Andvari

Årgang

Andvari - 01.10.1965, Side 114

Andvari - 01.10.1965, Side 114
204 ÓLAFUR JENS PÉTURSSON ANDVARI stjóri nýbýlasjóSs síðan 1936. Gekk hann þannig í þjónustu fyrstu samstjórnar „hinna vinnandi stétta“, er Hermann Jónasson myndaði 1934. Gegndi Þórólf- ur því embætti til æviloka, en lézt í Reykjavík 15. júní 1940, aÖeins 54 ára að aldri. Lét hann eftir sig konu, Hólm- fríði Hemmert frá Blönduósi, er hann gekk að eiga árið 1938 og kornungan son. Stundar frú Hólmfríður nú kennslustörf í Kópavogi. Þar býr einnig Sigurður, sonur þeirra hjóna. Þórólfur í Baldursheimi virðist ekki hafa látið frá sér fara ritsmíÖar í anda georgisma eftir að hamr hætti ritstjórn Réttar. Georgisminn sem slíkur var úr sögunni á íslandi. Hann gleymdist brátt eða varð kannski óljós æskuminning gamalla manna, þegar árin liðu. VII. LOKAORÐ hlenry George sagði það satt í niður- lagsorðum sínum að Framför og fátækt, að í byrjun bókar hefði hann „ekki þurft að styðja neinar kennisetningar, engar niðurstöður að sanna“. Hann var aðeins bundinn eigin samvizku og sannfæringu, er hann boðaði kenningu sina. En styrk- ur hans fólst í þvi, hve vel hann hafði tileinkað sér stjórnmálahugmyndir og sið- gæÖisboÖskap horfinna kynslóða. Boð- skapurinn var þakksamlega þeginn af fólki, sem vissi ekki, hvert efnalegar fram- farir stefndu, óttaðist öryggisleysi líðandi stundar og bar kvíðboga fyrir komandi degi. Kenningin um „einfalda skattinn", eins og Henry George boðaði hana, var ekki torleyst gáta fyrir þá, sem fetuðu fyrstu sporin á vegi þjóðfélagsmála. Fyrir til- stuðlan þessarar kenningar tóku því fleiri en áður höfðu átt þess kost að gera sér grein fyrir stöðu sinni í samfélaginu. Einföld og skýr framsetning leiðtogans í ræðu og riti, a. m. k. meðan hann hélt fullri heilsu, fyllti menn aðdáun á hon- um og boÖskap hans. Sumir trúðu því jafnvel, að hann hefði hlotiÖ guðlega opinberun og fórnað lífi sínu fyrir mál- staðinn. Þetta varpar e. t. v. ljósi á þá baráttuaðferð georgista að berjast fyrir hugsjóninni hvar og hvenær, sem færi gafst, og láta ekki lítilsigld ágreiningsefni koma í veg fyrir samvinnu við aðra, ef þoka mætti þjóÖunum nær markinu. Bar- átta þeirra var ekki með öllu unnin fyrir 8Ý8- Henry George var hvorki Móses né Messías á sviði stjómmálahagfræði, en hann var einlægur hugsjónamaður, sem lagði kapp á að afla kenningu sinni fylgis, án þess að hirða um stundleg veraldar- gæði. Vissulega varð boðskapur hans til að opna augu manna fyrir göllum ríkj- andi þjóðskipulags og knýja þá til íhug- unar og umræðu um tiltækar úrbætur.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.