Andvari

Volume

Andvari - 01.10.1959, Page 39

Andvari - 01.10.1959, Page 39
ARNÓR SIGURJÓNSSON: Stafvilla í Darraðarljóðum. Þegar eg hef leitað mér lestrarefnis til tilbrigða frá daglegri önn og dægurþrasi, hef eg oftast leitað á vit tveggja fornra kvæða: Darraðarljóða og Sólarljóða. Samt eru þetta ekki lík kvæði, annað leif magn- þrunginnar heiðni, hitt dulúðugrar mið- aldakristni. Sólarljóð búa yfir fleiri töfr- um, en Darraðarljóð liafa orkað á hug minn með enn rammara seiðmagni. Lcngi vel orkuðu Darraðarljóð hvað mest á hug minn vegna þess að eg skildi þau ekki þeim skilningi, er eg gat unað. Eg hafði að vísu leitað mér og náð í ein- hverjar skýringar á öllum orðum kvæðis- íns, en þær skýringar voru ýmislegar og sundurleitar, og eg átti erfitt með að velja milli þeirra, er fóru hver sinn veg. Eg fann magnþrunginn seiðinn í kvæð- inu, en kunni ekki skil á því, hvaðan hann kom, upp af hverju kvæðið var sprottið, og hvaða hlutverk því hafði verið ætlað. Svo var það einhverju sinni, að mér rann í grun, að orðið hefðu stafavíxl í cinu smáorði kvæðisins. Þar sem í öllum útgáfum, sem eg hef séð af því, er: >,Vindum, vindum vef Darraðar, er ungur konungur átti fyrri", mundi eiga að vera: „Vindum, vindum vef Darraðar, er ungur konungur átti fyrir". Með öðrum orðum: Kvæðið mundi ekki vera um liðinn at- hurð, vef Darraðar, þ. e. orustu, er ungur konungur átti fyrri, þ. e. áður, heldur væri það forsögn um ókominn athurð, vef Darraðar, er ungur konungur átti fyrir, þ. e. fyrir höndum, en væri að hefjast. Eg gekk strax úr skugga um, að þessum leshætti, „fyrir" (í stað fyrri), mátti finna stað í sumum elztu hand- ritunum af kvæðinu, og þessi lesháttur varð til þess, að eg fékk nýja yfirsýn yfir efni þess og skildi það þeim skilningi, er eg gat við unað. Þó finnst mér vera í kvæðinu, eins og það hefur varðveitzt í handritum, einn hortittur, fjögur vísu- orð, sem að vísu sakar lítið, cn er gagns- laus. Þetta held eg vera síðari viðbót fúskara, þó að það geti hent jafnvel beztu skáld að smeygja hortittum inn í sín vönduðustu smíði. Eitt erindi á eg líka erfitt með að fella til hlítar að öðru efni kvæðisins, en það er eitthvert dulmagm aðasta erindið. Darraðarljóð hafa varðveitzt í Njáls- sögu og hvergi annars staðar. En til er kvæðið í mörgum handritum af sögunni, misjafnlega gömlum, og ber engum tveimur handritum alveg saman. Allir fræðimenn eru á einu máli um það, að í öllum handritunum sé einhverju brenglað. Því hefur í flestum prentuðum útgáfum af kvæðinu verið valinn sá kostur, að taka úr hverju handriti það, sem útgefandanum hefur þótt líklegast og skiljanlegast. Þó hafa elztu handritin oftast verið tekin fram yfir önnur yngri. Þó að Njálssaga hafi geymt kvæðið, er það í mjög lausum tengslum við sög-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.