Spegillinn - 01.04.1951, Qupperneq 20

Spegillinn - 01.04.1951, Qupperneq 20
56 SPEGILLINN hvílíkt skelfilegt samvizkubit, ó það bit, ó það bit, ó það bit! Er það vit, er það vit, er það vit, er það vitundarvit, svona voðalegt samvizkubit? En nú ATerð ég snar að segja, sögu þeirrar hrellingar, og hve margur hlýtur heyja, holdsins stríð við freistingar. hvernig ung og ágæt meyja orsökin að þessu var. Meyju hafði smalinn séna, svo hann komst í algleyming, af að sjá svona prúða, pena, piltagull og sjaldgæft þing, ást hans gerði ekki réna, óx með hverjum sólarhring. Þau höfðu sést og saman spilað sómalega félagsvist, sem er notuð svona til að sumt fólk geti hitzt og kysst. Ekki hefur öllum skilað ágóða sú fagra list. Það var hroðaleg hugsun, sem skauzt, í huga hans sem elding lnin lauzt, sem eyðandi elding hún lauzt, þessi liugsun og brauzt um og brauzt. „Það var brennivínsbragð, sem ég fann, bragð, sem ólgandi um æðar mér rann, og það brann, og það brann, og það brann, þetta bölvaða bragð, sem ég fann, þetta brennivínsbragð, sem ég fann. Þess vegna var þetta fjör, þess vegna var hún svo ör, þess vegna kyssti hún mig koss, koss, sem mér virtist slíkt linoss, þennan bölvaða brennivínskoss! Fari bölvað mitt bölvaða skot, mitt blossandi, ástleitna skot. Hvílíkt brot, livílíkt brot, hvílíkt brot, hvílíkt ógurlegt bindindisbrot! Ó það bit, ó það bit, ó það bit, hvílíkt skelfilegt samvizkubit. Eg er bit, alveg bit, ég er mát, alveg mát, skák og mát, skák og mát, skák og mát!“ Já, nú legg ég loks árar í bát! Skáldm. Bakkusi þó viðnám veiti, varist flestar syndir enn, ekki neitt um skammir skeyti, skáldaverðlaun hljóti senn, smalinn er að sumu leyti svipaður og aðrir menn. Meyjar ást hann vildi vinna, var að mörgu góðu þekkt, honum gerði ei svanni sinna, sem var ekkert merkilegt. Til ástarleiks þær gabba og ginna gengur mönnum stundum tregt. Svo var það á sunnudaginn, svanni hringdi á hann og tér: „Þú ert annars aumi gæinn, að þú skulir gleyma mér. Komdu, fá þér bíl í bæinn, bíð ég heima eftir þér“. Svanna lét ei lengi bíða, ljúf var honum þessi för, nú þurfti ekki karl að kvíða, kát var stúlkan, hvílíkt fjör! Nú stóð strax til boða blíða, blossakoss af meyjarvör! Eldhúsumræður eftir Ornólf í Vík. x i Það er rifrildisdagur, því réttara þingmönnum finnst að rækja þær skyldur er þjóðin þeim lagði á herðar og væringa í stjórnmálum verður því duglega minnzt, þótt verði ekki mat á vitsmunum sálnanna gerðar. Það er Iíka vandi, ef vitsmunir komast ei að, eða vitsmuni skortir í haus okkar þjóðfrægu sona. Því andlega atgerfið — ekki er að tala um það, og af þessu stafar, að allt gengur svona og svona. En þetta er nauðsyn, svo kjósendur hvers og eins heyri að klumsa ekki reynist, á þingi, í viðureign orða sá útvaldi sonur, sem öllum öðrum var meiri og ötulli í notkun á íslenzkum froðu-forða. Þeir rífast og skammast og reka Iiver annan á stampinn — því regluleg „geni“, í fjármálum, glíma þar saman. Að útvarpi loknu brosa þeir blíðlega í kampinn, því bölvaðar ræðurnar reiknast sem hlustenda-gaman.

x

Spegillinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.