Fréttablaðið - 04.09.2009, Síða 1

Fréttablaðið - 04.09.2009, Síða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 FRÆÐSLUGANGA Skógræktarfélags Hafnar-fjarðar verður farin laugardaginn 5. septemer og er sú síðasta á þessu ári. Skoðuð verða tré og runnar í trjásafninu í Höfðaskógi. Lagt verður af stað frá Þöll við Kaldárselsveg klukkan 10. „Af fuglakjöti er kjúklingur oftast á borðum hjá mér en ég er samt með hálfgerða fuglakjötsdelluþessa dagana hef v iðö Er með dellu fyrir fuglakjöti þessa dagana Brynhildur Stefanía Jakobsdóttir eldar gjarnan rétti sem eru fljótlegir og einfaldir og er allt fuglakjöt í miklu uppáhaldi. Þannig segist hún vera að uppgötva ýmsar tegundir fuglakjöts þessa dagana. Brynhildur Stefanía Jakobsdóttir snyrtifræðingur og sonur hennar, Patrekur Úlfarsson, eru sammála um að kjúklingaréttir séu eitthvað sem allir á heimilinu samþykki. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KJÚKLINGUR MEÐ KASJÚ-HNETUMFyrir fjó 6.990 kr. 4ra rétta tilboðog nýr A la Carte Gjafabréf PerlunnarGóð tækifærisgjöf! Hægt er að panta 4ra rétta seðilinn með sérvöldu víni með hverjum rétti: 10.990 kr. Barolo „Ornato“ 200 Í Glas af eðalvíni · Reykt önd með fíkjum, valhnetum og rauðvínsgljáa · · Humarsúpa rjómalöguð með grilluðum humarhölum ·· Lambahryggur með lambaskanka og rósmarínsósu ·* E Ð A *· Fiskur dagsins útfærður af matreiðslumönnum Perlunnar ·· Skyr “Tonka crème brûlée” með karamelluís · FÖSTUDAGUR 4. september 2009 — 209. tölublað — 9. árgangur VEÐRIÐ Í DAG BRYNHILDUR JAKOBSDÓTTIR Eldar einfaldan og fljótlegan kjúklingarétt • matur Í MIÐJU BLAÐSINS Karate í þrjátíu ár Karatefélagið Þórsham- ar hefur starfað í þrjá- tíu ár og heldur upp á daginn á morgun. TÍMAMÓT 18 Besta bók Mankells í 15 ár! REYKJAVÍK Klettagörðum 12 Sími 562 4011 AKUREYRI Draupnisgata 2 Sími 460 0800 REYÐARFJÖRDÐUR Nesbraut 9 Sími 470 2020 Ís sk áp ur 180 cm 149.900 RK60355DE BJARNI HAUKUR OG JÓHANNES Hellisbúar sameinaðir Gera grínþætti fyrir sjónvarp. FÓLK 34 Hættur í Sign Egill Rafnsson hætti í Sign eftir að sveitinni bauðst stór plötusamningur í Þýskalandi. FÓLK 34 12 10 12 10 SKÚRIR VESTAN TIL Í dag verða suðaustan 3-8 m/s vestan til annars hægviðri. Skúrir vestan til annars yfirleitt þurrt og bjart með köflum. Hiti 8-13 stig. VEÐUR 4 Vinnuafl eða fólk? Ef ekkert verður að gert til að aðstoða íbúa af erlendum uppruna við að aðlagast íslensku samfélagi gæti það haft skelfi- legar afleiðingar, skrifar Guðbjörg Björnsdóttir. Í DAG 16 HEILBRIGÐISMÁL Reynt verður eftir fremsta megni að komast hjá upp- sögnum á Landspítalanum þótt mikill niðurskurðir blasi við. Þetta segir Hulda Gunnlaugsdóttir, for- stjóri Landspítalans, sem mun funda með starfsfólki spítalans í dag. Þó sé líklegt að starfshlutfall verði skert eða vöktum breytt. „Þetta verður erfitt, verður stór biti, en við reynum að kom- ast hjá uppsögnum. Við erum með ákveðnar hugmyndir sem ég ætla að ræða við starfsfólkið,“ segir Hulda. Mikill niðurskurður blasir við í heilbrigðiskerfinu á næstu árum. Í ár er boðaður niðurskurður um sjö til tíu prósent eða 2,8 milljarð- ar. Búið var að skera niður um 70 prósent af þeim kostnaði, að sögn Huldu, en vegna gengisáhrifa nemur niðurskurðurinn nú ein- ungis um fjörutíu prósentum. „Í fyrra fengum við aukafjár- veitingu sem dekkaði að stórum hluta gengisáhrifin en nú fáum við ekki neitt þar sem ríkiskass- inn er tómur,“ segir Hulda. „Til að mæta þessum kröfum þurfum við að fara í harðari aðgerðir.“ „Ég sagði í byrjun árs að við myndum ekki lækka þjónustustig- ið eða minnka gæðin, ekki fækka rannsóknum og ekki minnka kennslu. Við höfum staðið við það. Það er mikill sigur fyrir starfsfólk Landspítalans sem hefur staðið sig gríðarlega vel í þessum breyt- ingum. En þar sem gengið er svo óhagstætt þá er sá frábæri árang- ur bara ekki nægur. Við þurfum að gera meira,“ segir forstjórinn. „Ef við náum ekki að gera allt sem við ætlum okkur á þessu ári verðum við að taka verkefnin með okkur yfir á næsta ár. Halli spít- alans hverfur ekki og við vitum ekki hvert gengi krónunnar verð- ur á næsta ári. Verkefnið verður bara stærra og stærra.“ - kh Forstjórinn segir þörf á hörðum aðgerðum Niðurskurðartillögur á Landspítalanum verða kynntar starfsfólki í dag. Gengi krónunnar hefur skemmt starfið þar. Þetta verður erfitt, segir forstjórinn. Þróttarar fallnir Grindavík og ÍBV gerðu jafntefli í gærkvöld og sendu Þrótt þar með niður í 1. deild. ÍÞRÓTTIR 30 EFNAHAGSMÁL Erlendar skuldir íslenska þjóðarbúsins námu sam- tals 14.343 milljörðum króna í lok júní. Erlendar eignir námu 8.389 milljörðum króna, og skuldir því 5.954 milljarðar króna umfram eignir. Þetta kemur fram í yfirliti Seðlabanka Íslands sem birt var í gær. Gunnar Tómasson hagfræðing- ur, sem starfaði hjá Alþjóðagjald- eyrissjóðnum í um aldarfjórðung, sagði í samtali við Stöð 2 í gær- kvöldi að teflt sé á tæpasta vað með skuldastöðu þjóðarbússins. Íslendingar séu mjög nærri því að stefna í greiðsluþrot. Skuldir þjóðarbúsins eru nú um 233 prósent af áætlaðri landsfram- leiðslu, að því er fram kom í frétt- um Stöðvar 2. Í yfirlýsingu stjórn- valda vegna samkomulags við AGS kom fram að fari erlendar skuldir upp í 240 prósent geti landið ekki staðið undir skuldabyrði sinni. Inni í tölum um skuldir og eignir erlendis eru eignir og skuldir við- skiptabankanna þriggja, sem enn eru í greiðslustöðvun. Áætlaðar skuldir þeirra nema um 5.347 milljörðum króna. Erlendar skuld- ir þjóðarbúsins utan við það eru því um 606 milljarðar króna. Ekki náðist í Steingrím J. Sigfús- son fjármálaráðherra vegna máls- ins í gærkvöldi. - bj Erlendar skuldir þjóðarbúsins umfram eignir tæplega 6.000 milljarðar króna: Ísland hættulega nærri greiðsluþroti ATVINNUMÁL „Það er alltaf gott að koma í Karíbahafið í sól- ina og hitann þar. Mönnum líst vel á þetta og það sést á fjölda umsókna,“ segir Loftur Árna- son, framkvæmdastjóri Ístaks. Fyrirtækið auglýsti nýlega eftir tæknimönnum til starfa í borg- inni Falmouth á Jamaíku, en þar stendur fyrir dyrum bygging fjórtán þjónustubygginga fyrir skemmtiferðaskip. Um þrjátíu stjórnendur á vegum Ístaks komi til með að vinna við byggingarnar, en ekki liggi enn fyrir hversu margir nýir starfskraftar verði ráðnir til verksins. - kg Sótt í störf á Jamaíka: Fólki líst vel á Karíbahafið KARÍBAHAFIÐ Byggingarnar eiga að rísa við nýja höfn sem verið er að byggja fyrir skemmtiferðaskip. BÖÐLAR Í MENNTASKÓLANUM Í REYKJAVÍK Sjöttubekkingar í Menntaskólanum í Reykjavík tóku vel á móti nýnemum í gær. Böðl- arnir, sem voru klæddir í toga að rómverskum sið, buðu nýnemana velkomna með tolleringum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN BRETLAND Heilablóðfall sem sjö- tugur breskur maður varð fyrir nýlega hafði hliðarverkanir sem læknar gátu ekki séð fyrir. Eftir að hafa notað sterk gleraugu frá unga aldri hefur maðurinn nú nær fullkomna sjón, að því er fram kemur á vef BBC. Sjón Malcolms Darby hafði alla tíð verið slæm, þar til hann vaknaði eftir aðgerð eftir hættu- legt heilablóðfall. Heilablóðfall- ið hafði reyndar önnur og verri áhrif, því eftir að hann vakn- aði komst Darby að því að hann kom ekki upp orði á frönsku, sem hann talaði áður vel. Læknar segja þekkt að sjónin geti versn- að við heilablóðfall, en fáheyrt sé að hún batni. - bj Sjónin betri eftir heilablóðfall: Frönskukunn- átta gufaði upp

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.