Spegillinn - 01.04.1951, Qupperneq 19
SPEGILLINN
55
Orkt í tilefni af hrösun og iðrun kúasmala
nokkurs, þeirn, er skriftaði fyrir Starkaði
í Tímanunt og liann tók þar til bæna.
Það var undarleg sjón, sem ég sá,
sá er vakandi í rúminu eg lá,
sá og sá, sá og sá, sá og sá,
svona vakandi þar sem ég lá,
í rekkjunni vakandi lá.
Og mér brá, og mér brá, og mér brá,
af að sjá það sem þarna ég sá.
Því það var undarleg sjón, er ég sá,
þar sem vakandi í rúminu eg lá,
og hugsaði um neitt hinumegin,
heldur aðeins um daginn og veginn,
og hvorki var hryggur né feginn.
En ég sá, og ég sá, og ég sá:
Kúasmalann frá Kirkjubóli,
í bóli, í bóli, í bóli,
alveg einsamlan í sínu bóli,
byltandi sér í því bóli,
byltandist mjög í því bóli,
eins og dæmdan frá kalli og kjóli,
kútveltast í þessu bóli.
Ó, að líta þá gnístran og grát,
gnístran, sem á varð ei lát,
og sál, sem var meira en mát,
mát, mát, mát — skák og mát.
Hvílíkt bit, hvílikt bit, hvílíkt bit,