Neisti - 20.05.1984, Qupperneq 12

Neisti - 20.05.1984, Qupperneq 12
Ríkisf jármál og sósíaiismi fyrirtækjum, eða jafnvel að fyrirtækin sjálf þyrftu að sjá fyrir henni beint. Þetta á við um stærstan hluta útgjalda ríkisins til heilbrigðis- og menntamála. Hins vegar hafa þarfimar breyst á þessu sviði á undanfömum ámm vegna efna- hagskreppunnar og vaxandi atvinnu- leysis. Meðan eftirspum eftir vinnuafli fór vaxandi í þróuðu auðvaldsríkjunum og nauðsynlegt þótti að draga konur út á Stærð hins opinbera í nokkrum löndum Samneysla í Heildar- skattar í hlutfalíi við hlutfalli við þjóðarfram- þjóðarfram- leiðslu leiðlu, meðaltal meðaltal 1974-1981 19744-1981 Bandaríkin 18,0 30,4 Bretland 21,0 35,3 Danmörk 25,0 43,5 Frakkland 14,8 39,8 Irland 19,2 34,4 fsland 11,7 33,6 Ítalía 15,9 30,8 Japan 9,8 23,8 Noregur 19,5 46,3 Spánn 10,3 21,8 Svíþjóð 26,8 48,5 Tyrkland 14,9 20,2 V-Þýskaland 19,9 36,9 (Heimildir: OECD: Revenue Statistics of OECD Member Countries 1965-1982 og Seðla- banki íslands: Economic Statistics Nov. 1983). Hér er bæði um ríki og sveitarfélög að ræða. Astæða þess að skatttekjurnar eru svona miklu meiri en samneyslan, felst í tilfærslum og opinberri fjárfestingu. fs- land er með lága samneyslu miðað við önnur þróuð auðvaldsríki, en skatttekj- urnar eru hlutfallslega meiri. Samsetning útgjalda ríkisins á íslandi 1982 M.kr. % Rekstrargjöld 7.910 83,4 Samneysla 3.330 35,1 Vextir 222 2,3 Tilfærslur 4.358 46,0 Tii almannatr. 2.547 26,9 Niðurgreiðslur 805 8,5 Annað 1.006 10,6 Fjárfesting 782 8,3 Fjármagnstilfær. 787 8,3 Heildarútgjöld 9.479 100,0 (Heimild: Hagtölur mánaðarins). vinnumarkaðinn, tók ríkið að sér í vax- andi mæli verkefni sem áður var sinnt innan veggja heimilanna, eins og um- önnun bama og aldraðra. Nú er hins vegar erfiðara að reyna að ýta konum aftur inn á heimilið og því talið rétt að skera niður útgjöld til þessara mála. Niðurskurður félagslegra þjónustu bitnar því einna þyngst á konum. Þessi þróun fer saman við það, að borgarastéttin um allan heim er að taka til endurskoðunar verkaskiptinguna á milli ríkisins og einkageirans. Það er verið að meta og takast á um hvort ein- hver hluti þeirrar þjónustu sem nú er veitt sem félagsleg þjónusta í formi sam- neyslu, sé ekki ,,betur“ komin í hönd- um einkagróðafyrirtækja. Almannatryggingar em ávinningur baráttu verkalýðshreyfingarinnar. Þær auka öryggið í lífi fólks, þar sem það þarf ekki að óttast algjöra örbirgð, þótt það verði fyrir heilsubresti, missi atvinn- una eða þ.u.l. En þetta er einmitt ástæða þess að borgaraöflunum er svona umhugað um að skera niður þennan þátt. Þar sem það er nú á dagskrá þeirra að breyta tekjuskiptingunni og krafta- hlutföllunum á milli stéttanna, m.a. í gegnum þrýsting atvinnuleysisins, vilja þau auðvitað slá tvær flugur í einu höggi og spara fé og draga samtímis úr því félagslega öryggi sem almannatrygging- ar veita. Nú þegar sjást glögg merki um þetta, bæði í Bandaríkjunum og í mörg- um löndum V-Evrópu. Innan borgarastéttarinnar og á milli einstakra atvinnugreina fara fram stöð- ug átök um stærð og skiptingu útgjalda- flokka 3 til 5 hér að ofan. Nægir hér á landi að vísa til deilna um styrki til land- búnaðar, eða skiptingu framlaga ríkisins til fjárfestingarlánasjóða atvinnuveg- anna. Slík átök magnast þegar kreppir að í atvinnulífinu, en þau snerta þó ekki með jafn beinum hætti átökin á milli borgarastéttarinnar og verkalýðsstéttar- innar, og spumingin um umfang félags- legrar þjónustu eða almannatrygginga. Hallarekstur ríkisins Á undanfömum ámm hefur halli á rekstri ríkissjóðs verið vaxandi vanda- mál í flestum þróuðu auðvaldsríkjun- um. Til dæmis um þetta má nefna að fjárlagahallinn í löndum Efnahags- og þróunarstofnunar í París, jókst úr 1,8% af þjóðarframleiðslu árið 1979 í 4,3% í fyrra.3) Ástæður þessarar þróunar felast í fyrsta lagi í beinum afleiðingum efna- hagskreppunnar. Scimdráttur í efna- hagslífinu rýrir skatttekjur ríkissjóðs að 3) Ríki og sveitarfélög: Heimild: OECD: Econo- mic Outlook, desember 1983. óbreyttu skattkerfi, en útgjöld lækka ekki sjálfkrafa (geta jafnvel aukist vegna aukinna atvinnuleysisbóta o.þ.l.), þar sem þau em bundin í Iögum og áður ákvörðuðum útgjaldaáformum. í öðru lagi hefur verið tekin upp sú stefna að lækka skatta með það að yfir- lýstu markmiði að örva efnahagslífið. 1 þriðja lagi hafi komið til aukin útgjöld, sérstaklega til hemaðarmála, og á það aðallega við í Bandaríkjunum. Fyrsti þátturinn vegur þyngst í Evrópu. í raun og vem hefur fjármála- stefna ríkisins verið aðhaldssamari í Evrópu nú að undanfömu en fyrir nokkrum árum, ef tekið er tillit til áhrifa efnahagssamdráttarins. í Bandaríkjun- um hafa lækkun skatta og aukin hem- aðarútgjöld verið meginþættimir á bak við vaxandi halla á fjárlögum þeirra. Fjármagnsjöfnuður bandaríska ríkisins versnaði úr 0,9% halla af þjóðarfram- leiðslu árið 1981 í 3,8% halla 1982 og hefur haldist nær óbreyttur síðan, þrátt fyrir efnahagslega uppsveiflu í Banda- ríkjunum.3) Þeir sem hafa áhyggjur af fjármagns- halla ríkisins telja að hann valdi því að ríkið keppi við fyrirtæki og einstaklinga um lánsfé til að fjármagna hallann og það valdi því að vextir séu boðnir upp, sem aftur valdi því að fyrirtækin halda að sér höndum varðandi fjárfestingar o.þ.l. og því dregur úr eftirspum í efna- hagsh'finu. Þetta er þó ekki algilt. Til dæmis má nefna, að þótt fjármagnshalli japanska ríkisins hafi numið um 3,4% af þjóðarframleiðslu á síðasta ári, em margir sem hafa áhyggjur af að hann sé of lágur, þar sem fjármagnsafgangur, eða spamaður, japanska einkageirans sé svo mikill. Ríkisfjármálin á íslandi Flestar þær tilhneigingar sem hafa komið fram í ríkisf jármálunum í þróuðu auðvaldsríkjunum hefur orðið vart við hér á landi að undanfömu. Þó má segja að þetta gerist seinna hér á landi en ann- ars staðar, og árásin á velferðarþjónustu ríkisins er í rauninni aðeins rétt að byrja hér. Ríkisútgjöld hafa farið vaxandi hér á landi á undanfömum ámm og áratug- um. í kringum 1960 vom útgjöld ríkis og sveitarfélaga um 25% af þjóðarfram- leiðslu. Um 1970 vom þau orðið í kring- um 30% og um 35% í kringum 1980. Allir þættir útgjalda ríkis og sveitarfé- laga hafa vaxið á þessum ámm, en til- færslur þó mest. Samneysla jókst úr 9% af þjóðarframleiðslu í kringum 1960 í 12% í kringum 1980 og opinberar fjár- festingar úr 7% í 10%. Það er hins vegar Ijóst, að öfugt við það sem oft er haldið fram af íhaldslið- inu, þá em umsvif hins opinbera hér á

x

Neisti

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.