Fréttablaðið - 04.09.2009, Qupperneq 25
4. september föstudagur 5
✽ bak við tjöldin
Stjörnumerki: Sporðdreki.
Besti matur í heimi: Allt sem
kemur frá Fylgifiskum finnst
mér ótrúlega gott. Og auðvit-
að úr Garðinum á Klapparstíg.
Ég er búin að borða þar í svo
mörg ár að ég má syngja þar
fyrir mat á öskudag.
Uppáhaldsdrykk-
urinn: Það fer
eftir skapi. Stund-
um er vatn best í
heimi. Stundum er
það ógeðslegt. Þá
er það kannski
Bailey‘s. Já og
marokkóskt
te, helst í Mar-
okkó.
Flottasta versl-
unin: Ég vildi að
ég ætti óendan-
legt fjármagn til
að versla í Kisunni og
í KronKron. Og ég sé ótrúlega
eftir Systrum. Svo langar mig
aftur í hattabúðina í Prag.
Uppáhaldstónlistin: Úff, það
er óendanlegt. Ég get enda-
laust hlustað á Sin Fang Bous
og Emilönu Torrini. Svo hlusta
ég heimikið á djass og Bob
Dylan.
Besta bókin: Ég er að lesa
þrefalda trílógíu eftir Robin
Hobb. Þetta eru sem sagt níu
ævintýrabækur sem
tengjast allar saman
sem ég er alveg á
kafi í. En skemmti-
legasta bók sem
ég hef lesið er
sjálfsævisaga
Miles Davis.
MISSTI LITLA BRÓÐUR SINN
Rósa stelur athyglinni hvar sem
hún fer, enda litríkur persónu-
leiki sem oftast er yfirmáta kátur
og brosir út að eyrum. Hún hefur
þó upplifað sinn skerf af erfið-
leikum. Fyrir tíu árum missti hún
litla bróður sinn, Sigurð Þengil, úr
krabbameini. Þá var hann tíu ára
gamall. „Hann var rosalega dug-
legur og mikill kraftur í honum.
Hann greindist fyrst þegar hann
var þriggja ára en var svo í sjö ár í
meðferðum. Læknarnir héldu allt-
af að þeir væru búnir að ná þessu
en svo kom það alltaf aftur. Þrátt
fyrir að vera svona veikur var
hann algjör hetja. Hann var einn
af þessum krökkum sem virðast
alltaf vera að drífa sig að öllu, eins
og hann vissi að hann hefði ekk-
ert of mikinn tíma. Hann var til
dæmis uppi í Þórsmörk að ganga á
fjöll tveimur vikum áður en hann
dó og hann keppti á Andrésar
andar-leikunum sama ár. Ég hef
misst aðra vini úr krabbameini og
þeir áttu þetta sameiginlegt með
bróður mínum. Þeir náðu að áorka
hlutum sem sumt fólk nær ekki á
heilli ævi. Létu drauma sína ræt-
ast og biðu ekki með það.“
Rósa saknar bróður síns en
þó tengir hún einnig mikla gleði
við minningu hans. „Hann var
svo stórkostlegur karakter hann
bróðir minn. Mér finnst ég hepp-
in að hafa kynnst honum og hafa
fengið þessi tíu ár með honum en
ekki misst hann strax. En auðvit-
að hugsa ég mikið um hvar hann
væri í dag hefði hann lifað. Nú
hefði hann til dæmis verið að
ljúka menntaskóla og kannski
verið kominn með kærustu.“
GAMAN AÐ VERA MAMMA
Rósa á stóra fjölskyldu en hún á
hvorki meira né minna en fimm
systkini. Enn fjölgaði svo í fjöl-
skyldunni þegar Rósa eignaðist sitt
fyrsta barn fyrir fjórum mánuðum.
dótturina Ísadóru, með Finni Há-
konarsyni. Bæði eru þau í tónlistar-
bransanum, hann reyndar „hinum
megin við búrið“, en hann rekur
stúdíó og vinnur hjá Sýrlandi. Dótt-
irin hefur því frá fyrsta degi alist
upp við mikla tónlist, fylgir móður
sinni í tónleikaferðalögin og eyðir
með henni virkum dögum í stúdíó-
inu. „Ég fer bara með stelpuna með
mér í kerru, set mónitor í vagninn
og fer svo bara með hann inn í
stúdíóið. Ég var reyndar með hana
heima þangað til hún var mánað-
argömul en eftir það var ég komin
á fullt að syngja.“
Það er því gaman að vera
mamma, þykir Rósu, þótt það sé
töluvert meiri binding en hún hafði
gert sér grein fyrir áður. „Þetta er
dálítið erfiðara en ég hélt. Þótt ég
hafi alltaf verið að passa þegar ég
var krakki hef ég aldrei áður verið
bundin skyldum eins og þessum.
Að þurfa alltaf að ákveða fyrir-
fram hvernig ég ætla að gera hlut-
ina, það finnst mér stundum erfitt
og þetta er endalaust púsluspil. Og
svo er ég ekki lengur sjálf í fyrsta
sæti. Það er skrýtið fyrir mann-
eskju eins og mig, því ég er vön
að dunda mér mikið ein. Þetta er
skemmtilegt, en það tekur tíma að
venjast þessu. En auðvitað er þetta
bara munstur sem maður þarf að
temja sér.“
Brjóstagjöfin er svo annað mál.
„Fyrst fannst mér þetta voðalega
kósí. En ég skal viðurkenna að nú
er ég aðeins farin að ókyrrast. Sko,
einhvern tímann vorum við dýr úti
í náttúrunni. Þá hefur ekkert verið
eðlilegra en að gefa brjóst. En ekk-
ert sem við erum búin að byggja
upp í kringum okkur er náttúrulegt.
Þess vegna er það skrýtið að gera
eitthvað, sem er eins náttúrulegt
og að gefa brjóst, í þessu umhverfi.
Ef ég byggi í strákofa einhvers stað-
ar í skógi væri þetta ekkert mál. Þá
væri ég ekkert að stressa mig á því
að ég þurfi að hlaupa út og ná í
bankann fyrir lokun. En ég myndi
samt aldrei vilja sleppa þessu.
Maður verður að reyna að halda í
þá náttúru sem maður hefur.“
Engin málamiðlun í gæðum
Fæst í apótekum, heilsubúðum og Fríhöfninni.
Rannsóknir staðfesta árangur - www.celsus.is
Vöðvabólga og stirðleiki
Byltingarkennt andoxunarefni !!
Lagar f ljótt vöðvabólgu, stirðleika, eymsli, harðsperrur
og sinaskeiðabólgu. Gefur aukna mýkt og vellíðan.
Eykur styrk og þol vöðva. Greinilegur árangur við
líkamsrækt, álagsvinnu og ferðalög.
Íþróttafólk og sjúkraþjálfarar mæla með AstaZan
AstaZan styrkir einnig húðina sem verður
fallegri og fyrr brún í sól eða ljósabekk.
1 hylk
i á dag
.
Virkar
strax!
Eykur styrk og þol vöðva
Betri árangur!