Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1965, Síða 9

Andvari - 01.10.1965, Síða 9
ANDVARI ÞRÓUN í SLENZKU BAÐSTOFUNNAR 99 einhverju leyti rætur að rekja til 13. aldar. Lengi hefur talið verið að gufuböð í baðstofum hafi að mestu lagzt af um eða upp úr 1300.17) Menn hafa því velt þeirri gátu fyrir sér, hvernig þróunin hafi orðið sú að aðalíveruhús á íslenzk- um bændabýlum á síðari tímum nefnd- ist baðstofa, þar sem talið hefur verið að þar hafi hvorki tiðkazt böð né heldur eldstæði. Valtýr Guðmundsson skýrði þessa þróun þannig: „Efter at den skik var gáet af brug at lade en ild brænde rnidt pá gulvet i stuen, blev badstuen som det eneste hus, der var forsynet med en ovn, undertiden benyttet som opholds- sted, især af familien, sá vel om dagen som natten . . . , og efter at man havde fáet en stenovn i selve stuen, overftírtes navnet „badstue" ogsá pá denne . . . , i det dette navn efterhánden kom til at betegne ethvert hus, hvor der var „baS- hiti“ . . . Senere, efter at den opvarmede stue var bleven et fælles opholdssted for alle folkene pá gárden, kom navnet bad- stue til at betegne en folkestue, og dette navn beholdt folkestuen, selv efter at man pá grund af en efter skovenes öde- Jæggelse stadig tiltagende mangel pá brændsel havde máttet oph0re med at opvarme denne."18) GuSmundur Hannesson taldi hins veg- ar aS notkun baðstofunnar sem íveru- herbergis ætti rætur sínar aS rekja til gerðar hússins og staðsetningar þess. BaS- stofur hefðu verið lágar undir loft og niðurgrafnar og legið fjær útidyrum en skáli og stofa. Þar hefðu þvi húsbændur hvílt ásamt börnum sínurn, eftir aS elda- skálar lögðust af, sakir þess að baðstofan hefði þá verið hlýjust húsa. Þessa þróun virðist hann rekja aftur til 13. aldar, en um 1300 hafi böS veriS tekin að leggj- ast af.19) Nýlega hefur þó fundizt örugg heim- ild um gufubaSstofu á venjulegu bænda- býli um miðja 20. öld.2° í Gröf í Öræf- um fundust menjar baSstofu með ein- hvers konar grjótofni og bekkjum á þrjá vegu, einum rúmlega meters breiðum að því er virtist. BaSstofan í Gröf lá aftast húsa fyrir enda á gangi, og kemur það vel heim viS Sturlungu, GuSmundar sögu elztu og síðari þróun. SnældusnúS- ar, brýni og pottbrot í tótt þessari benda til þess aS baðstofan hafi einnig verið notuð til daglegrar íveru. En í Gröf var einnig stofa með eldstæði svo og skáli, og kemur sú staSreynd illa heim við kenn- ingar beggja fyrrgreindra fræðimanna. í fornum annálum er baðstofa aðeins tvisvar nefnd. Svo segir um árið 1315 í Oddaverjaannál: „AuSun rauSi til Is- lands . . . hann lét reisa fyrstur manna ofnbaSstofu á Islandi. Hann lét gera timburstofu að Hólum."21) Hér virðist eitthvað málum blandað varSandi Auð- unarstofu. En jafnframt mætti ætla að í þann mund, er þessi annálsgrein er fyrst í letur færð, hafi baðstofur sums staðar veriS orðnar annað og meira en baðhús. 1 frásögn Gottskálksannáls um bæjarbruna á StaS á Snæfellsnesi árið 1357 segir: „brann svo gersamlega allur heimastaðurinn að ekkert hús stóð óbrunnið nema kirkjan og ein baðstofa . . . lagði logann í mannahúsin svo að brann hvað af öðru.“22) Hér virðist bað- stofa ekki talin meðal bæjarhúsa, og verður ekki annað séð af orðalaginu en hún hafi staðiS ein sér. OrSiS baSsveirtn og haðmaður, en hann er nefndur meðal þjónustuliðs á Hólum árið 1388,28) benda til þess að þar hafi verið rekin gufubaSstofa. Til gufubaðs benda einnig orðin baðtygi*21) og hað- föng,25) sem talin eru hafa veriS hand- X- ) Nefnd árið 1495.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.