Neisti - 20.05.1984, Qupperneq 25

Neisti - 20.05.1984, Qupperneq 25
Bretland________________________ fall námuverkamanna. Forystumenn verkamannaflokksins hafa einnig langflestir verið deigir í stuðningi sín- um við námaverkamenn, og breska alþýðusambandið hefur alls ekki stutt aðgerðimar. Mestum erfiðleik- um veldur þó lögregluútboð stjóm- arinnar og hótanir um málshöfðanir gegn hlutaðeigandi verkalýðsfélög- um. í krafti hinna verkalýðsfjandsam- legu laga sinna, sem áður var greint frá, en námumenn hafa hundsað með öllu, hugðist ríkisstjóm Thatchers féfletta verkalýðsfélögin og kyrkja starfsemi þeirra. Með sekt- ardómum og Iögtökum átti að stöðva baráttu námamanna. Stjómin féll þó frá þessu að sinni, eftir að þúsund námamenn í Yorks- hire, sem óttuðust upptöku eigna fé- lagsins, slógu hring um aðalstöðvar þess og bjuggu sig undir að verja þær gegn fógetanum og fylgiliði hans. Frekari ofsóknum í nafni laganna hefur þó verið hótað, og m.a. hefur verkalýðsfélögum sem styðja náma- menn verið hótað sektum og fjár- námi. Átök við lögreglu Lögregluaðgerðir gegn verkfallinu eru hinar umfangsmestu í sögu Bret- lands. A Nottinghamsvæðinu einu hafa 3000 lögreglumenn reynt að koma í veg fyrir verkfallsvörslu, en á námasvæðunum öllum em 8000 lög- reglumenn önnum kafnir við að trufla verkfallið, efna til óspekta og blóðsúthellinga og annarra þokka- verka af sama toga. Meðal aðferða lögreglunnar em einnig svonefndar fyrirbyggjandi handtökur - náma- menn em handteknir til að koma í veg fyrir að þeir fari til verkfalls- vörslu á öðmm svæðum, „ef svo kynni að fara að þeir gerðust brot- legir“ eins og það heitir á lagamáli. Lögregluaðgerðimar í Notting- ham og nágrenni einu saman kosta 550.000 sterhngspund á dag, en það samsvarar því að lögreglan éti upp allan stuðning ríkisins við kolanám- umar, niðurgreiðslur og .annað, á innan við viku. Flestum námamönnum þykir þessi fjáraustur í opinbera óeirðaseggi og verkfallsbrjóta skjóta skökku við, á sama tíma og Ioka á fjölda náma, undir því yfirskini að spara. Lög- regluaðgerðimar hafa því skotið yfir markið, og afhjúpað fyrir breskum verkalýð hvert markmið íhaldsins er: Að endurreisa gróðann af úrvals- námunum með nýfjárfestingum á kostnað ríkisins, en selja hinar end- urbættu námur síðan einkaaðilum fyrir „sanngjamt verð“. Víðtæk samstaða námamanna Þó við öflugan óvin sé að etja hef- ur verkfall námamanna tekist með ólíkindum vel. í ljósi fyrri reynslu, og vel vitandi að allsherjaratkvæða- greiðsla myndi kalla á tryllta áróðurs- herferð íhaldspressunnar og st jómar- innar, ákváðu forystumenn náma- verkamanna að hefja verkfallið í Yorkshire og breiða það síðan út um landið, er undirbúningi var lokið. „Flying pickets“ eða sérlegar sendisveitir verkfallsmanna fara um landið, skipuleggja verkfallsvörslu og útskýra málstað verkamanna, baráttu þeirra gegn atvinnuleysi, og fyrir því að nauðsynlegar endurbætur verði gerðar á námunum, svo þær geti starfað áfram. Námamenn halda því fram, að þó einstakar námur kunni að tapa, þrátt fyrir endurbæt- ur, geti kolanámuiðnaðurinn í heild komist bærilega af, sé nægilega fjár- fest í umbótum, og kolin niðurgreidd álíka mikið og í öðrum löndum Efna- hagsbandalagsins. Auk þess sé kjamorkan, sem stjómin hyggst láta taka við kolunum engu hagkvæmari, en stórhættuleg. Þessi baráttuleið skilaði árangri. Þó námumenn í Nottingham og Suð- ur-Derby hafi þráast við, er verkfall- ið algert á öðmm námusvæðum, og hefur að mestu verið það frá fyrstu viku verkfallsins. 90 námum var lok- að með verkfalli fyrsta daginn, dag- inn eftir vom þær orðnar 133, eftir viku 142, af alls 176 námum! Þessar staðreyndir segja allt sem þarf um afstöðu námuverkamanna. Viðtækur stuðningur Samband flutningaverkamanna hefur skuldbundið félagsmenn sína til að styðja verkfallið, þá hafa jám- brautaverkamenn, sjómenn og stál- verkamenn sameinast um að koma í veg fyrir kolaflutninga og innflutning á kolum. T.d. neituðu áhafnir breskra skipa að taka um borð 70 vömbfla hlaðna kolum í Zeebmgge og Calais á meginlandinu. Skv. lögum Thatcherstjómarinnar er hér um ólögiegar aðgerðir að ræða, og vofa uppsagnir yfir þátt- takendum, en atvinnurekendavaldið hefur ekki þorað að beita þeim enn sem komið er a.m.k.. Þessi stuðningur stafar ekki aðeins af samúð með baráttu námamanna heldur einnig vitund verkamanna um það, að námamenn hafa tekið upp merkið gegn atvinnuleysisstjóminni og sigur þeirra verið sigur allra breskra verkamanna. 25 apríl 25

x

Neisti

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.