Neisti - 20.05.1984, Qupperneq 39

Neisti - 20.05.1984, Qupperneq 39
PIERRE FRANK LÁTINN Pierre Frank fyrrverandi ritari Trotskys lést í París í lok apríl. Pierre Frank var í áratugi einn helsti leiðtogi franskra trotskyista og Fjórða Alþjóðasambandsins. Hann hélt vakandi hefð hins bylt- ingarsinnaða marxisma á erfið- um tímum. Pierre Frank hefur m.a. skrifað bók um sögu Fjórða Alþjóðasambandsins. Við mun- um síðar minnast Pierre Franks sérstaklega hér í Neista, en Fylk- ingin sendi skeyti í jarðarför hans. Pierre Frank, lengst til hægri, ásamt Trotski o.fl. á eyjunni Prinkipo, þarsem Trotski var í útlegð, árið 1933. Baráttan... Framhald af baksíðu einnig það að setja fram og berjast fyrir umbyltingarkröfum, sem tengja saman mismunandi svið hinnar andkapítalísku baráttu. Dæmi um slíkt er kjörorðið: At- vinna en ekki sprengjur! (9) Andstætt þróun mála í umheiminum hefur baráttunni gegn heimsvaldastefn- unni, hervæðingunni, hersetunni oa veru íslands í NATO hnignað ht.. á landi. Þetta undanhald á rætur að rekja til svika Alþýðubandalagsins í hermál- inu, og nokkurs ráðleysis í röðum her- stöðvaandstæðinga í framhaldi af því. Þá hafa Samtök herstöðvaandstæð- inga ekki getað fylgt eftir kröfunni um þjóðaratkvæðagreiðslu um herstöðv- arnar og aðildina að NATO. Líklega hefði kreppa hreyfingarinnar gegn hemum og NATO orðið mun dýpri en raun ber vitni ef ekki hefði það einnig gerst, að Alþýðubandalagið hefir notað friðar- hreyfinguna sem afsökun fyrir svikum sínum í hermálinu, og reyntmeðtilvísun til hennar að hefja til vegs almenna frið- arumræðu og slagorð í stað hluttækrar baráttu fyrir áþreifanlegum markmið- um. Þessi þróun gekk svo langt, að fyrir landsfund SHA haustið 1982 voru uppi raddir um að breyta grundvelli samtak- anna, og gera úr þeim „friðarhreyf- ingu“. Þessi viðhorf urðu þó undir, en samtökin ítrekuðu stefnu sína um leið og þau lýstu því yfir að þau væru reiðu- búin til samstarfs við aðra aðila um af- markaða þætti friðar- og afvopnunar- mála. Eftir sem áður er Ijóst, að ýmsir innan samtakanna ganga með „friðar- hreyfingu" í maganum, og bera svo- nefndar Miklatúnsaðgerðir vitni um það. Af þeim má einnig draga annan lær- dóm: Aðgerðirnar voru fámennar. (Ijósi þess er allt eins líklegt, að tilraunir til að ýta hinum áþreifanlegu baráttumark- miðum SHA til hliðar, og taka þess í stað upp almennt friðarhjal í samvinnu við NATO-sinna og viðlíka borgaraleg stjórnmálaöfl, geti orðið til þess að fæla frá aðgerðum samtakanna þá her- stöðvaandstæðinga sem hafa hingað til fylkt sér undir merki samtakanna, án þess að aðrir komi í staðinn. (10) Samtímis undanhaldi SHA hefur þjóðaratkvæðislínunni í raun verið ýtt til hliðar. Þar kemur tvennt til. (fyrsta lagi sætti þessi stefna nokkurri andstöðu í upphafi einkum meðal tryggustu Al- þýðubandalagsmanna, enda hefur flokkurinn ekki haldið þessari stefnu á lofti. í öðru lagi virðast sumir þeirra er Ijáðu kröfunni um þjóðaratkvæði fylgi sitt hafa litið svo á, að kröfunni væri einungis ætlað að afhjúpa þingræðis- flokkana og máttleysi þeirra í her- stöðvamálinu. Þá hafa nokkrir stuðn- ingsmenn kröfunnar einblínt á það, hvað kunni að gerast ef til þjóðarat- kvæðagreiðslu kemur, og ýmis vanda- mál er þá munu koma uþp, og helgast þetta að nokkru leyti af málflutningi and- stæðinga kröfunnar sem snerist m.a. um þetta. Hér skortir m.ö.o. almennan skilning á því, að krafan um þjóðaratkvæða- greiðslu um herinn og NATO felur í sér sjálfa baráttuleiðina í andófinu gegn hersetunni og aðild íslands að Atlants- hafsbandalaginu. Hún sprettur af því, að hernum verður ekki hnikað án al- mennrar fjöldabaráttu, sem skapar meirihluta fyrir því meðal þjóðarinnar, að hernum verði vísað á brott, og ísland hætti þátttöku í hernaðarbandalagi heimsvaldasinna. Þessi meirihluti verð- ur einhvern veginn að koma fram og til þess berjumst við fyrir þjóðaratkvæða- greiðslu. Aðdragandi hennar, leiðir til að afla meirihluta og knýja fram þjóðarat- kvæðagreiðslu skipta meira máli nú en vangaveltur um framkvæmd hennar þegar af henni verður. Hún er hið end- anlega markmið—og í henni ætlum við að sigra, og starf samtakanna hlýtur að taka mið af því, að þetta er eina leiðin: Þingræðisleiðin er ófær. 39

x

Neisti

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.