Neisti - 20.05.1984, Side 30

Neisti - 20.05.1984, Side 30
Sérhvert skref í vígbúnaðarkapphlaupinu hefur kallað á fjöldamótmæli. TÆKNINÝJUNGAR OG VÍGBÚNAÐARKAPPHLAUP Taflan hér að neðan sýnir, hvenær ýmsar tækninýjungar í vígbúnaðar- kapphlaupinu komust í gagnið fyrsta sinni. Oftast eru Bandaríkin 4-5 árum á undan, og aðeins tvær undan- tekningar á því: langdrægar landeld- flaugar beggja stórveldanna voru teknar í notkun sama árið, og gagn- flaugakerfi voru tekin í notkun sex árum fyrr í Sovétríkjunum, og má ráða af þessu, að frumkvæði í vopna- kapphlaupinu er í höndum Banda- ríkjamanna. Yfírlit um helstu tækninýjungar í vígbúnadinum: Banda- Sovét- ríkin ríkin Kjamorkusprengja................ 1945 1949 Vetnissprengja.................. 1952 1953 Langdrægar sprengjuflugvélar ... 1951 1956 Langdrægar eldflaugar .......... 1957 1957 Kjamorkukafbátar................ 1954 1958 Langdræg kafbátaeldflaug......... 1960 1964 MRV ............................ 1964 1968 Gagneldflaugakerfi ............. 1975 1969 MIRV............................. 1970 1975 MRV — fleiri en einn kjamaoddur á hverri eldflaug. MIRV - kjarnaoddamir á sömu eldflaug eyða mis- munandi skotmörkum. MARV — hver kjamaoddur er stýranlegur. Sovétríkin hafa leitast við að vega upp á móti frumkvæði Bandarfkj- anna á vettvangi tækninýjunga með miklu magni eldri vopna. Talið er að eyðingarmáttur sovéska vopnabúrs- ins samsvari 6505 megatonnum af TNT en hins bandaríska 3727 mega- tonnum. Það er rökrétt út frá fjár- hagslegum sjónarhóli og einnig vegna þess, að gereyðingarhótun sem notuð er í vamarskyni krefst ekki sérlega fullkomins tæicjabúnað- ar. Það nægir að geta sent af stað mikið magn sprengja, sem hitta ör- ugglega mannflestu borgir og þar með er hægt að hóta gagnkvæmri gereyðingu. Þegar árás er gerð þarf nákvæmari vopna við, til að eyðileggja gagn- flaugakerfi andstæðingsins og önnur hemaðarmannvirki og freista þess þannig að koma í veg fyrir gagnárás, en hættan á henni er einmitt undir- staða ógnarjafnvægisins. Það er m.ö.o. engin tilviljun að Bandaríkin skuh verja svo gífurleg- um fjármunum til að þróa tækninýj- ungar á sviði kjamorkuvopna, en Sovétríkin fari sér hægar í þeim efn- um, en beini vísindastarfi sínu að þarfari viðfangsefnum. búnir fullkomnustu vopnum í landinu til að brjóta á bak aftur alþýðuherinn, og það tókst ekki. í E1 Salvador em nú 50 hernaðarráðgjafar, og ríkisstjóm Bandaríkjanna reynir eftir fremsta megni að fjölga þeim, en mætir mikilli andstöðu nú þegar. Þessi andstaða er meðal máttugustu vopna alþýðubylt- inganna í Mið-Ameríku. í Evrópu hefur stuðningssarfið við byltinguna í Nicaragua og baráttu al- þýðu í E1 Salvador einnig aukist jafnt og þétt. Auk fjöldaaðgerða og minni mót- mælaaðgerða hafa fjölmargir lagt land undir fót til að veita byltingunni í Nicaragua áþreifanlegt liðsinni, og ófáir Bandaríkjamenn reyndar slegist í þenn- an hóp. Þá hafa ýmsir ráðamenn, eink- um úr röðum sósíaldemókrata, og meðal þeirra forsætisráðherra Svíþjóðar Olof Palme, snúist á sveif með bylting- arstjóminni. Mið-Ameríka er m.ö.o. að taka sess Vietnam með þeim hætti einnig, að eins og það var í eina tíð algild regla, að það að vera þó ekki væri nema léttbleikur vinstri krati þýddi um leið að vera and- stæðingur hernaðaríhlutunar Banda- ríkjanna þannig er það að verða regla í dag, að sérhver vinstri sinni einhvers- konar tekur nú virka afstöðu með bylt- ingunni í Nicaragua og gegn ógnarstjóm herforingjanna í E1 Salvador. Barátta gegn kjarnorku- vígbúnaði Baráttan í Mið-Ameríku og hinn al- þjóðlegi stuðningur sem hún nýtur, er hin hlið þeirrar þróunar sem breiðfylk- ingin gegn kjamorkuvígbúnaði er hin- um megin á. Það liggur í hlutarins eðh, að þessi barátta beinist ekki aðeins gegn þeim áþreifanlegu eldflaugum og ann- arskyns vopnabúnaði, sem andæft er hverju sinni, heldur yfirdrottnun heims- valdastefnunnar sjálfrar, vegna þess, að þessi yfirdrottnum byggir ekki síst á for- skoti heimsvaldalandanna í vígbúnaðar- kapphlaupinu. Það er þetta forskot, sem gerir þeim kleift að halda byltingar- öflum og verkalýðsríkjum í jámgreipum þráskákarinnar, þó staðan sé að öðm leyti töpuð — þegar til lengri tíma er litið á heimskapítalisminn ekki aðra framtíð fyrir sér en að líða undir lok. Þetta skilja forystumenn heimsvalda- sinna mætavel, og leggja ofuráherslu á frumkvæði í vígbúnaðarkapphlaupinu. Þessir forystumenn heimsvaldasinna, og gagnrýnendur þeirra úr röðum valda- stéttanna ljá af sömu ástæðu aðeins máls á tvíhliða afvopnun, en berjast gegn þeirri stefnu, að heimsvaldaríkin dragi einhliða úr vopnabúnaði sínum. Tillög- ur Regans um gagnkvæman samdrátt samfara endumýjun vopnabúranna og tillögur bandaríska demókrataflokksins um ,,frystingu“ vígbúnaðarkapphlaups- 30

x

Neisti

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.