Spegillinn - 01.04.1951, Qupperneq 25

Spegillinn - 01.04.1951, Qupperneq 25
SPEGILLINN 61 Hrœbjörn: - ALDARFARSÞÁTTUR - Hljóðs biðk allar Harður es vetur, Haugast á götur hérlendar kindur, harðari koma. höfuðstaðar meira og minna Þurr vas Þorri, hjarn og klaki mæðuveikar. þræsin Góa. í hríðarbyljum. Vildak yrkja Engin væta á Er það allt víst ef gæti Einmánuði, til atvinnubóta, sem atóms-idjót nema í ölkollum segja kommar um ekki neitt. íþróttara. þó sízt um of. Hátt blæs Hæringur, Illt er til lands Snudda hrafnar hyrr es á lofti, fyrir austan og norðan. og snjótittlingar brakar í viðum, Þrengir jafnvel aðframkomnir bryggja logar. að Þingeyingum. í öskuhaugum, Leikur loft allt Verra til sjávar, en braskarar í logasíum. versnar þó meira. brjóta úr klaka Naglfara Jóhanns Veður öll válynd brotajárn neitt ei sakar. og veiðiþjófar. fyrir Bretakóng. Þá er nú loksins þingið hætt, það var og komið nóg. Hefði það annars aldrei mætt væri ennþá betra þó. Þeir voru of margir að mala í senn, þeir möluðu liátt og snjallt. Ýmislegt gerðu þeir gáfumenn, en gagnslaust var raunar allt. Þeir svartamarkaðsins svindilbrask settu inn í lög og rétt, svo hljótist ei af því hagkerfisrask að liækkar allt jafnt og þétt. Þeir sjómannagjaldeyri nefna það nú. Jú, nafnið er stórlega breytt. Það færir reiðurum björg í bú, sem er betri en lireint ekki neitt. Og jafnvel stjórnin í fyrstu var fús að fengju menn — sérhver veit — að byggja einskonar útihús til einskonar þarfa — í sveit. Sú stjórn er þó vonlaus, sé vel að gáð, er vald sitt þekkir ei. Hún fór nú beint upp í Fjárhagsráð, en fékk aðeins blákalt nei. „Nú hundrað jeppa vér liöfum leyft, og hér ber að líta svo á, úr umbúðum þeirra sé öllum kleyft að útbúa húsin smá“. REYKVÍKINGAR lesa mest skáldrit og minnst bækur um trúarleg e£ni, lesum vér í blaöi, sem mun byggja þetta á skýrslum Bæjarbókasafnsins. Ekki er a'ó efast um, að rétt sé hér með farið, en fróðlegt væri að fá að vita um aðsóknina að skáldritum, sem liöndla um trúarleg efni. Þeir töluðu um bílstjórabrennivín, en bílstjóra söm er gerð, þeir fylla hvert einasta fyllisvín, og fyllilegt okurverð þeir setja á hverja flösku sem fyr, sem fljótlega skiljanlegt er, því ríkið á gúmmí og smurning nú smyr, þá smyrja þeir líka á sitt gler. Þingmenn eiga þó ýmsir til hið óspillta lijartalag, og kunna á þægindum þjóðar skil, sem þörf er á nótt og dag. Á VOPNASÝNINGU, sem lialdin var í London fyrir nokkru, bar það til tíðinda, að sverði sem Bretinn hafði tekið af Ribbcntrop dauðum, var stolið. Var sverðið hinn mesti kjörgripur, alsett gimsteinum, og beitt vel, enda hafði Troppi notað það til að skera snærið af kampavínstöpp- unum, meðan hann var farandsali í þvi fagi. Gerist nú skammt stórra höggva ó milli hjá veslings Bretanum, fyrst krýningarsteinninn og svo þetta. Það er lítið betra en í Sjúkrasamlagi Hafnarfjarðar. GJALDEYRISYPIRV ÖLDIN ,í Svíþjóð liafa bannað trúlofunarhringa, sem vegi meira en 5 grönun, og kemur þetta eins og þruma úr heiðskíru lofti, þegar breiðu hring- arnir eru mest móðins. Eru ungar stúlkur, sem verða þannig fyrir barðinu á fjármálamönnum því farnar að opinbera upp á gamla móð- inn, sem er fullt svo ábcrandi sem nokkur liringur, jafnvel þótt breiður sé.

x

Spegillinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.