Andvari - 01.01.1932, Side 45
Andvari
Athyglin.
41
loks er athygli barnanna þwí óþolnari sem barnið er
yngra, þ. e. yngri börn þreytast fyr en hin eldri.
Þá er að líta á, hvaða lærdóma má draga af því, sem
ég hefi nú tekið fram um athyglina. Með hverju móti
getur kennarinn fengið vald yfir athygli nemanda sinna,
beint henni að því, sem þeir eiga að læra og haldið
henni við það? — Hann getur það auðvitað með ýmsu
móti. Hann getur það með því að brýna röddina, leggja
áherzlu á orð sín, endurtaka hið sama aftur og aftur,
skrifa með stórum stöfum á töfluna, breyta sífellt um
róm, vera allur á iði o. s. frv. Hvert af þessu fyrir sig
eða fleira af því samanlagt, gæti eflaust dregið athygli
nemandanna að því, sem hann væri að segja, eða að
minnsta kosti að honum sjálfum, um stundarsakir, en
sú dýrð stæði ekki lengi, því endurtekningin sljófgar,
þegar til lengdar lætur — menn heyra naumast foss-
niðinn, þegar þeir eru orðnir honum vanir. Og raunar
mætti fremur telja þann mann fífl en kennara, sem ekki
kynni önnur ráð en þessi til að halda athygli nemanda
sinna vakandi. Flestir verða að grípa til þeirra við og
við, en aðal-listin er sú að færa sér fremur í nyt hin
innri skilyrði athyglinnar, en hin ytri, glæða athygli á
hverju nýju viðfangsefni með því að tengja það við það,
sem fyrir er í meðvitund nemandans. »Sá sem hefir,
honum skal gefið verða og hann mun fá nægtir*. Hið
fyrsta, sem kennarinn verður að vita, er það, hvað fyrir
er í sál nemandans af áhugaefnum, til þess að geta séð
í hendi sér, við hvert þeirra hann á að tengja það, sem
hann ætlar að láta nema. Hér reynir á hugvit kennar-
ans, að sjá, hvaða leið er stytzt frá viðfangsefninu að
áhugamálum nemandans, og hvernig hann á að setja
það í eðlilegt samband. En takist það, þá er sigurinn
unninn, því að undir eins og vér verðum þess varir, að