöðu ríkissjóðs gagnvart Seðlabank- anum. Samhengi þessa er sýnt tölulega hér að neðan, þar sem gefið er yfirlit yfir fjármál A-hluta ríkissjóðs á árinu 1983. Fjármál A-hluta ríkissjóðs 1983 M.kr. 1. Tekjur 15.100 2. Gjöld 16.598 3. Tekjujöfnuður (1-2) -1.498 4. Lánveitingar nettó 178 5. Fjármagnsjöfnuður (3-4) -1.320 6. Lántökur utan Seðlabankans 220 7. Lausaskuldir nettó -160 8. Greiðslujöfnuður (5+6+7) -1.260 81 Gagnvart Seðlabanka -1.260 82 Bankainnistæður og sjóður (Heimild: Ársskýrsla Seðlabanka Islands). B-hluti innifelur ríkisfyrirtæki og stofnanir, sem hafa tekjur sínar fyrst og fremst af sölu vöru og þjónustu, og sjóði ríkisins. Sem dæmi um B-hluta aðila má nefna Áburðarverksmiðjuna, Áfengis- og tóbaksverslunina, Byggðasjóð, Byggingarsjóð ríkisins, Póst og síma, Tryggingastofnun ríkis- ins, Lánasjóð íslenskra námsmanna og Þjóðleikhúsið. B-hluta fyrirtæki og stofnanir eru með sjálfstæðan rekstur og reikningshald, en þiggja stundum framlög eða lán frá A-hluta ríkissjóðs. Fjárlög eru samþykkt af Alþingi í lok hvers árs, og gefa yfirlit yfir tekjur, gjöld og lánahreyfingar A-hluta ríkis- sjóðs á komandi ári. Lánsfjáráætlun er áætlun um inn- lendar og erlendar lántökur A og B- hluta ríkissjóðs, fyrirtækja með eignar- aðild ríkissjóðs (t.d. Landsvirkjun) og sveitarfélaga. Jafnframt er gerð grein fyrir fjárfestingaráformum sömu aðila.

x

Neisti

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.