Spegillinn - 01.04.1951, Síða 12

Spegillinn - 01.04.1951, Síða 12
52 SPEGILLINN Faraldur segir frá: LISTSÝNINGIN I OSLO Þá var ekkert gaman að vera íslendingur. Ég varð rétt einu sinni að fleygja tannburstanum mínum niður í tösku í snarkasti, því að Bjarni hafði beðið mig blessaðan að fara utan á opnun íslenzku myndlistarsýningarinnar í Osló til að sjá um sóma íslands. Á Valtý væri ekkert að stóla, hann hugs-. aði bara um að safna fréttum í Morgunblaðið. Og svo þætti honum kokkteilarnir allt of góðir. Nei, á hann væri ekkert að stóla, sagði Bjarni. Ég sagði við Bjarna, að ef sýningin væri misheppnuð, þá gæti ég engu breytt, ég gæti hvorki tek- ið niður ómögulegar myndir né abstrakt — þeir myndu bara halda mér. — Nei, þú átt ekkert að skipta þér af því, sagði Bjarni. — Þeir eru búnir að hengja upp allar ómögulegar myndir, sem hægt er að finna, hvort'eð er. — Nú,'hvað á ég þá að gera? spurði ég Bjarna. — Á ég að telja Norðmönnum trú um, að allar ómögulegustu myndirn- ar séu beztu málverk heimsins? — Nei, það þýðir ekki neitt. Það getur enginn talið þeim trú um það, og listamenn okkar munu reyna það sjálfir og það getur enginn betur en þeir. Þú átt bara að sjá um sóma íslands. — En er það hægt, Bjarni, þegar íslenzkir listamenn eru annars vegar? spurði ég. — Það verður þú að sjá um, þú ert eini maðurinn, sem ert nógu kaldur. Og með það fór ég. Þegar ég kom til Oslóar var allt undirbúið til opnunar. íslenzku listamennirnir gengu um salina eins og þeir ættu allan Noi|-eg og Spitzbergen með. Ég hef aldrei verið eins kvíðafullur að bjarga sóma landsins. Þarna var næstum allt Þingvallahraunið með mosa og grjóti eftir Kjarval komið upp á veggi. Ferhyrningar, rúður og þríhyrningar voru þar líka í öllum litum eftir Þorvald Skúlason. Og það voru kann- ske beztu myndirnar, því að menn eiga verst með að rífa það niður, sem þeir ekki skiíja. Svo voru þar mörg þykk stryk og konumyndir eftir Jón Engilberts, því að hann er allur í svo- 0 ieiðis. Og hann gekk í þungum þönkum með Róbert Koch skeggið — þið vitið, hann sem fann upp berklana — og var alltaf öðru hvoru að líta upp á konumyndirnar sínar og þykku strykin. Og svo voru þar norskir kollegar, sem höfðu hjálp- að þeim með uppsetninguna, og íslenzku listamennirnir voru alltaf að ganga til þeirra og spyrja: — Er det ikke godt, det? — Jo, det er meget godt, sögðu þeir norsku. — Já, já, det er meget godt, sögðu íslenzku listamennirnir. Svo rann upp opnunardagurinn og þá fengu nú kjólarnir að viðra sig, því að kóngurinn ætlaði að koma og allt hans fylgdarlið — og allir voru titrandi af spenningi. Ótrúlega margir þurftu að fara inn á klósett — ég held til að bæta á sig heldur en hitt. Ég hélt mér í nánd við Jón Engilberts, því að ég sá á honum, að hann ætlaði sér að verða áhrifa- mestur fyrir Islands hönd — skal þó ósagt láta, hvort hann hafi verið mest undir áhrifum. Hann vnr alltaf að svipast um eftir kónginum til að geta sagt honum fyrstur, hvað ís- lenzk list væri merkileg og sérstæð og hafi eiginlega ekki byrjað fyrr en hann fór að mála. Loks sá maður, að kóngurinn var kominn, því að allir kipptust við og fóru að laga jakkana sína, en ég fór að laga bindið mitt. Islenzku málararnir stóðu allir í röð til að kóng- urinn sæi þá og færi að taka í höndina á þeim. Jón Engilberts stóð auðvitað fremstur, því að hann var svo sterkur, að hann gat ýtt öllum hinum frá. Og svo var eitthvað hirðkammerráð eða ráðherra með kónginum, sem benti á okkur og sagði, að þarna væru Islendingarnir, enda þótt óþarft væri að segja það, því að þeir litu allir út eins og Færeyingár. Svo gekk kóngurinn fyrst að Jóni og brosti blítt og rétti honum hönd- ina. Jón rak skeggið nærri því upp ,í hann, því að hann beygði sig svo mikið, og sagði: — Jeg er Jón Engilberts, som de máske kenner av sagn. Og jeg har ogsá veret engang i Norge för sammen med Krist- mann. Jeg skulle skile hilsen fra ham.,Han bor nu söd i Hvera- gerði og rög engang i luften af vandgos — men han er nu den sammie kvinnemand. — Det glæder mig at hilse pá dem, sagði kóngurinn. — Sammeledes, sagði Jón Engilberts, — og sá byder jeg dem velkommen pá syningen. Kóngurinn brosti og gekk til næsta manns og mér létti mjög, því að annars hefði Jón kannske farið að bjóða kóng- inn velkominn til Noregs. Og svo komu ólafur og Martha, og þá var Jón kominn í svo mikinn kóngaham, að hann klappaði á öxlina á Ólafi og sagði:

x

Spegillinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.