Fréttablaðið - 04.09.2009, Síða 24

Fréttablaðið - 04.09.2009, Síða 24
4 föstudagur 4. september Rósa Birgitta Ísfeld er söngkona hljóm- sveitarinnar Sometime sem heldur tónleika á Jacobsen í kvöld. Í við- tali við Föstudag deilir hún sögum af nýfæddri dóttur, ævintýralegum tónleikaferðum og litla bróðurnum sem lést úr krabbameini. R ósa Birgitta, eða Diva de la Rosa eins hún er líka kölluð, er ný- lent á Íslandi þegar blaðamaður bank- ar upp á hjá henni á Hverfisgöt- unni í Reykjavík. Hún er nýkom- in heim úr viðburðaríkri ferð til Makedóníu með hljómsveit sinni, Sometime, þar sem hún kom fram á norrænni menningarhátíð ásamt hljómsveitinni FM Belfast. „Þetta var rosalega skrýtin ferð. Það var haft samband við okkur í gegnum MySpace í febrúar en við höfðum ekkert fengið staðfest fyrr en stuttu áður en við fórum út. Ég vissi ekkert um Makedóníu og þekkti engan sem hefur komið þangað. Fólkið þarna var æðislegt og rosalega vinalegt. En allt var í niðurníðslu. Allt nema ráðhúsið, sem var voða flott með fánum og fossum. Þarna var rusl úti um allt, flækingshundar á ráfi og vírarn- ir stóðu út úr húsunum. Það var borgarastyrjöld þarna þangað til fyrir fimmtán árum og á meðan svoleiðis er í gangi er auðvit- að engin uppbygging. En það var mjög skrýtið að upplifa þetta.“ Auk þess að koma fram á há- tíðinni, sem fór fram á risastóru plani fyrir framan félagsmiðstöð unglinga, spiluðu hljómsveitirnar tvær í beinni útsendingu í make- dóníska ríkisútvarpinu. „Það var eins og við hefðum stigið inn í tímavél og komið út fyrir fjörutíu árum. Þarna inni var myrkur og allt grænt eða svart á litinn. Rosa- lega flottir ´70-hljóðnemar og eld- gamlir plötuspilarar. Þarna spiluð- um við, báðar hljómsveitirnar, í beinni útsendingu í meira en hálf- tíma. Og þeir voru að spila fullt af íslenskri tónlist þarna, sem manni finnst auðvitað merkilegt.“ STEFNT Á HÖFÐABORG Tónlistarlíf Rósu getur heldur betur verið viðburðaríkt en fyrr í mánuðinum var hljómsveit- in boðuð til Þýskalands til að spila í einkaveislu hjá þýskum manni sem frétti af þeim í gegn- um pabba hans Danna, eins af meðlimum Sometime. „Þetta var í litlum bæ sem heitir Furth im Wald. Maðurinn sem flutti okkur inn býr þarna á risastóru sveita- býli. Á neðri hæðinni var lista- sýning konu frá Höfðaborg. Tón- leikarnir fóru fram úti í garðin- um, þar sem, ásamt okkur kom fram nokkurs konar fjöllista- hljómsveit frá Höfðaborg sem spilar heimstónlist. Í lok tón- leikanna tókum við djammsess- ion með hinni hljómsveitinni í tvo tíma. Það var frekar sérstök blanda en þetta var rosalega sér- stakt og skemmtilegt, allir dans- andi og mikil gleði. Nú erum við að vonast eftir því að þau geti reddað okkur til Höfðaborgar til að spila með þeim þar.“ GLAÐLEGT RAFPOPP Þessa dagana er Rósa að vinna að plötu með tónlistarmannin- um Eberg en saman kalla þau sig Feldberg. Þetta er popptónlist sem nær kannski til fleira fólks held- ur en elektrópoppið. Við höfum til dæmis gefið út lagið „Don‘t be a Stranger“ sem Nova hefur verið að nota í auglýsingarnar sínar.“ Rósa sér um að semja textana, sem yfirleitt verða til á ensku. „Ég bjó í Bandaríkjunum um tíma þegar ég var krakki og var nánast alveg tvítyngd, þannig að ensk- an liggur vel fyrir mér. Tilfinn- ingalega er hún líka mjög nálægt mér. Mér finnst hún auðveldari en íslenskan. En mér finnst rosa- lega flott þegar fólk hefur góða íslenskukunnáttu. Eins og þessir rapparar sem kunna íslenskuna vel og nota hana í sínum textum. Mér finnst þeir rosalega flottir. Ég ætti kannski að fara í íslensku í háskólanum?“ Hún skrifaði reyndar eitt sinn texta við lag á íslensku, sem end- aði með öðrum hætti en lagt var upp með. „Þegar við svo fórum að taka það upp hljómaði það bara asnalega. Svo var ég einn daginn í fyndnu skapi og var syngjandi á frönsku. Þá stakk Curver upp á því að ég ætti kannski bara að þýða lagið á frönsku. Það kom svo bara svo vel út að íslenska lagið end- aði á frönsku.“ ELEKTRÓDÍVA ORÐIN MAMMA Diva de la Rosa Rósa lætur nýtilkomið móðurhlutverkið ekki skyggja of mikið á tónlistarferilinn. Hún vinnur nú að plötu með tónlistarmanninum Eberg sem stefnt er á að komi út í október. Í kvöld spilar hún á tónleikum á Jacobsen með hljómsveitinni Sometime. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Viðtal: Hólmfríður Helga Sigurðardóttir Ljósmyndir: Valgarður Gíslason

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.